Færslur: 2013 Júní
17.06.2013 23:00
Myndir úr 5. veiðiferð Þerneyjar RE 1, 2013
Hér kemur dágóð myndasyrpa frá þeim á Þerney RE 1, sem tekin er í yfirstandandi veiðiferð og auk myndanna er myndatextinn þeirra.

Útgerðarstjórinn að fara yfir málin með skipstjórnarmönnum fyrir brottför

Svo leggur hann blessun sína yfir þá báða, áður en hann gengur frá borði

Keli, þú ýtir bara á þennan þá fer vélin í gang, sjáðu það stendur ,,Start" og svo ýtir þú bara á ,,stopp" þegar þið komið í land, ÓKEI?

Kokkagengið, Eyþór Kristjánsson og Kristján frændi hans sem aðstoðarmatsveinn

Guðríður að reyna einhverja svaka pósu

,,Brynja, ég elska þig" sagði formaðurinn líkt og kóngurinn Bubbi, forðum

Marin-mennirnir Skúli og Júlli, sem er í fyrsta túr með okkur

Allt klárt til að leggja í 'ann

Strákarnir komnir yfir í Helgu Maríu AK, sem er í sinni síðustu veiðiferð sem frystiskip

Halli og Biggi að koma með pönnuvinklana

Keli að tjakka heddboltana

Kristján vélstjóri, hallar sér upp að vélinni

Félagarnir Keli og Hjalti að leggja lokahönd á verkið

Meistarinn Eyþór Kristjánsson með purusteikina, helgin verður grazy, það eitt sem víst er

Kvöldsólin á Vestfjarðarmiðum. Gerist ekki mikið bera en þetta.

Keli aðeins að punta gírboxið

Formaðurinn sem gengur undir nafninu ,,kolur" þessa daganna, eftir að við veiddum nokkur tonn af kola um daginn.

Aðstoðarmatsveinninn Kristján, passar upp á að Eyþór frændi hans geri ekki neina gloríu í eldhúsinu

Birgir og Tóti í kaffipásu með Ipad-inn að skipuleggja sumarfríið sem hann ætlar að bjóða mæðgunum í.

Formaðurinn gafst upp eftir aðeins hálfa tertu
Úr 5. veiðiferð 2013 © myndir og myndatextar, skipverjar á 2203. Þerney RE 1.
Þessi mynd bættist við í kvöld
![]() |
Þau eru margvísleg verkefni skipstjórans, en hér er Ægir búinn að bregða sér í gervi tannlæknis og fór létt með
17.06.2013 22:15
Vrouw Jannetje ARM 15

Vrouw Jannetje ARM 15 í Rotterdam, Hollandi © mynd shipspotting, L.de.Graff, 27. feb. 2011
17.06.2013 21:36
Albatros YE 6
![]() |
Albatros YE 6 © mynd shipspotting, L.de. Graff 1. sept. 2010
17.06.2013 20:45
Kári RE 254


Kári RE 254, í Njarðvik, einhvern tímann á áttunda áratug síðustu aldar © myndir Emil Páll
17.06.2013 19:45
Viðvík SH 119
![]() |
7691. Viðvík SH 119 á Akranesi © mynd Faxagengið, 14. júní 2013
17.06.2013 19:12
Akureyri í dag: Dúna II, Lundi, Þorgrímur, Hildur, Þorsteinn, Hildur og K. Arcander
Sigurbrandur Jakobsson, Akureyri:


Dúna II Sverige sem áður var 1515. upphaflega Kópur ÍS 10 en dagaði uppi fyrir um áratug á Akureyri

5886. Lundi EA 626



9820. Þorgrímur SK 26. Þetta mun vera síðasti báturinn sem hinn þekkti bátasmiður Þorgrímur Hermannsson, á Hofsósi smíðaði og var fyrsti eigandi hans Anton Jónsson.

6547. Hildur KÓ

926. Þorsteinn GK 15 og 1848. Sjöfn EA 142 við Slippbryggjuna.

K. Arctander frá Noregi við Slippkantinum
© myndir Sigurbrandur Jakobsson, á Akureyri í dag, 17. júní 2013
17.06.2013 18:48
Djúpivogur: Páll Jónsson GK 7, Rafn KE 41, Edda SU 253, Stormur SH 177 og Gísli í Papey

1030. Páll Jónsson GK 7 í kvöldhúminu fánum skreyttur fyrir Sjómanndaginn

7212. Rafn KE 12 nýkominn til Djúpavogs

6921. Edda SU 253 uppá bryggju í Gleðivík

1321. Stormur SH 177 við bryggju í Gleðivík

1692. Gísli í Papey tilbúinn í fyrstu ferðina í Papey með nýjan skipstjóra við stjórnvölinn
© myndir Sigurbrandur Jakobsson, 1. og 2. júní 2013
17.06.2013 18:45
Nói ÓF 19 og Steini Vigg SI 110 í gær
![]() |
7309. Nói ÓF 19 og 1452. Steini Vigg SI 110 á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 16. júní 2013
17.06.2013 17:45
Jón Forseti

7276. Jón Forseti, á Akranesi © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 14. júní 2013
17.06.2013 17:06
Húsavík í dag: Hafborg, Von, Fanney, Árni, Laugi, Framfari frá Löndum o.fl.

1431. Von ÞH 54 o.fl.

Framfari frá Löndum

6806. Laugi ÞH 29

5493. Árni ÞH 127. Einn af þeim bátum sem hinn þekkti bátasmiður Þorgrímur Hermannsson, á Hofsósi smíðaði

1445. Fanney ex Siggi Þórðar GK 197

1350. Hafborg
© myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, á Húsavík í dag, 17. júní 2013
17.06.2013 16:45
Skutla SI 49, Sólveig ÓF 12, Pálína, Alfa SI 65, Nói ÓF 19 og Steini Vigg SI 110
![]() |
6755. Skutla SI 49, 6545. Sólveig ÓF 12, Pálína ,6798. Alfa SI 65, 7309, Nói ÓF 19 og 1452. Steini Vigg SI 110 á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 16. júní 2013
17.06.2013 15:51
Breiðfirðingur BA 22 o.fl.
![]() |
6454. Breiðfirðingur BA 22 o.fl. í Hafnarfirði © mynd Tryggvi, 14. júní 2013
17.06.2013 14:49
Magnús HU 23 - nýr bátur


2813. Magnús HU 23, á Akranesi © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 14. júní 2013
17.06.2013 13:50
Ebbi AK 37


2737. Ebbi AK 37, á Akranesi © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 14. júní 2013
17.06.2013 12:48
Einar Sigurjónsson
![]() |
2583, Einar Sigurjónsson í Hafnarfirði © mynd Tryggvi, 14. júní 2013







