Færslur: 2013 Júní

13.06.2013 15:45

Sigurbjörg KE 14 o.fl.


                              740. Sigurbjörg KE 14, í Keflavíkurhöfn, 1977


                 740. Sigurbjörg KE 14 o.fl. í Keflavíkurhöfn snemma á 8. áratug síðustu aldar © myndir Emil Páll

Smíðuð í Danmörku 1946.


Sigrún AK 71 lenti í miklum hrakningum á norðaverðum Faxaflóa 4. - 5. janúar 1952 ( sjá Víking bls. 11, 1. - 2. tbl. 1952).

Úrelding 3. nóv. 1986. Þegar átti að farga bátnum fóru menn með hann norður fyrir Rit og opnuðu þeir ventla en vegna veðurs vildu þeir ekki hanga yfir honum meðan hann færi niður. Endalok bátsins hafði verið fyrirséð og því var hann skilinn eftir sökkvandi á reki.
Versnandi veður mun hinsvegar hafa valdið því að sú gamla rak upp, fyrr en varði og brotnaði þar í spón. Það mun svo hafa verið ærinn starfi hjá Landhelgisgæslunni, ásamt fleirum að hirða stórviði úr bátnum á reki um allan sjó.

Nöfn: Sigrún AK 71, Sigurbjörg KE 98, Sigurbjörg KE 14 og Sigrún KE 14

13.06.2013 15:15

Hraunsvik GK 68, Þórveig GK 222, Hannes lóðs VE 7 og sennilega Sigurbjörg KE



            727. Hraunsvík GK 68, 373. Þórveig GK 222, 544. Hannes lóðs VE 7 og sennilega 740. Sigurbjörg KE,  í Dráttarbraut Keflavíkur,  í upphafi 8. áratugs síð. aldar © mynd Emil Páll

13.06.2013 14:45

Hannes lóðs VE 7 og Þórveig GK 222


               544. Hannes lóðs VE 7 og 373. Þórveig GK 222, í Dráttarbraut Keflavíkur, snemma á 8. áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll

544.

Smíðaður í Svíþjóð árið 1956. Dæmdur ónýtur 1976.

 Nöfn: Hannes lóðs VE 200, Hannes lóðs RE 15 og Hannes lóðs VE 7


373.

Smíðaður á Ísafirði 1943. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 11. des. 1979

Nöfn: Ásbjörn MB 90, Ásbjörn AK 90, Dreki RE 134, Þórveig GK 222 og Trausti ÁR 71

13.06.2013 12:47

Muninn GK 342


          691. Muninn GK 342 o.fl, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1979

Smíðaður í Gilleleje, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík

Seldur úr landi til Svíþjóðar 26. sept. 1979.

Bar aðeins þetta eina nafn: Muninn GK 342

13.06.2013 11:07

Moby Dick í hvalaskoðun og ábendingar úr landi


                 46. Moby Dick, í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 13. júní 2013

Fyrirtækið Hvalaskoðun Keflavíkur mun nú innan nokkra daga hefja skipulegar hvalaskoðunarferðir frá Keflavík á Moby Dick. Að sögn Helgu Ingimundardóttur, forstjóra fyrirtækisins er búið að fullráða áhöfn á skipið, en auk áhafnarmiðlima verður um borð fulltrúi frá Rannsóknarteymi sem staðsett er á Garðskaga og þaðan munu berast boð til skipsins um hvar séu hvalir og þá er hægt að sigla beit á staðinn. Teymi þetta fylgist með ferðum hvala á svæðinu.

Eins og ég sagði frá fyrir nokkrum dögum er hér á ferðinni hvalaskoðunar skip sem áður bar þetta nafn, en var upphaflega farþegaskipið Fagranes sem gert var út við Ísafjarardjúp.


              Helga Ingimundardóttir, forstjóri Hvalaskoðunar Keflavíkur, við hlið Moby Dick í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 13. júní 2013

13.06.2013 10:31

Gullborg VE 38 utan á Sigfúsi Bergmann GK 38


         490. Gullborg VE 38, utan á 179. Sigfúsi Bergmann GK 38, í Reykjavíkurhöfn, snemma á 8. áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll

Gullborgin, er nú varðveitt og stendur við Víkina í Reykjavík, en Sigfús Bergmann var seldur úr landi og síðast þegar ég vissi var hann enn til og þá gerður út frá Danmörku

13.06.2013 09:46

Örn KE 14, í sleðanum í morgun






           2313. Örn KE 14, á leið í sleðann í Njarðvikurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 13. júní 2013

13.06.2013 09:43

Torm Louse í Helguvík í morgun


            Torm Louse, í Helguvík í morgun © mynd Emil Páll, 13. júní 2013

13.06.2013 08:58

Freyja GK 364


             426. Freyja GK 364, í Keflavíkurhöfn á 8. áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll

 Smíðaður í Gilleleje í Danmörku 1958. Brann og sökk út af Meðallandi 25. maí 1983.

Nöfn: Freyja ÍS 364, Freyja GK 364, Pólstjarnan KE 3 og Jóhanna Magnúsdóttir RE 74.

13.06.2013 07:01

Ísafold mun hefja siglingar milli lands og eyja

mbl.is:

Fyrirtækið Viking Tours hefur fest kaup á 177 tonna farþegaskipi og stefnt er að því að hefja siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar nú í sumar. Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi Viking Tours, segir mikla þörf hafa verið á farþegaskipi sem þessu en með tilkomu þess verður hægt að bjóða oftar upp á siglingar til og frá Vestmannaeyjum en verið hefur.

Siglingar hefjast þegar búið er að breyta skipinu fyrir úthafssiglingar en það verður gert í Vestmannaeyjum

13.06.2013 07:00

Freyja VE 125


        421. Freyja VE 125, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll, snemma á 8. áratug síðustu aldar

Smíðaður í Fredrikssund, Danmörku 1930.  Úreldingasjóður 25. okt. 1982.

Nöfn: Sigurður Gunnarsson GK 525, Freyja RE 225, Freyja GK 275, Freyja SH 140, Freyja BA 272, Freyja RE 307, Freyja KE 42, Freyja VE 125 og Sigurður Þorkelsson ÍS 200

13.06.2013 06:09

Særún GK 309


                 842. Særún GK 309, í Innri - Njarðvík © mynd Emil Páll, 1974 -1978

Smíðaður í Noregi 1959 og dekkaður í Garðabæ og skráður sem fiskiskip 1961. Dæmdur ónytur 18. des. 1975, en gerður upp af Guðmundir Jónssyni, í Njarðvik 1979. Talinn ónýtur

Nöfn: Særún GK 309, Særún ÍS 309, Særún KE 248, Særún RE 409, Haraldur Sæmundsson BA 311 og Haraldur Sæmundsson BA 311

12.06.2013 23:00

Sjóstund og léttleiki á Fáskrúðsfirði

Hér kemur vikugömul myndasyrpa sem Óðinn Magnason, tók á Fáskrúðsfirði í sól og blíðu.
























































                        © myndir Óðinn Magnason, Fáskrúðsfirði 5. júní 2013

12.06.2013 22:30

Torm Louse í Helguvík

Þetta olíuskip er um það bil að leggjast að í Helguvík.

                 Torm Louse © mynd MarineTraffic, Marij. 29. sept. 2009

12.06.2013 19:00

Togari bakkaði á fiskibát og báðir steinsukku í höfninni. Myndræn frásögn og saga beggja skipanna

Þann 13. janúar 1986, bakkaði togarinn Þórhallur Daníelsson stjórnlaust á Hafnarey SF 36 í Hornafjarðarhöfn og steinsukku bæði skipin. Hér á eftir mun ég birta myndir frá atburðinum svo og sögu og myndasyrpur beggja skipanna.

                                                         Óhappið


     1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 lagðist á hliðina og neðst í vinstra horninu sést yfirbygging 469. Hafnareyjar SF 36


    1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 á hliðinni í höfninni og til hliðar við hann má sjá 469. Hafnarey SF 36, sokkna við bryggjuna ( aðeins stýrishúsið og möstrin sjást).


    1449. Þórhallur Daníelsson á hliðinni og sokkinn í höfninni © myndir Hilmar Bragason

Eins og segir fyrir ofan myndirnar bakkaði togarinn stjórnlaust á Hafnarey og sukku bæði skipin, auk þess sem togarinn lagðist á hliðina í Hornarfjarðarhöfn 13. janúar 1986. Framhald málsins kemur fram undir umsögnum og myndum af skipunum.

                            Erlingur GK 6 / Þórhallur Daníelsson SF 71


   
1449. Erlingur GK 6, í Keflavíkurhöfn, en þangað kom hann nýr. © mynd Emil Páll, 23. desember 1975


                                  1449. Erlingur GK 6 © mynd úr Ægi


                                 Líkan af Erlingi GK 6 © mynd Emil Páll


                   1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 © mynd Þór Jónsson


                1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 © mynd Þór Jónsson


                         1449. Þórhallur Daníelsson SF 71 © mynd Þór Jónsson

Smíðanúmer 59 hjá Sterkoder Mekverksted, Kristiansund, Noregi 1975. Seldur úr landi til Nýja Sjálands 19. nóvember 1993. Stækkaður og breytt í flutningaskip fyrir lifandi nautgripi og önnur dýr 2009.

Togarinn kom í fyrsta sinn hingað til lands, til Keflavíkur á Þorláksmessu, 23. desember 1975. Þann 23. mars 1976 kom hann fyrst til löndunar í Sandgerði og var þá fyrsti togarinn sem þangað hafði komið að bryggju.

Eftir að hafa verið bjargað úr höfninni var gert við hann og var hann síðan gerður út undir þessu sama nafni til ársins 1992.

Nöfn: Erlingur GK 6, Þórhallur Daníelsson SF 71, Baldur EA 71 og Baldur og heldur hann því nafni erlendis enn þann dag í dag.

                                     
                              Lyngey SF 61 / Hafnarey SF 36



                       469. Lyngey SF 61 © mynd Snorrason


                          469. Hafnarey SF 36 © mynd Hilmar Bragason


                               469. Hafnarey SF 36 © mynd Þór Jónsson


                          469. Hafnarey SF 36 © mynd Snorrason


   469. Hafnarey SF 36, í Keflavíkurhöfn, eftir að honum hafði verið bjargað úr höfninni á Hornarfirði og siglt suður © mynd Emil Páll, 1986.


Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1961. Tekinn af skrá 1986.

Eftir að hann sökk í höfninni eins og áður hefur verið sagt frá var honum bjargað upp og gefinn Björgunarfélaginu á staðnum, sem seldi hann til Dráttarbrautar Keflavíkur, sem ætlaði að gera hann upp. Var bátnum siglt fyrir eigin vélarafli til Keflavíkur,
Báturinn fékkst hinsvegar ekki skráður á ný og stóð í stappi í nokkurn tíma og á meðan stóð báturinn uppi í Keflavíkurslipp. Þegar Dráttarbrautin var gjaldþrota, var endanlega ákveðið að endurbyggja hann ekki. Var hann því bútaður í tvennt 23. maí 1990 og brenndur  á áramótabrennu við Aðalgötu í Keflavík það sama ár.

Nöfn: Guðbjartur Kristján ÍS 268, Dan ÍS 268, Hvanney SF 61, Lyngey SF 61, Andri SF 50 og Hafnarey SF 36.