Færslur: 2013 Júní

10.06.2013 17:30

Addi afi GK 97, Diddi GK 56 og Vestri BA 63


            2106. 7427. Diddi GK 56 og 182. Vestri BA 63, í dag © mynd Sigurður Bergþórsson, 10. júní 2013

10.06.2013 14:59

Dælt milli Oddeyrar EA 210 og Súlunnar EA 300

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist á hvaða skipi Geir Garðarsson var þegar þessi mynd var tekin og skal það upplýst að þarna var hann skipstjóri á Oddeyrinni EA 210 og voru þeir að dæla milli þess skips og Súlunnar EA 300


             Dælt milli 1046. Oddeyrarinnar EA 210 og 1060. Súlunnar EA 300 © mynd Geir Garðarsson

10.06.2013 14:48

Hafsteinn Sigurðsson, á Ingvari Guðjónssyni SK 99

Nafn mannsins sem stendur um borð í Ingvari Guðjónssyni datt, því miður niður, en hann heitir Hafsteinn Sigurðsson úr Sandgerði og var á bátnum er Guðmundur Jónsson á Rafnkelsstöðum í Garði tók bátinn er Jón Garðar GK 510 sökk í janúar 1964 og leigði bátinn í nokkra mánuði.


                 Hafsteinn Sigurðsson um borð í 122. Ingvari Guðjónssyni SK 99 © mynd Geir Garðarsson, 1964

10.06.2013 14:44

Víðir Sveinsson skipstjóri

Nú birti ég þrjár færslur í röð sem innihalda meiri upplýsingar um það sem var á viðkomandi myndum, en þær birtust þegar ég birti myndir nú fyrir helgi frá Geir Garðarssyni.


          Maðurinn sem heldur hér á rekaviðadrumbinum á Jan Mayen, sem glerglasið var inn í, er Víðir heitinn Sveinsson, skipstjóri á Jóni Garðari GK. © myndina tók Geir Garðarsson, árið 1965

10.06.2013 13:45

Þórarinn KE 18, í Sandgerði


            335. Þórarinn KE 18, í Sandgerði © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1954.

Nöfn Auðunn EA 57, Björg EA 57, Smári EA 57, Sandvík GK 57, Kristín Björg RE 115, Sandvík GK 57, Þórarinn KE 18 og Þórarinn GK 3. Tekinn úr rekstri 2002.

10.06.2013 12:45

Dröfn BA 62 og Guðbjörg RE 21


                 325. Dröfn BA 62 og 1201. Guðbjörg RE 21, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

325.

Smíðaður í Bátalóni hf., Hafnarfirði 1960. Úrelding 13. okt. 1992.

Nöfn: Kvistur KÓ 13, Bjargá ÞH 102, Dröfn EA 235, Dröfn KE 6, Dröfn BA 62, Dröfn ÍS 78, Dröfn SH 141 og aftur Dröfn ÍS 78.

1201.

Smíðanúmer 27 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Sökk 15 sm. NV af Rifi 25. ágúst 2006.

Nöfn: Guðbjörg HU 21, Guðbjörg RE 21, Sigurbára VE 249, Sigurbára II VE 248, Gæfa VE 11, Gæfa SH 172, Gæfa SH 171, Gæfa GK 114, Gæfa GK 119, Sigurvin GK 119, Sigurvin SH 119 og aftur Sigurvin GK 119.

10.06.2013 11:12

Stafnes KE 130 - ennþá til Í Noregi


               235. Stafnes KE 130, í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1988

 

Smíðanr. 73 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabeikk A/S, Flekkefjord, Noregi 1963, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar.  Selt úr landi til Noregs 13. okt. 1988.  Eftir að skipið komst í norskra eigu var því breytt í tankara (brönnbat) 1988. Lengdur Noregi sennilega 2005.

Nöfn: Ásþór RE 395, Stafnes KE 130, Stafnes og Thorsland.

10.06.2013 10:45

Mánatindur GK 240 utan á Haffara GK 240




        181. Mánatindur GK 240, utan á 78. Haffara GK 240, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 1984

78.

Smíðanr. 410 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund í Stralsundi í Þýskalandi 1959. Eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar og var eitt af 12 systurskipum sem komu hingað til lands og gengu undir nafninu Tappatogarar. Afhentur nýr 1. mars 1959. Fiskiskip til 1964, þá hafrannsóknarskip og síðan aftur fiskiskip frá 1978. Yfirbyggður 1979. Endurbyggður hjá Marsellíusi á Ísafirði 1986. Komst a spjöld sögunnar i janúar 1999 er hann var gerður út kvótalaus til þess eins að fá á sig dóm. Átti að úreldast 1995, en hætt var við það og eins var búið að selja hann til Esbjerg í Danmörku í Pottinn í júní 2008, en hann fór ekki og aftur var hann seldur þangað í nóvember 2008, en fór þá ekki heldur og er enn í útgerð.

ER ÞVÍ Í DAG EINI ,,TAPPATOGARINN" SEM ENN ER TIL.

Nöfn: Hafþór NK 76, Hafþór RE 75, Haffari SH 275, Haffari GK 240, Haffari ÍS 430, Haffari SF 430, Erlingur GK 212, Vatneyri BA 238 og núverandi nafn Ísborg ÍS 250

181.

Smíðanúmer 402 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund, Austur-Þýskalandi 1958 og var eitt af 12 systurskipum sem gengu undir nafninu ,,tappatogarar" og voru teiknaðir af Hjálmari R. Bárðarsyni.

Úreldur í sept. 1983. Seldur Stálfélagin til bræðslu, en dreginn út til Grimsby í Englandi í sept. 1984.

Nöfn: Sigurður Bjarnason EA 450, Hafnarnes SI 77, Mánatindur SU 95 og Mánatindur GK 240

10.06.2013 09:45

Sandgerðingur GK 268


                          171. Sandgerðingur GK 268 © mynd af málverki Emil Páll


            171. Sandgerðingur GK 268, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll, 1988 eða 1989

Smíðanr. 173 hjá Bolsönes Verft í Molde, Noregi 1960. Úreldur 22. júlí 1989.

Nöfn: Eldborg GK 13, Reykjanes GK 50, Jóhannes Gunnar GK 268 og Sandgerðingur GK 268.

10.06.2013 08:46

Njörður ÁR 38


                    137. Njörður ÁR 38 o.fl. í Þorlákshöfn fyrir áratugum síðan


           137. Njörður ÁR 38 í Þorlákshöfn © myndir Emil Páll, öðru hvoru megin við 1990

Smíðanúmer 32 hjá Van Bennekum Zaandan, Sliedrecht, Hollandi 1960. Úreltur í sept. 1992, en settur aftur á skrá í desember 1992.

Lá í Hafnarfjarðarhöfn frá því snemma árs 2005 til október 2006. Breytt í snurvoðarbát 2006. Aftur lagt í Hafnarfjarðarhöfn fyrir nokkrum árum og stóð til að brytja hann niður fyrst í Njarðvik en í ársbyrjun var hann dreginn á uppfyllingu í Hafnarfjarðarhöfn, en veit að vísu ekki hvort búið er að brjóta hann niður þar, en staðið hefur lengst á því að á honum hvílir of mikið til að það hafi verið framkvæmanlegt

Nöfn: Gjafar VE 300, Kristján Valgeir GK 410, Sigurður Bjarni GK 410, Lárus Sveinsson SH 126, Njörður ÁR 9, Njörður ÁR 38, Jóhanna ÁR 206, Sandvíkingur ÁR 14, Þórdís BA 74, Surprise HU 19, Surprise ÍS 46 (innan við mánuð), aftur Surprise HU 19 og núverandi  eða alla vega síðasta nafn Surprise HF 8

10.06.2013 07:06

Happasæll KE 94, Rán KE 37 og Hvalsnes GK 376

 

              89. Happasæll KE 94, 728. Rán KE 37 og 865. Hvalsnes GK 376 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll á árunum 1986-88

10.06.2013 06:23

Elliði GK 445


            43. Elliði GK 445 © mynd Emil Páll, af teikningu, höfundur ókunnur

09.06.2013 22:35

Myndasyrpa af komu Etolie til Fáskrúðsfjarðar á föstudag














          Hin franska Etolie kemur til Fáskrúðsfjarðar sl. föstudag © myndir Óðinn Magnason, 7. júní 2013

09.06.2013 22:06

ICE BIRD - Eimskip

Skip þetta virðist vera tengt Eimskip, því það stendur stórum stöfum á síðum þess orðið EIMSKIP og á skorsteini þessi er merki Eimskips.








               Ice Bird  í Hollandi © mynd shipspotting, Moolen 14. maí 2013. Eins og vel sést er skipið þrælmerkt Eimskip

09.06.2013 21:35

Gústi guðsmaður

 

           Gústi Guðsmaður til sölu, ef þú átt 1,2 millur þá er Gústi þinn! © mynd og texti:  Faxagengið, faxire9.123.is í júní 2013