Færslur: 2013 Júní
12.06.2013 07:00
Gullþór KE 87
721. Gullþór KE 87, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll
Smíðaður á Seyðisfirði 1946. Stækkaður 1949. Brenndur á áramótabrennu í Keflavík 31. des. 1986.
Nöfn: Pálmar NS 11, Pálmar RE 7, Valur RE 7, Guðmundur Þór SU 121, Dalaröst NS 56, Stakkafell SK 10, Haftindur HF 123, Sigurbjörg VE 62 og Gullþór KE 87.
12.06.2013 06:13
Víðir KE 4

406. Víðir KE 4, í Njarðvík © mynd Emil Páll 1985
Smíðaður á Ísafirði 1962. Úreltur 3. okt. 1994 og settur á leikvöll.
Erling Brim Ingimundarson benti mér á þá skemmilegu sögu að báturinn er smíðaður af Gunnari Sigurðssyni, heima á hlaði hjá honum. Gunnar er tengdafaðir Rabba Odds, sem heitir fullu nafni Jón Rafn Oddsson. Þessi sami Rabbi lét smíða í Bátalóni bát sem hann lét heita í höfuð tengdaföður síns Gunnar Sigurðsson ÍS 13.
Nöfn: Farsæll ÍS 13, Farsæll ÍS 522, Farsæll RE 2, Snarfari SI 13, Snarfari SH 58, Snarfari HF 112, Víðir KE 4, Keilir KE 11, Kópur EA 325 og Kópur BA 126.
11.06.2013 23:00
Dísa GK 93, María KE 16, Alla GK 51, Tveir Ásar HF 20, Stakkur SH 503 og Bára KE 131



5940. Dísa GK 93



6707. María KE 16




7105. Alla GK 51


7201. Tveir Ásar HF 20




7205. Stakkur SH 503


7298. Bára KE 131
Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 11. júní 2013
11.06.2013 22:24
Þórkatla II GK 197 og Helgi S. KE 7
![]() |
1013. Þórkatla II GK 197 og 76. Helgi S. KE 7 í Njarðvík, fyrir áratugum © mynd Emil Páll
11.06.2013 21:31
Örn KE 13 og Þórir SF 77 í Njarðvik
![]() |
1012. Örn KE 13 og 1236. Þórir SF 77 í Njarðvík © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum
11.06.2013 20:34
Þuríður Halldórsdóttir GK 94 í slipp - í dag Röst SK 17
![]() |
1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 262 hjá Lindstöls Skips & batbyggeri A/S, í Risör, Noregi 1966. Breytt í skutskip á Ísafirði 1970. Yfirbyggður hjá Stálvík hf. Garðabæ 1986. Úreldingastyrkur samþykktur 12. jan. 1995, en var ekki notaður.
Nöfn: Sóley ÍS 225, Sóley ÁR 50, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og núverandi nafn Röst SK 17.
11.06.2013 19:30
Pétur Ingi KE 32
![]() |
972. Pétur Ingi KE 32, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 408 hjá Veb. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1965.Yfirbyggður í Noregi 1982. Lengdur og umfangsmiklar breytingar gerðar hjá Nordship í Gdynia í Póllandi 1998. Veltitankur settur í hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007.
Selja átti skipið til Skagstrendings hf. Skagaströnd í maí 1991, en Patrekshreppur neytti forkaupsréttar.
Upphaflega stóð til að Baldur hf., Keflavík keypti bátinn, en þeir fengu ekki fyrirgreiðslu til þess.
Vísir hf. hafði skipið á leigu í fjögur ár sem Garðey SF eða þangað til þeir keyptu skipið.
Nöfn: Þorsteinn RE 303, Hafrún ÍS 400, Hafrún BA 400, Pétur Ingi KE 32, Stjörnutindur SU 159, Lýtingur NS 250, Vigdís BA 77, Haraldur EA 62, Ásgeir Guðmundsson SF 112, Atlanúpur ÞH 270, Garðey SF 22, Kristín GK 157 og núverandi nafn Kristín ÞH 157.
11.06.2013 18:35
Boði GK 24

971. Boði GK 24, í Njarðvík © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 407 hjá V.E.B. Elbe-Werdt G.m.b.H, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður Noregi 1986.
Stakksvík hf., Keflavík var með skipið á leigu frá því að Íslenskir aðalverktakar eignuðust skipið og þar til leigusamningurinn rann út 4. jan. 1995.
Úreldingastyrkur samþ. 12. jan. 1995, en ekki notaður.
Nöfn: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364, Boði KE 132, Boði GK 24, Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95, Sævík GK 257, Valur ÍS 82, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og núverandi nafn: Fram ÍS 25
11.06.2013 17:38
Sigurjón GK 49

963. Sigurjón GK 49 © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 90 hjá Fredrikshavn Skipsbyggeri A/S, Fredrikshavn, Danmörku 1963.
Báturinn var seldur til Noregs 1995. eftir úreldingu hér heima þ. 21. mars 1995. Kaupandi var íslendingurinn Lárus Ingi Lárusson sem bjó í Stavanger í Noregi. Ætlaði hann að gera bátinn upp í Noregi til endursölu. Þá hafði hann búið ytra í 12 ár. Sigldi hann bátnum út í samfylgd annars sem hann hafði einnig keypt í sama tilgangi (nr. 643). Lagði hann af stað frá Vestmanneyjum í lok sept. 1995 og komst með aðstoð færeyskt varðskips til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan var síðan haldið áfram til Noregs 29. sept.
Nöfn: Ágúst Guðmundsson II GK 94, Sigurjón GK 49, Ver NS 400, Jónína ÍS 93, Jóhannes Ívar KE 85 og Júlíus ÁR 111, en um nöfn eftir ferðina til Noregs er ekki vitað.
11.06.2013 16:45
Þorsteinn EA 15 - nú Þorsteinn GK 15 - og er elsta fiskiskip íslendinga

926. Þorsteinn EA 15 © mynd af teikningu frá 1952, Emil Páll
Smíðaður í Falkenberg, Svíþjóð 1946. Ný brú Akureyri 2010.
Er í dag elsta fiskiskip Íslendinga.
Nöfn: Þorsteinn EA 15 og núverandi nafn Þorsteinn GK 15, með heimahöfn á Raufarhöfn
11.06.2013 16:28
Sandgerði í dag

7105. Alla GK 51 og 6707. María KE 16, í Sandgerði í dag

7202. Stakkur SH 503 og 7105. Alla GK 51 í Sandgerði í dag - í kvöld kemur myndasyrpa af þessum bátum á siglingu og fleiri bátum til viðbótar - © myndir Emil Páll, 11. júni 2013
11.06.2013 15:54
Villi ÞH 214 / Lilli Lár GK 413
890. Villi ÞH 214, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll 1983

890. Villi ÞH 214 o.fl., í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll 1983
890. Lilli Lár GK 413, siglir inn Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll 1984
Smíðaður í Reykjavík 1961. Skemmdist af eldi í Patreksfjarðarhöfn 7. okt. 1971. Dæmdur ónýtur, en settur aftur á skrá eftir að hafa verið endurbyggður á Patreksfirði 1971-1973. Fargað 20. des. 1991.
Nöfn: Víkingur GK 331, Víkingur II GK 331, Kópur KE 132, Elín Einarsdóttir BA 89, Villi AK 50, Villi ÞH 214, Lilli Lár GK 413, Bliki ÁR 40 og Bliki ÁR 400.
11.06.2013 14:45
Gulltoppur ÁR 321


874. Gulltoppur ÁR 321, að koma inn til Þorlákshafnar © myndir Emil Páll
Smíðaður í Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, á Akureyri 1942. Talinn ónýtur 12. sept. 1990 en í stað förgunar var hann fluttur á leiksvæði fyrir börn á Breiðdalsvík og er þar enn.
Nöfn: Ver NK 19, Grímur ÞH 25, Gulltoppur GK 321, Gulltoppur ÁR 321, Kambavík SU 24 og Kambavík HF 344.
11.06.2013 14:27
Moby Dick ex Fagranes ex Tony ex Moby Dick ex Fjörunes ex Fagranes


46. Moby Dick í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, þar sem verið er að klára viðhald á skipinu og setja það í Moby Dick litinn © myndir Emil Páll, í dag, 11. júní 2013
Smíðanr. 54 hjá Ankerlökken Verft A/S í Florö í Noregi 1963. Seldur úr landi til Grænhöfðaeyja í maí 2009 og stóð til að Ísafold sem einnig var seld á sama stað myndi draga bátinn. Ekkert varð af því og eru bæði skipin áfram íslensk. Þetta skip fór á uppboð eftir að hafa verið komið með nafni Tony og var slegið Skipasmíðastöð Njarðvíkur, sem skráðu skipið þá sínu gamla nafni Fagranes. Nú hefur skipið verið leigt aðila úr Reykjanesbæ sem mun gera það út til hvalaskoðunar með nafninu Moby Dick
Nöfn: Fagranes, Fjörunes, Moby Dick, Tony, Fagranes og núverandi nafn Moby Dick
11.06.2013 13:45
Ari Einarsson GK 400
865. Ari Einarsson GK 400 © mynd af teikningu, Emil Páll
Smíðaður á Seyðisfirði 1947. Talinn ónýtur vegna fúa 1967, en stóð þó áfram uppi hjá Bátanausti hf. í Reykjavík og var þar að lokum endurbyggður og settur aftur á skrá 1971. Úreltur 10. apríl 1992. Brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992.
Nöfn: Einar Hálfdáns ÍS 8, Völusteinn ÍS 8, Völusteinn ST 50, Uggi VE 52, Ari Einarsson GK 400, Friðgeir Trausti GK 400, Vikar Árnason KE 121, Hvalsnes GK 376, Eyvindur KE 37, Eyvindur KE 371 og Guðmundur Ingvar KE 40.




