Færslur: 2013 Júní
12.06.2013 18:45
Erling KE 45

1361. Erling KE 45, í Njarðvikurhöfn fyrir lengingu © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 34 hjá A/S Eidsvik Skipsbyggeri, Uskedalen, Noregi 1969. Yfirbyggður og breytt úr togskipi í nótaskip hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1978. Lengdur 1986 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Stykkið sem sett var í Erling KE í Njarðvíkurslipp var smíðað upp í sveit í Danmörku og flutt hingað til lands. Strandaði á Bogarboða utan við Hornafjörð 11. des. 1990 og sökk.
Nöfn: Stjernöysund, Pétur Jóhannsson SH 207, Seley SU 10 og Erling KE 45
12.06.2013 18:01
Sveinn Jónsson KE 9

1342. Sveinn Jónsson KE 9 © mynd af málverki, Emil Páll
Smíðanúmer 53 hjá Storviks, Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1973. Seldur úr landi til Cape Town í Suður-Afríku í júni 2000.
Sjöstjarnan hf. gekk inn í kaupin eftir eftir að togarinn hafi nýlega verið gefið nafnið Afford og því var það fyrirtæki í raun fyrstu útgerðaraðilar og eigendur togarans.
Dagstjarnan var fyrsti skuttogari Suðurnesja og kom fyrst til Njarðvíkur 14. nóvember 1973.
Nöfn: Afford, Dagstjarnan KE 9, Sveinn Jónsson KE 9 og núverandi nafn: Sveinn Jónsson OTA-747-D
12.06.2013 17:45
Ragnar Ben ÍS 210

1310. Ragnar Ben ÍS 210, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 1982 eða 3
Smíðaður á Skagaströnd og afhentur á vormánuðum 1973. Í nóvember 1983 strandar báturinn á skeri við Brimnes, rétt vestan Hellisands, og sökk á svipstundu. Fjögurra manna áhöfn bátsins komst við illan leik upp á skerið og var síðan bjargað heilum á húfi til lands.
Nöfn: Jörfi ÞH 300 og Ragnar Ben ÍS 210
12.06.2013 17:10
Selur á Stakksfirði í dag
Selur var á Stakksfirði í dag og síðan í Njarðvik. JÁ menn fengu að sjá sel á Stakksfirði í dag, en þó ekki sjávardýrið, heldur var verið að prufukeyra prammann Sel og tók ég mynd af honum svo og aðra er hann var kominn að bryggju í Njarðvik.

5935. Selur, á Stakksfirði í dag

5935. Selur kominn úr prufusiglingunni og að bryggju í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll, 12. júní 2013
12.06.2013 16:51
Sandgerði í dag: Lilja BA 107, Elí GK 35 og Brynjar KE 127



1762. Lilja BA 107



6915. Elí GK 35




7255. Brynjar KE 127
Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 12. júní 2013
12.06.2013 16:45
Ósk KE 5
1305. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 13 hjá Skipavík hf. Stykkishólmi 1973 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Eftir að báturinn komst í eigu Kóps ke 8 ehf,í sept. 2005, lá báturinn mest við bryggju í Sandgerði, eða þar til hann var seldur til Bolungarvíkur og átti þá að nota hann til siglinga fyrir ferðamenn um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði og kom hann þangað vestur 14. júlí 2005 og hefur síðan legið þar við bryggju.
Nöfn: Auðbjörg HU 6, Auðbjörg EA 22, Ósk KE 5, Ósk II KE 5, Björgvin GK 26, Björgvin á Háteigi GK 26, Benni Sæm GK 26 og Garðar GK 53.
12.06.2013 16:13
Freyja GK 364
![]() |
1209. Freyja GK 364, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 45 hjá Skipasmíðastöð Marselliusar Bernhardssonar,
Ísafirði 1972. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Stál hf., Seyðisfirði 1988.
Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík 2. mars 1972. Seldur til
Írlands 20 des. 1994 og þaðan til Króatíu 2004.
Nöfn: Ólafur Sólimann KE 3, Pólstjarnan KE 3, Freyja GK 364. Freyja SO
(Írlandi), Kelly J (Írlandi) Keli (Króatíu) Ekkert vitað um hann eftir
2004.
12.06.2013 14:45
Jón Gunnlaugs GK 444

1204. Jón Gunnlaugs GK 444, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík og hljóp af stokkum, 1972
Nöfn: Jón Gunnlaugs GK 444, Jón Gunnlaugs ÁR 444 og nú í vor fékk hann nýja skráningu en heldur nafninu og er því: Jón Gunnlaugs ST 444
12.06.2013 13:45
Guðmundur Arnar KE 200

1185. Guðmundur Arnar KE 200, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 18 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði 1984.
Báturinn var tiltölulega nýkominn úr vélaskiptum og miklum endurbótum, er hann sökk í Sandgerðishöfn 1984. Náð upp strax og endurbyggður að nýju.
Afskráður sem fiskiskip 2006. Brenndur á áramótabrennu 31. des. 2008, á Hauganesi við Skutulsfjörð.
Nöfn: Ásgeir ÞH 198, Róbert RE 27, Emma GK 46, Látraröst ÁR 198, Hinrik ÁR 198, Hinrik KE 200, Guðmundur Arnar KE 200, Ásborg RE 15, Ásborg BA 109, aftur Ásborg RE 15, Ásborg BA 169, Ásborg BA 84 og Sigurjón BA 23.
12.06.2013 12:45
Hrönn GK 102 o.fl. í Reykjavík

1078. Hrönn GK 102 o.fl. í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Bátalóni, Hafnarfirði 1969. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 17. feb. 1993.
Nöfn: Arnar VE 173, Bryndís KÓ 8, Bryndís ST 29, Haraldur EA 62, Páll Helgi ÍS 89, Hrönn RE 58, Hrönn ÓF 58, Hrönn RE 70, Hrönn GK 102, Enok AK 8, Akurey RE 201, Akurey AK 81, Sunna AK 6 og Sunna II AK 366
12.06.2013 11:13
Arnarborg GK 75 - í dag Elding

1047. Arnarborg GK 75 © mynd tekin af málverki, Emil Páll
Smíðanúmer 3 hjá Stálskipasmiðjunni hf., Kópavogi 1967, eftir teikningum af kanadískum tundurskeytabáti. Lengdur Hafnarfirði 1971. Endurbyggður af Þorgeir Jóhannssyni, bróður Hafsteins Jóhannssonar upphaflegs eiganda, í Kópavogshöfn 1995-1996 og breytt þá í skemmtibát.
Til ársins 1971 var báturinn björgunarskip, þá fiskiskip til ársins 1981, dráttarskip til 1995, skemmti- og dráttarskip fram í maí árið 2000, en þá var það skrá sem skemmtiskip fyrir 100 farþega.
Meðan Þorgeir stóð að endurbótum var skipið tekið af skrá 20. janúar,1995 til geymslu og síðan endurskráð 1996. Skipið hafði þá legið í Kópavogshöfn frá 1994.
Heimahafnir skipsins hafa verið: Þaravellir, Sandgerði, Reykjavík, aftur Sandgerði, Hafnarfjörður og nú Reykjavík.
Nöfn: Elding MB 14, Hafaldan MB 14, Arnarborg GK 75, Arnarborg EA 316, Arnarborg, Orion og núverandi nafn: Elding
12.06.2013 10:27
Dagfari ÞH 70
![]() |
1037. Dagfari ÞH 70 © mynd af teikningu Emil Páll |
Smíðanúmer 443 hjá Veb. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur og yfirbyggður 1977. Endurbyggður í Stálvík hf., Garðabæ frá okt. 1978 til mars 1979, eftir bruna út af Vestfjörðum í okt. 1978. Stytting 1996. Seldur í brotajárn 2005. Rifinn í febrúar 2006. Dró út með sér Sindra
Nöfn: Dagfari ÞH 70, Dagfari GK 70 og Stokksey ÁR 40.
12.06.2013 10:00
Arney KE 50
![]() |
1014. Arney KE 50 © mynd Emil Páll, af annarri mynd |
Smíðanúmer 21 hjá Brattvag Skipsinnredning A/S, Brattvaag, Noregi 1966, eftir teikningur Stefáns Jónssonar, Yfirbyggður hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1982.
Nöfn: Ársæll Sigurðsson GK 320, Arney KE 50, Auðunn ÍS 110, Nansen ÍS 16, Steinunn SF 10, Ársæll SH 88, Dúi ÍS 41 og núverandi nafn: Ársæll ÁR 66.
12.06.2013 08:47
Sigurður Þorkelsson ÍS 200


923. Sigurður Þorkelsson ÍS 200, í Njarðvikurhöfn, eftir að hafa verið sjósettur að lokinni endurbótum þar sem hann var gerður að frambyggðu skipi © myndir Emil Páll, 1985
Smíðaður hjá Fredrikssund Skipsværf, Frederikssund, Danmörku 1957, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Meðan báturinn bar Ásmundarnafnið var hann tekinn á leigu til smyglferðar til Belgíu, þar sem hann var fylltur af áfengi aðallega Seniver og var búið að skipa því í land hérlendis, er upp komst um málið.
Samkvæmt lögum er það flutningstæki sem flytur ólöglegan farm til landsins að stærstum hluta gert upptækt til Ríkissjóðs. Þó eigandinn í þessu tilfelli væri að öllu leiti saklaus varð Alþingi að gefa undanþágu frá þessu og voru sérstök lög þess efnis samþykkt frá Alþingi.
Eftir þetta var fékk báturinn gælunafni Seniver, sumir sögðu Seniver-báturinn, aðrir Seniverdallurinn og annað í þá veru.
Samþykkt var heimild 3. okt. 1994 til að úrelda bátinn, en af því varð þó ekki.
Báturinn lá við bryggju eftir að gírinn hrundi í honum. Fyrst í Sandgerði en eftir eigandaskipti var hann dreginn til Njarðvíkur. Átti eftir að skipt hafði verið um gír að hefja útgerð á hann að nýju, en ekkert varð af því og því lá hann í Njarðvikurhöfn þar til að hann var tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvikur og út kom Orri ÍS 180, sem fór síðan eftir nokkra mánuði á rækjuveiðar fyrir norðurlandi, þar sem hann hefur verið í haust.
Endurbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1976 - 1979 að verkið stöðvaðist. Í janúar 1982 var ákveðið að farga bátnum þar sem Fiskveiðasjóður vildi ekki fjármagna endurbæturnar á bátnum. Aldrei varð þó gert í málinu og hófust endurbætur aftur í júní 1984 og lauk þeim 17. febrúar 1985. Var hann þá m.a. yfirbyggður og breytt í frambyggt skip.
Nöfn: Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36, Ásmundur GK 30, Flosi ÍS 15, Sólrún GK 61, Símon Gíslason KE 155, Sigurður Þorkelsson ÍS 200, Skálaberg ÞH 244, Hlíðar Pétur NK 15, Stakkanes ÍS 72, Gísli Júl ÍS 262, aftur Hlífar Pétur NK 15, Sunna Björg HF 87, Kolbrún ÍS 74, Freyja GK 364, Röstin GK 120 og núverandi nafn: Orri ÍS 180
12.06.2013 08:40
Elding II tók farþega í Keflavík í morgun
![]() |
7489. Elding II, í Reykjavíkurhöfn. En skipið tók farþega í Keflavík í morgun, en þar sem ég var ekki með myndavélina með mér læt ég duga að birta þessa mynd © mynd MarineTraffic, Helmut Seger, 19. sept. 2012 |




