Færslur: 2013 Júní
11.06.2013 12:45
Pólstjarnan ÍS 85 - húsið flutt á Þorstein KE 10
724. Pólstjarnan ÍS 85, í Sandgerði © mynd Emil Páll
Smíðaður á Ísafirði 1938. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 3. nóv. 1983. Skrokkurinn var þá fluttur til Sandgerðis þar sem ýmislegt nýtilegt var tekið úr honum og síðan fargað. M.a. var stýrishúsið flutt á 357. Þorstein KE 10 sem þá var. Umræddur bátur (357) hefur sokkið tvisvar í Reykjavíkurhöfn á síðustu misserum, en nafn hans þar var Ver RE 112.
Bar aðeins þetta eina nafn Pólstjarnan ÍS 85
11.06.2013 11:10
Bliki ÞH 50

710. Bliki ÞH 50 © mynd af málverki, Emil Páll

710. Bliki ÞH 50, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður í Simrishavn, Svíþjóð 1948.
Þann 10. mars 1980, var skipið selt til Noregs upp í togara, en kaupin gengu til baka. Í september 1987 var bátnum siglt til Danmerkur til að setja upp í annan togara, en þau kaup gengu einnig til baka og báturinn kom aftur til landsins í maí 1988.
Settur síðan upp í smíði á Þór Péturssyni á Ísafirði, úreldur í ágúst 1989 og urðaður í Suðurtanganum, Ísafirði ásamt gamla lóðsbátnum á Íslafirði og Þorbirni II GK 541.
Nöfn; Ólafur Magnússon AK 102, Brandur VE 313, Mjölnir GK 323, Bliki GK 323, Bliki ÞH 50 og Bliki ÞH 269
11.06.2013 10:45
Mummi GK 120 / Mummi ÍS 366

Líkan af 685. Mummi GK 120 © mynd Emil Páll

685. Mummi GK 120 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur

685. Mummi ÍS 366 © mynd Snorrason
Smíðanúmer 5 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hljóp af stokkum 1. apríl 1946. Fórst í róðri út af Barða, Vestfjörðum 10. okt. 1964 ásamt 4 mönnum.
Var upphaflega smíðaður fyrir Björn Ólafsson frá Mýrarhúsum, en hann seldi bátinn meðan hann var í smíðum.
Nöfn: Mummi GK 120 og Mummi ÍS 366.
11.06.2013 10:38
Mögnuð mokveiði - 500 tonn á einni viku
vikari.is:
Það hefur verið sannkölluð veisla á fiskimiðunum í nágrenni Bolungarvíkur undanfarna daga en fyrstu vikuna í júní var um 500 tonna afla landað í Bolungarvíkurhöfn. Allur þessi afli kemur af dagróðrarbátum en aflabrögð línubáta hafa verið með eindæmum góð síðustu dagana.
![]() |
2519. Albatros ÍS 111 © mynd vikari.is |
Línubáturinn Hrólfur Einarsson ÍS hefur komið með mestan afla að landi eða 84,9 tonn í 6 róðrum eða 14,1 tonn að meðaltali í róðri en uppistaðan í afla bátsins þessa daga var stór og fallegur þorskur. Fríða Dagmar ÍS hefur einnig fiskað vel eða 71,4 tonn í 6 róðrum og bæði Bliki ÍS og Tryggvi Eðvarðs SH voru báðir á sama tíma með um 55 tonn, sömuleiðis úr 6 róðrum. Aðrir bátar hafa einnig fiskað vel á bæði línu og handfæri auk þess sem rúmlega 20 strandveiðibátar voru samtals með 51 tonna afla á þeim fjórum dögum sem veiðar voru leyfðar.
11.06.2013 09:45
Jón Oddsson GK 14

620. Jón Oddsson GK 14 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur
Smíðaður á Ísafirði 1960. Helga Björg HU 7, kom með bátinn, logandi til hafnar í Keflavík, 25. ágúst 1971, eftir að eldur hafði komið upp úti á miðunum. Báturinn var síðan tekinn upp í Dráttarbraut Keflavíkur þar sem það átti að endurbyggja hann, en hann var þó dæmdur ónýtur árið eftir. Þeir hjá Dráttarbrautinni ætluðu samt að endurbyggja bátinn og stóð hann uppi í slippnum í Keflavík í mörg ár, en aldrei varð sú raunin á og var hann að lokum brenndur í slippnum
Nöfn: Hjálmar NK 3 og Jón Oddsson GK 14
11.06.2013 08:50
Hrönn GK 240

589. Hrönn GK 240 © mynd af teikningu Emil Páll
Smíðanr. 3 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1944. Dæmd ónýt vegna fúa 6. sept. 1967. Rennt á land á Fitjum í Njarðvík, rétt sunnan við Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og brennd þar. Flakið var hálfbrunnið þar til 20. sept. 1990 að það var fjarlægt.
Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og var þetta fyrsti báturinn sem hann teiknaði og smíðaði.
Nöfn: Hrönn GK 240 og Hrönn HU 15.
11.06.2013 07:05
HÓLMSTEINN GK 20 FYRIR BREYTINGAR OG FREYJA GK 364 FYRIR SÖLU ERLENDIS

573. Hólmsteinn GK 20, í Sandgerðishöfn, áður en hvalbakur var settur á bátinn og stýrishúsinu breytt

573. Hólmsteinn GK 20, í Njarðvikurhöfn, nú varðveittur á Garðskaga og 1209. Freyja GK 364 sem seld var til Írlands og þaðan til Króatíu © myndir Emil Páll
11.06.2013 06:19
Hjördís GK 32 og Katrín GK 98 - Katrín er í dag Lundi RE 20
![]() |
570. Hjördís GK 32 og 950. Katrín GK 98 í Sandgerði © mynd Emil Páll, fyrir áratugum. - Katrín er í dag Lundi RE 20.
10.06.2013 22:35
Dísanna, Elva Björk, Þórdís, Kópur, Ra, Nonni og Mjallhvít
Þessa syrpu tók ég er ég stoppaði í dag í nokkrar mínútur í Sandgerðishöfn. Bæði eru hér um að ræða báta sem eru að koma inn til löndunar, bátar sem eru búnir að landa og eru á leið í legupláss sitt, bátar sem eru búnir að taka olíu og eru á leið í leguplássið og síðan bátar sem ýmist voru bundnir við bryggju eða í leguplássi sínu.

5972. Dísanna HF 63, 6569. Óskar KE 161 og 5907. Fengur SU 33



5978. Elva Björk KE 33




6159. Þórdís GK 198


6443. Kópur HF 29



6488. RA KE 11



6634. Nonni GK 129




7206. Mjallhvít KE 6
Í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 10. júní 2013
10.06.2013 22:00
Hamar GK 32
![]() |
|
Smíðaður hjá A/S Rawn Byberg í Esbjerg, Danmörku 1956, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Lagt í Sandgerðishöfn, eftir að vélin hrundi í okt. 1996 og átti að vera skráður sem skemmtibátur frá 1998 og breytast í þá veru. Af því varð þó aldrei, heldur lá báturinn áfram í höfninni og sökk þar nánast 28. mars 2004, en Slökkvilið Sandgerðis dældi úr honum. Um mánaðarmótin apríl/maí 2006 var báturinn talinn ónýtur og settur á land í uppfyllingunni fyrir ofan Suðurgarðinn. Nöfn: Hamar GK 32, Hamar SH 224, Hólmsteinn ÁR 27, Óli KE 16 og Mummi KE 30 |
10.06.2013 21:10
Neskaupstaður í dag: Eems Sprinter, Hafdís SU 220, Bergur Vigfús GK 43 og Von GK 113


EEMS SPRINTER

2400. Hafdís SU 220, 2746. Bergur Vigfús GK 43 og 2733. Von GK 113
© myndir Neskaupstað í dag, Bjarni Guðmundsson, 10. júní 2013
10.06.2013 20:45
Djúpivogur: Litli Nebbi nú Stóri Nebbi, Goði SU, Sækóngur NS, Stormur SH og Freyr SU

Litli Nebbi, sem heitir nú eftir stækkunina Stóri Nebbi

Dittað að Goða SU

Sækóngur NS klár í strandveiðarnar

Stormur SH, við bryggjuna

Freyr SU að leggja að bryggju eftir löndun
© myndir Djúpivogur.is, Ólafur Björnsson
10.06.2013 19:45
Farsæll GK 162
![]() |
402. Farsæll GK 162, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll |
Smíðaður í Bátastöð Jóhanns L. Gíslasonar, Hafnarfirði 1961. Úreldur 14. maí 1991.
Nöfn: Farsæll GK 162, Fengsæll GK 262, Ingólfur GK 125 og Ingólfur HU 125
10.06.2013 18:45
Þröstur KE 51 - í dag Maron HU 522 o.fl. í Þorlákshöfn
Hér kemur ein nokkra tuga ára gömul úr Þorlákshöfn og fremst sést 363. Þröstur KE 51, en hann er í dag elsti stálfiskibáturinn á landinu og ber nafnið Maron HU 522
![]() |
363. Þröstur KE 51 - heitir í dag Maron HU 522 og er elsti stálfiskibátur landsins, hér í Þorlákshöfn fyrir einhverjum áratugum auk fleiri báta © mynd Emil Páll |
10.06.2013 18:10
Sæljós, Halldóra, Askur, Ragnar Alfreð, Sædís Bára, Jón Pétur, Bliki og Drífa

Þessir eru báðir frá sama útgerðaraðilanum: 1511. Ragnar Alfreð GK 183 og 2829. Sædís Bára GK 88

2033. Jón Pétur RE 411, 6595. Bliki SU 24 og 795. Drífa GK 100


1315. Sæljós GK 2, að koma inn

1745. Halldóra GK 40

1811. Askur GK 65
Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 10. júní 2013





