Færslur: 2013 Júní

15.06.2013 09:00

Kristín Gk 81

 

                           276. Kristín GK 81, í Keflavik © mynd Emil Páll

Smíðaður í Lögstör, í Danmörku 1959 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom nýr til Patreksfjarðar í febrúarlok 1960. Endurbyggður Akranesi 1970. Dæmd ónýt eftir árekstur við mb. Guðmund Kristinn SU, út af Austfjörðum í okt. 1979.

Nöfn: Andri BA 100, Útey KE 116, Kristín GK 81 og Votaberg SU 14.

15.06.2013 08:02

Óli Toftum KE 1


                 58. Óli Toftum KE 1, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Korsör í Danmörku 1956. Stækkaður 1980. Úreldur 1988. Fargað 3. feb. 1989.

Nöfn: Gunnólfur ÓF 35, Freyfaxi KE 10, Óli Toftum KE 1, Jakob SF 66, Dröfn SI 67 og Júlíus ÁR 111.

15.06.2013 07:00

Búrfell KE 140 o.fl.


             17. Búrfell KE 140 o.fl. í Njarðvikurhöfn fyrir tugum ára © mynd Emil Páll

14.06.2013 22:34

Guðmundur Arnar KE 200 sökk í Sandgerðishöfn fyrir rúmum tveimur áratugum

Hér er það rækjubáturinn Guðmundur Arnar KE 200, sem kom seint að kvöldi eða nóttu til að landi í Sandgerði einhvern tímann upp úr 1984 og í stað þess að landa þá rækjunni var ákveðið að bíða til morguns með það og bátnum því lagt utan á báta í langri röð. Er skipverjarnir mættu til að landa um morgunin fundu þeir hvergi bátinn og var að lokum bent á masturstoppa sem komu upp úr sjónum út í miðri höfninni. Þar var báturinn sem hafði sokkið um nóttina.

Hann var svotil nýkominn úr mikilli klössun þar sem skipt var m.a. um vél ofl. og af einhverjum ástæðum dældi sjónum inn um nóttina. Það beið hans því önnur klössun eftir að hafa verið náð á þurrt að nýju, þar sem skipta þurfti m.a. um allar innréttingar.

Undir myndum kem ég með sögu bátsins í máli.

Mun ég gera tilraun til að geta hvaða bátar sjást á myndunum, þ.e. þá sem ég þekki þarna

   - Myndir þessar eru fengnar að láni úr einkasafni Kristjáns Níelsen, í Sandgerði og þakka ég honum kærlega fyrir afnotin. -


    Hinn sokkni er 1185. Guðmundur Arnar KE 200, Stálbáturinn er 171. Sandgerðingur GK 268 og síðan er það 1331. Margrét HF 148
























               1185. Guðmundur Arnar KE 200 og björgun hans í Sandgerðishöfn á níunda áratug síðustu aldar © myndir úr einkasafni Kristjáns Nielsen

Smíðanúmer 18 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf., Seyðisfirði 1971. Var nýkominn úr vélaskiptum og miklum endurbótum, er hann sökk í Sandgerðishöfn einhvern tímann eftir 1984 og var því endurbyggður að nýju.  Afskráður sem fiskiskip 2006. Brenndur á áramótabrennu, 31. des. 2008, á Hauganesi við Skutulsfjörð.

Nöfn:  Ásgeir ÞH 198, Róbert RE 27, Emma GK 46, Látraröst ÁR 198, Hinrik ÁR 198, Hinrik KE 200, Guðmundur Arnar KE 200, Ásborg RE 15, Ásborg BA 109, aftur Ásborg RE 15, Ásborg BA 169, Ásborg BA 84 og Sigurjón BA 23

14.06.2013 22:00

Moby Dick hefur farþegasiglingar eftir helgi

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók í kvöld er Moby Dick yfirgaf heimahöfn sína Njarðvík og fór til Keflavíkur en þaðan verður báturinn gerður út. Að sögn Helgu Ingimundardóttir stendur til að hefja siglingar með farþega til hvalaskoðuna eftir helgi.


                               46. Moby Dick, bakka út frá Njarðvíkurhöfn í kvöld






                                       Svo er snúið við og siglt út úr Njarðvíkurhöfn












                   46. Moby Dick, í Njarðvík í kvöld © myndir Emil Páll, 14. júní 2013

AF Facebook:

Steinunn Guðbrandsdóttir Flottar myndir.

14.06.2013 21:42

gasferjan Væroy




                    Væroy © myndir Jón Páll Jakobsson, Noregi í  júní 2013

Svo er það nútíminn í ferjunum. Þetta er Gasferjan Væroy. Gengur fyrir norsku gasi og siglir frá Bodö til Lofoten ( Væroy,Röst og Moskenes)
 
Þessar eiga vera hagstæðar í rekstri, miklir byrjunarörðugleikar hafa verið eins og einhver sagði " tæknin eitthvað að stríða okkur".

14.06.2013 21:38

Lofoten


                 Lofoten, í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson, í júní 2013
Lofoten var tekið í notkun árið 1964 og var í notkun alveg til 2002. En þeir varðveitu skipið settu það ekki í brotajárn eins og frændþjóðin. Og svo árið 2007 var það aftur tekið í notkun þegar annað nýrra skip var selt og er búið að vera fastri rútu síðan sigla frá Bergen norður til Kirkenes og aftur til Bergen eins og Hurtigrutan gerir með mörgum stoppum á ströndinni.
 
Það væri nú gaman ef við ættum eitt svona skip í dag

14.06.2013 21:26

Þór HF 4 í morgunsólinni


                      2549. Þór HF 4 í morgunsólinni © mynd Þerney RE 1, 22. maí 1013

14.06.2013 19:45

Helga María AK 16

 

           1868. Helga María AK 16 í morgunsólinni © myndÞerney RE 1, 22. maí 2013

14.06.2013 19:24

Katla Seafood, búin að selja a.m.k. 10 skip á síðustu vikum

Íslensk tengd útgerðarfélagið Katla Seafood hefur nú selt a.m.k tíu af skipum sínum samkvæmt frétt á Föryska shipsportalurin


            Eitt af skipum Katla Seafood, en þetta var áður íslenskt skip © mynd af forysk shipsportalurin

14.06.2013 18:45

Tumi II

 




                           1747. Tumi II, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll 1986

Fyrsti sérsmíðaði þjónustubátur landsins fyrir fiskeldi með sjálfvirkum útbúnaði til fóðurgjafar o.fl.
Kom hingað til lands, þ.e. Keflavíkur í júlí 1986 og var strax tekin í notkun, er var þó ekki skráður fyrr en 21. ágúst 1986.

Báturinn er smíðaður í Engi, Noregi 1986 og var skráður sem þjónustubátur til 1994, að hann var skráður sem fiskiskip, en það varði stutt því hann var seldur fljótlega til Færeyja eða 25. ágúst 1995.

Nöfn: Tumi II, Tumi II HF 17 og Njörður ( í Færeyjum)

 

14.06.2013 17:45

Þórir Jóhannsson GK 116 - stærsta plastskip sem íslendingar hafa eignast




                 1860. Þórir Jóhannsson GK 116, í Reykjavíkurhöfn © myndir Emil Páll


Stærsta plastskip sem verið hefur í skipastól Íslendinga.

Smíðanúmer 30 hjá Mánavör hf., Skagaströnd. Skrokkurinn var framleiddur hjá Ateliers et Chantiers
og Maritimes d'Hanfleur, í Hunfleur í Frakklandi 1988. Afskráður til geymslu 30. nóv. 1993. Endurskráður sem vinnubátur 1994 og þá aðallega notaður sem rannsóknarskip fyrir neðansjávar-myndavél. Seldur til Noregs 3. nóv. 1995.

Þó heimahöfn hafi verið í Garði, var hann aðallega gerður út frá Vestmannaeyjum, en ástæðan fyrir heimahöfninni var betri fyrirgreiðsla. Eftir sölu til Noregs og meðan feðgarnir Jón Magnússon og Magnús Daníelsson, Njarðvík voru með bátinn var hann gerður út frá Hanstholm í Danmörku.

Nú hin síðari ár hefur Jón Páll Jakobsson frá Bíldudal verið með bátinn annað slagið, en hann starfar hjá sömu útgerð í Noregi og á bátinn í dag.

Nöfn: Þórir Jóhannsson GK 116, Útlaginn, Öyfisk N-34-ME, Öyfisk SF-4V og aftur núverandi nafn: Öyfisk N-34-ME.

14.06.2013 17:01

Haukur Böðvarsson ÍS 97 nú Valbjörn ÍS 307 og Anna SH 122 - nú í Chana


              1686. Haukur Böðvarsson ÍS 97 - nú Valbjörn ÍS 307 og 7. Anna SH 122 - nú í Rússlandi © mynd Emil Páll, í Njarðvík 1985

7.

Smíðanúmer 1183 hjá Scheepswerft De Beer, Zaandam, Hollandi 1960. Yfirbyggt að hluta 1998.

Í febrúar 1991 var búið að selja skipið frá Vestmannaeyjum, er Vestmannaeyjabær notfærði sér forkaupsréttinn og því var sölunni rift. Árið 1993 var skipið þó selt aftur og var þá með skráða heimahöfn í Vestmannaeyjum til að komast hjá forkaupsrétti bæjarins.
Þann 14. feb. 1995 var skipið afskráð og átti að fargast, en lá þó alltaf við bryggju á Fáskrúðsfirði, þó svo að eigandi væri í Belize og var síðan endurskráð hingað til lands 28. feb 1998.
Skráð sem vinnubátur 2002 og 28. nóv. 2003 kom skipið til Njarðvíkur og þar var málað yfir heimahöfn og skipaskrárnúmer og 19. desember var máluð ný heimahöfn þ.e. Panama og fór skipið þannig frá Njarðvík 8. jan. 2004. en varð að snúa við og kom til Keflavíkur og kom þaðan föstudaginn 30. janúar 2004.

Selt til Rússlands 6. okt. 2003 og þaðan til Senegal 2006 og síðan til Ghana og var 2010

Nöfn: Anna SI 117, Anna SU 3, Anna GK 79, Anna SH 35, Anna AK 56, Anna SH 122,  Freyr VE 700, Sigurvík VE 700, Stokksnes VE 700, Drandey (Belize), Stokksnes RE 123, Stokksnes 123-RE, Nonni ÞH 89, Stokksnes RE 123, Stokksnes (Rússlandi), Stokksnes HO 3564 ( Senegal) og 2010 hét það Surprise ( Ghana)


1686.

Smíðanúmer 3 hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1985. Gefið nafn 25. ágúst 1984, sjósettur 28. ágúst og afhentur Þorsteini hf., 28. janúar 1985.

Kom fyrst til Suðurnesja undir Gullþórsnafninu á skírdag, 12. apríl 1990 og þá til Njarðvíkur.

Fyrsta skipið hérlendis með MTU-vél.

Lengdur, breikkaður, settar nýjar síður og perustefni hjá Naval skipasmíðastöðinni í Gdynia, Póllandi 1996. Framkvæmdir tóku fimm mánuði og lauk þeim í október. Ný brú, nýr afturendi, lenging o.fl. unnin hjá Skipasmíðastöðinni Morcsa í Póllandi hausti 2000.

Nöfn: Haukur Böðvarsso ÍS 847, Gullþór KE 70, Gullþór EA 701, Kristján Þór EA 701, Gunnbjörn ÍS 302, Gunnbjörn ÍS 307 og núverandi nafn: Valbjörn ÍS 307.

14.06.2013 15:45

Keilir RE 37


                                    1615. Kelir RE 37, í Njarðvik © mynd Emil Páll

Smíðanr 670 hjá Fairmile Construction Co Ltd, Bervick-on-Tveed, Englandi 1972. Kom til landsins 29. mars 1992. Seldur úr landi til Írlands 9. júní 1992 og síðan seldur í pottinn í Esbjerg í Danmörku í desember 2005.

Nöfn: Boston Sea Sprite LT 247, Einar Benediktsson BA 377, Keilir RE 37, Snæfari HF 186 og Almar D 6.

14.06.2013 14:52

Sjávarborg GK 60


                       1586. Sjávarborg GK 60 © mynd Emil Páll, af veggmynd