Færslur: 2013 Júní
08.06.2013 12:00
Rafnkell GK 510

Rafnkell GK 510 © mynd í eigu Geirs Garðarssonar, en skipstjóri bátsins var Garðar Guðmundsson, faðir Geirs Garðarssonar
Smíðaður í Fustenb. Þýskalandi 1957, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Fórst í róðri í Miðnessjó 4. jan. 1960 ásamt 6 manna áhöfn.
Bar aðeins þetta eina nafn
08.06.2013 11:00
Mummi GK 120

685. Mummi GK 120 © mynd í eigu Geirs Garðarssonar, ljósm. Þorsteinn Gíslason
Smíðanúmer 5 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hljóp af stokkum 1. apríl 1946. Fórst í róðri út af Barða, Vestfjörðum 10. okt. 1964 ásamt 4 mönnum.
Var upphaflega smíðaður fyrir Björn Ólafsson frá Mýrarhúsum, en hann seldi bátinn meðan hann var í smíðum.
Nöfn: Mummi GK 120 og Mummi ÍS 366.
08.06.2013 10:00
Jón Garðar GK 510


Jón Garðar GK 510 © myndir í eigu Geirs Garðarssonar
Smíðanúmer 1182 hjá Scheepswerft De Beer N.V. í Zaandam í Hollandi 1960. Sökk 22. jan. 1964, 16 sm. SA af Hjörleifshöfða.
Bara aðeins þetta eina nafn: Jón Garðar GK 510
08.06.2013 09:00
Sævar í Gröf VE 31 - smíðaður af hinum þekkta bátasmið Þorgrími Hermannssyni
Þessa mynd birti ég fyrir nokkrum dögum með upplýsingar um hver konan væri sem stæði við hlið bátsins, en nú koma meiri upplýsingar um bátinn

5300. Sævar í Gröf VE 31 í Vestmannaeyjum og við hlið bátsins stendur Svanhildur Benónýsdóttir, systir Sævars í Gröf © mynd Emil Páll, um 1990
Smíðaður af hinum þekkta bátasmið Þorgrími Hermannssyni, Hofsósi 1955. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 16. okt. 1991.
Nöfn: Leifur heppni SK 71, Leifur heppni SK 70, Leifur heppni SI 71, aftur Leifur heppni SK 71, Pipp VE 14, Auður VE 14 og Sævar í Gröf VE 31
AF FACEBOOK:
08.06.2013 08:00
Fleiri þekkjast á myndinni
![]() |
Þessa mynd birti ég fyrir nokkrum dögum, með upplýsingum um nöfn feðgana Einars Sigurðssonar (ríka) og Ágústs sonar hans. Nú er komið í ljós að þarna er líka Brynjólfur, pabbi þeirra skipstjóra Halldórs, Sævars og Sigurðar H. og með honum er mágur hans að nafni Jón © mynd Baldur Konráðsson, í Alesundi, Noregi 1968, er þeir voru að koma og heimsækja áhöfnina á 233. Akurey RE 6, sem þá var verið að lengja þar. |
08.06.2013 07:00
Rússneskur togari á Rauða torginu
![]() |
Rússneskur togari, á Rauða torginu © mynd Geir Garðarsson |
07.06.2013 23:00
4 x Helga RE, Ingimundur hf., Sérstök tilviljun og ýmis fróðleikur
Geir hefur stjórnað eins og áður segir bátum með nafninu Helga og eru þær sex að tölu, sem hann hefur verið með og nafn fyrirtækisins er Ingimundur hf. Höfðu því margir gaman að því þegar kona hans var kynnt fyrir útgerðinni, því hún heitir Helga Ingimundardóttir.
Birtast hér myndir af fjórum af þessum 6 Helgum sem hann var með, en mest er þó umfjöllunin um stóra togarann, en þar koma einnig fram úrklippur með myndum um borð, enda var það mjög svo glæsilegt skip. Auk þessa birtist viðtal við þá feðga sem áttu Ingimund hf, svo og annar fróðleikur.
----

1417. Helga RE 47
---


1903. Helga II RE 373
---

2249. Helga RE 49

Dagur-Tíminn 20. feb. 1997






Dagur - Tíminn 20. feb. 1997


Morgunblaðið 11. júlí 1997



Morgunblaðið 13. ágúst 1997
---

2449. Helga RE 49

© mynd Snorri Snorrason
---
Ingimundur hf.


Morgunblaðið 11. júlí 1997---
Annar fróðleikur

© eigandi mynda og úrklippna: Geir Garðarsson
07.06.2013 21:45
Á siglingu á Rauða torginu
Rauða torgið var fyrir austurlandi og síðustu árin áður en síldin hvarf, var það oft veiðisvæði nótabátanna.
![]() |
© mynd Geir Garðarsson |
07.06.2013 20:45
Stafnes KE 130, Moby Dick og Steinunn SF 10

2459. Stafnes KE 130, 46. Moby Dick og 2449. Steinunn SF 10 í Keflavíkurhöfn © mynd Geir Garðarsson
AF FACEBOOK:
07.06.2013 19:45
Dæling í gangi
![]() |
|
Dæling í gangi © mynd Geir Garðarsson AF FACEBOOK: |
07.06.2013 19:15
Nýr bátur í Stykkishólmi: Hanna Ellerts SH 4

2579. Hanna Ellerts SH 4, í Stykkishólmi © mynd af FB síðu Hermundar Pálssonar 7. júní 2013
07.06.2013 18:45
Steinunn SF 10 - myndir og annað efni

2449. Steinunn SF 10 © mynd Jón Páll Ásgeirsson



© myndir og úrklippur í eigu Geirs Garðarssonar
07.06.2013 18:28
Franska colettan ETOLIE kom til Fáskrúðsfjarðar í dag
![]() |
Franska colettan ETOLIE kom til Fáskrúðsfjarðar í dag © mynd Óðinn Magnason, 7. júní 2013 - Nánar verður fjallað um skútuna um helgina en þetta er fyrsta slíka franska skútan sem heimsækir Fáskrúðsfjörð frá því snemma á síðustu öld
07.06.2013 17:45
Jón Garðar GK 475

Teikning Karl Olsen

Á Rauða torginu

989. Jón Garðar GK 475 © myndir í eigu Geirs Garðarssonar






