Færslur: 2013 Júní
15.06.2013 22:32
Frá Hafnarfirði í gær





Frá Smábátahöfninni í Hafnarfirði í gær © myndir Tryggvi, 14. júní 2013
15.06.2013 22:14
Breki VE 61
![]() |
|
Smíðanúmer 57 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1976 eftir teikningu Bárðar Hafsteinssonar og Ólafs H. Jónssonar. Skipið var upphaflega smíðað fyrir Álftafell hf., Stöðvarfirði, en þeir hættu við vegna skorts á fyrirgreiðslu. Skipinu var hleypt af stokkum 29. febrúar 1976 og var þá talið lang fullkomnasta fiskiskip íslendinga. Var það afhent 3. júli 1976 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Sandgerði 23. júli 1976 og var þá fyrsti togarinn sem hafði þar heimahöfn. Skipið átti að heita Jón Garðar, og voru gerðir upphleyptir starfi með því nafni á bóg skipssins, en á síðustu stundu var nafninu breytt. Endurbyggður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1978, eftir bruna í Slippstöðinni fyrr sama ár. Lengdur 1988. Seldur úr landi til Noregs í byrjun febrúar 2007. Lá í höfn í Melbú í Noregi fyrsta árið eftir söluna og þá ennþá með merkinguna Breki KE 61.G Átti að gerast út af norsku fyrirtæki en með heimahöfn í Murmansk, Rússlandi. Eitthvað varð þó lítið úr þeirri útgerð og samkvæmt fréttum er hann farinn í pottinn. Nöfn: Guðmundur Jónsson GK 475, Breki VE 61, Breki KE 61 og núverandi nafn Breki. |
15.06.2013 21:50
Aðalvík KE 95

1348. Aðalvík KE 95, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 70 hjá Maritima de Aspe, Bilfao, Spáni 1974. Sjósettur 17. apríl 1973. og gaf Margrét Helgadóttir, eiginkona Benedikts Jónssonar, framkvæmdastjóra, skipinu nafnið Aðalvík.
Úreldingastyrkur samþykktur 1994, en hætt við hann 31. mars 1995. Selt úr landi til Namibíu, Suður-Afríku í júní 2001. Afskráð hér á landi 8. sept. 2001
Nöfn: Aðalvík KE 95, Drangey SK 1, Eyvindur vopni NS 70, Óseyri ÍS 4, Skúmur GK 111, Helga II RE 373 og núverandi nafn, í Namibíu: Khomas L-1024
15.06.2013 20:45
Vesturland

1341. Vesturland ex Hvalsnes, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 25 hjá Fiskerstrand Verft A/S í Fiskarstrand Noregi 1973. Skráð í Noregi 18. mars 1991, og hélt nafninu Valur, en eigendur voru í raun íslenskir. Skipið sökk í höfninni Vyborg í Rússlandi 22. okt. 1992.
Nafninu Frendo- var bætt framan við Hvalsnes er það hóf leigusiglingar erlendis á vegum Odd Fjell, Noregi sem rak þá og gerir kannski enn Frendo skipahringinn.
Sem Vesturland var skipið fyrsta flutningaskipið sem kom til Sandgerðis og það gerðist 28. sept. 1977.
Nöfn: Hvalsnes, Frendo-Hvalsnes, aftur Hvalsnes, Vesturland og Valur.
15.06.2013 19:50
Guðmundur RE 29 - í dag Sturla GK 12



1272, Guðmundur RE 29, kemur inn Stakksfjörðinn á leið til Njarðvíkur © myndir Emil Páll
Smíðanr. 6 hjá Karmsund Verft & Mek. Verksted A/S, Karmöy, Noregi 1967. Lengdur Noregi 1970. Stækkaður 1972. Yfirbyggður Noregi 1974.
Skipið var i jan 1975 talið það langbest útbúna hérlendis. Það var fyrsta skipið hérlendis sem fékk útbúnað til að stjórna spilinu frá brúnni o.fl. Þá var þetta fyrsta skipið í heiminum sem hafði sérstakan mælir til að mæla vírinn sem rennur út. Voru tæki þessi frá Rapp A/S í Noregi.
Selt úr landi til Grænlands í júní 1998. Keypt aftur haustið 2000.
Breytt í línuveiðiskip í Póllandi 2004 og var þá stærsta línuskip landsins. Kom aftur til Grindavíkur upp úr miðjum júlímánuði 2004.
Nöfn: Senior B-33-B, Senior H 033, Guðmundur RE 29, Guðmundur VE 29, Tunu GR 1895, aftur Guðmundur VE 29 og núverandi nafn Sturla GK 12.
15.06.2013 18:48
Hegri KE 107

1171. Hegri KE 107, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 34 hjá Storviks Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1968. Lengdur 1971. Í mars 1998 kom það til landsins eftir gagngerðar endurbætur hjá Nauta í Póllandi. Smíðaður hafði verið nýr framendi, afturskipið breikkað, ný brú og allar vistaverur skipverja endurnýjað. Skipið var nánast eins og nýtt, enda endurnýjað af 92/100 hlutum.
Úreldingastyrkur hafði verið samþykktur í desember 1994, en var ekki notaður.
Meðan Sigurður Ágústsson ehf., var skráður eigandi var skipið gert út af Portlandi ehf., Þorlákshöfn. Kumbla sem átti skipið áður var dótturfyrirtæki Sigurðar Ágústssonar.
Skipið er með IDno 7122546.
Selt til Rússlands 17. janúar 2007.
Nöfn: Leisund N-415-A, Skálafell ÁR 20, Hegri KE 107, Heimir KE 77, Kópur ÁR 9, Ársæll SH 88, Grótta HF 35, Grótta RE 26, Leifur Halldórsson SH 217, Leifur Halldórsson ÁR 217, Draupnir ÁR 21 og núverandi nafn: Draupnir M-0421
15.06.2013 17:53
Hafborg KE 54
![]() |
1103. Hafborg KE 54, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirði 1970, eftir
teikningu Ólafs Jónssonar og Stefáns Jóhannssonar. Stækkaður Keflavík
1977. Lengdur 1985-1986. Fórst 10 sm. V. af Þrídröngum á siglingu til
nýs útgerðarstaðar í Grindavík 22. feb. 2002, ásamt tveimur mönnum.
Nöfn: Einar Þórðarson NK 20, Hlíf SI 24, Hafborg KE 54, Búi EA 100, Otur EA 162 og Bjarmi VE 66.
15.06.2013 17:00
Helga Guðmundsdóttir BA 77 - í dag Jóhanna Gísladóttir ÍS 7
![]() |
1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 - í dag Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 © mynd Emil Páll |
15.06.2013 16:00
Hilmir SU 171 og Guðmundur RE 29


1044. Hilmir SU 171 og 1272. Guðmundur RE 29, í Njarðvíkurhöfn hér á árum áður © myndir Emil Páll
15.06.2013 15:00
Bjarni Ásmundar ÞH 320
![]() |
|
Smíðanúmer 25 hjá Ulstein Mekaniska Verksted A/S, Ulsteinsvik, Noregi 1964. Smíðanúmer skrokkisns var nr. 1 hjá Hasund Mek, Verksted A/S. Yfirbyggður 1984. Fór í Pottinn fræga til Fornaes, Danmörku í okt. 2007. Siglfirðingur var talinn fyrsti skuttogari Íslendinga og kom til heimahafnar á Siglufirði aðfaranótt 6. júlí 1964, að vísu voru ekki sammála um að þetta væri skuttogari en það er annað mál. Nöfn: Siglfirðingur SI 150, Lundi VE 110, Bjarni Ásmundar ÞH 320, Bjarni Ásmundar RE 12, Fram RE 12, Sigurpáll GK 375, Skjöldur SI 101, Súlnafell ÞH 361, Súlnafell EA 840 og Svanur EA 14 |
15.06.2013 14:00
Sæborg KE 177, að koma inn
![]() |
821. Sæborg KE 177, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, fyrir áratugum |
15.06.2013 13:00
Stefnir ST 150

789. Stefnir ST 150, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður í Reykjavík 1953. Sökk út af Kóp 20. jan. 1994. Þrír menn sem voru í bátnum komust í gúmibjörgunarbát, einn lést stuttu siðar, en hinir björguðust.
Nöfn. Hallvarður ÍS 150, Stefnir ÍS 150, Stefnir ST 150, Stefnir RE 197, Friðrik Bergmann SH 240, Friðrik Bergmann II SH 262 og Máni ÍS 54
15.06.2013 12:00
Ársæll KE 17 / Jöfur KE 17

965. Ársæll KE 17, í Njarðvikurhöfn

965. Ársæll KE 17, í Njarðvikurhöfn

965. Jöfur KE 17, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll
Smíðanúmer 27 hjá Ulstein Merkaniska Versted, Ulsteinsvik, Noregi 1964, eftir teikningu Sveins Ágústssonar.
Fyrsta íslenska fiskiskipið með bakka-hvalbak. Yfirbyggður hjá Þorgeir og Ellert hf., Akranesi 1977. Lengdur 1978. Skráður sem vinnubátur 1995 og úrelding sama ár. Selt til Færeyja í jan 1996, lagt þá við bryggju í Reykjavík, en fluttur til Njarðvikur 4. jan. 1996. Salan var þó ekki afgreidd fyrr en 17. okt. 1996, en virðist hafa gengið til baka því báturinn var áfram í Njarðvik og síðan tekinn í hús í Njarðvikurslipp 19. mars 2002 til endurbyggingar, en hætt við. Fór síðan í drætti Skarfs GK frá Njarðvik, laugardaginn 8. maí 2004 til Danmerkur í brotajárn.
Nöfn: Ingiber Ólafsson II GK 135, Ársæll KE 77, Ársæll KE 17, Jöfur KE 17, Helga III RE 67, Halldóra HF 61, Snarfari ÓF 25, Snarfari HF 66, Snarfari, Neves, Reynir HF 265 og aftur Snarfari HF 66.
15.06.2013 11:01
Sæbjörg ST 180
![]() |
339. Sæbjörg ST 180 o.fl. við Bátalón i Hafnarfirði, á 8. áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll
15.06.2013 10:00
Dröfn KE 6
![]() |
325. Dröfn KE 6, við Bátalón í Hafnarfirði © mynd Emil Páll |







