Færslur: 2013 Júní
16.06.2013 18:30
Fyrrum íslenskur nú í Tromsö, Noregi
Þessi bátur var smíðaður í Noregi 1986 og var gerður út hér á landi um hríð áður en hann var seldur til Noregs að nýju. Að vísu er ekki öruggt hver báturinn, er þar sem um tvo báta, sem voru systurskip er að ræða, en hér á landi báru þeir skipaskrárnúmerin 2147. og 2149. og birti ég upplýsingar um hvort fyrir sig fyrir neðan myndina sem Jón Páll Jakobsson, tók af bátnum í bodo Tromso, Noregi í dag.
![]() |
|
Báðir smíðaðir í Noregi 1986 og eru systurskip 2147. Keyptur hingað til lands 1991 og bar hér á landi nöfnin Árni ÓF 43 og Stapi BA 65. 2149. Keyptur líka hingað til lands 1991. Seldur aftur til Noregs 1994. Nöfn: Sigurbára VE 249, Guðbjörg GK 517 og Mummi NK 2
|
16.06.2013 17:46
Borgar Sig AK 66 og Víxill II SH 158

1906. Borgar Sig AK-66 og 1844. Víxill II SH-158 á Akranesi © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 14. júní 2013
16.06.2013 17:00
Hafsteinn SK 3, Kæja ÍS 19 og Íslandsbersi HU 113 í Hafnarfirði í fyrradag

2099. Íslandsbersi HU 113, 1873. Kæja ÍS 19 og 1850. Hafsteinn SK 3

1850. Hafsteinn SK 3, 1873. Kæja ÍS 19 og 2099. Íslandsbersi HU 113, í Hafnarfirði í fyrradag © myndir Tryggvi, 14. júní 2013
16.06.2013 15:51
Birta VE 8 og Geir goði RE 245, í fyrradag
![]() |
1430. Birta VE 8 og innan við hann er 1115. Geir Goði RE 245 og í bakgrunn er það 239. Kristbjörg HF 177, í Hafnarfirði í fyrradag © mynd Tryggvi, 14. júní 2013 |
16.06.2013 14:46
Jarl KE 31 - í dag Jökull ÞH 259
![]() |
259. Jarl KE 31 - í dag Jökull ÞH 259, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll |
16.06.2013 13:49
Geir goði GK 220
![]() |
242. Geir goði GK 220, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 48 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/S, Marstrand Svíþjóð 1963. Seldur úr landi til Svíþjóðar í apríl 1978 og keyptur til baka í oktober það ár og lá þennan tíma í Hafnarfirði. Seldur síðan aftur úr landi og þá til Finnlands 24. apríl 1996. Sökk á togveiðum í miklu óveðri 1998, ekki langt frá þeim stað sem ferjan Estoni sökk.
Nöfn: Guðbjörg GK 220, Sæunn GK 220, Geir goði GK 220 og Geir goði FIN 116K.
16.06.2013 13:00
Kristbjörg HF 177,
![]() |
||
|
|
16.06.2013 12:37
Djúpivogur í morgun








Djúpivogur í morgun © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 16. júní 2013
16.06.2013 12:00
Víkingur AK 100, í fyrradag


220. Víkingur AK 100, á Akranesi í fyrradag
© myndir Faxagengið, faxire9.123.is 14. júní 2013
16.06.2013 11:00
Jökull SH 77

98. Jökull SH 77 © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá J.W. Bergs Varv & Mek, Verksted A/B, Halsö, Svíþjóð 1963, eftir teikningur Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar í Keflavík 28. júlí 1963
Brann og sökk 2. sept. 1983, 27 sm. V. af Öndverðarnesi.
Nöfn: Hilmir II KE 8, Valur ÍS 420, Jökull SH 77, Magnús Kristinn GK 515 og Brimnes SH 257
16.06.2013 10:46
Grundarfjörður í morgun: Grundfirðingur SH 24, Jökull SK 16 og Láki SH 55

1202. Grundfirðingur SH 24 o.fl.

288. Jökull SK 16 og 1373. Láki SH 55

1373. Láki SH 55 og 288. Jökull SK 16, í Grundarfirði í morgun © myndir Guðmundur Hafsteinsson, 16. júní 2013
16.06.2013 09:51
Steinunn RE 32 utan á Eldborg HF 13

50. Steinunn RE 32, utan á 1525. Eldborg HF 13, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll
50.
Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1956. Úrelt í okt. 1979. Stýrishúsið var flutt yfir á Víði II GK 275, sem nú er Portland VE 97
Hefur aðeins borið tvö nöfn þ.e.: Fákur GK 24 og Steinunn RE 32.
1525.
Smíðaður í Uddevalla, Svíþjóð árið 1978. lengd árið 1996.
Nöfn: Eldborg HF 13, Hólmaborg SU 11 og núverandi nafn : Jón Kjartansson SU 111
16.06.2013 08:54
Bláfell
![]() |
29. Bláfell, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðað hjá Neorion C. Michanouigha, Syros Grikklandi 1961. Selt úr land 15. júní 2000. En þrátt fyrir söluna lá það í nokkur ár við bryggju í Reykjavík og var að lokum rifið í Daníelsslipp, Reykjavík 2005 eða 2006.
Nöfn: Ekki er vitað hvaða nafn það bar í Grikklandi áður en það kom hingað til lands 1962 en hérlendis fékk það strax nafnið Bláfell.
16.06.2013 07:45
Már GK 55
![]() |
23. Már GK 55, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll
Smíðaður í Branderburg, Þýskalandi 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lagt 1989, úreltur 1990. Afskráður 1. júlí 1992. Stóð uppi í Slippnum í Reykjavík þar til hann var rifinn um áramótin 1993/´94.
Nöfn: Baldur EA 12 og Már GK 55.
16.06.2013 07:00
Siglfirðingur SI 150
![]() |
|
AF FACEBOOK: Guðni Ölversson Þessi var alltaf flottur. Kom oft um borð í Siglifirðing þegar hann var nýr. Hann landaði alltaf á Eskifirði. |









