Færslur: 2013 Júní
18.06.2013 18:35
Nýr bátur Geiri HU 69, með heimahöfn á Blönduósi á Strandveiðum hér syðra
![]() |
|
|
18.06.2013 17:49
Arney KE 50 - í dag Ársæll ÁR 66
![]() |
|
AF FACEBOOK: Guðni Ölversson Einn farsælasti bátur flotans á síðustu öld. |
18.06.2013 17:38
Júlli - í dag
![]() |
Júlli, við slippinn í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, í júní 2013 |
18.06.2013 16:48
Sigurfari ÓF 30
![]() |
||
|
|
Smíðanúmer 1220 hjá Scheepswerft De, Beer N.v. og nr. 202 hjá Sleephelling Masteschappij N.v. eftir teikningur Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf. Njarðvík 1982. Seldur í brotajárn til Danmerkur í okt. 2004. Á síðasta ári var stýrishús bátsins enn í stöðinni.
Nöfn: Sigurborg SI 275, Freydís AK 275, Hrönn VE 366, Andvari VE 100, Friðrik Sigurðsson ÁR 107, Friðrik Sigurðsson ÓF 30, Sigurfari ÓF 30 og Stafnes KE 130
18.06.2013 15:35
Eldeyjar - Boði GK 24, eftir breytingar - heitir í dag Fram ÍS 25



971. Eldeyjar - Boði GK 24, nýkominn til Grindavíkur, úr miklum breytingum erlendis
Smíðanúmer 407 hjá V.E.B. Elbe-Werdt G.m.b.H, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður Noregi 1986.
Stakksvík hf., Keflavík var með skipið á leigu frá því að Íslenskir aðalverktakar eignuðust skipið og þar til leigusamningurinn rann út 4. jan. 1995.
Úreldingastyrkur samþ. 12. jan. 1995, en ekki notaður.
Báturinn hefur legið i höfn í Njarðvik nú í þó nokkurn tíma og á síðasta ári var rætt um að búið væri að selja hann erlendis, en ekkert varð úr því og enn liggur hann í Njarðvíkurhöfn.
Nöfn: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364, Boði KE 132, Boði GK 24, Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95, Sævík GK 257, Valur ÍS 82, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og núverandi nafn: Fram ÍS 25.
18.06.2013 14:31
Hilmir KE 7 - í dag Glófaxi VE 300
![]() |
968. Hilmir KE 7, sem í dag er Glófaxi VE 300 og 1170. Valþór KE 125, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Þetta er einn af hinum frægu Boizenburgurum frá Austur-Þýskalandi og kom þessi árið 1964 og er enn í fullum rekstri. Hann var yfirbyggður og lengdur í Danmörku 1977 og hefur borið eftirfarandi nöfn: Krossanes SU 320, Hilmir KE 7, Bjarni Ásmundar ÞH 197, aftur Hilmir KE 7, Bergur II VE 144, Bergur VE 44, Arnþór EA 16 og núverandi nafn er Glófaxi VE 300
18.06.2013 13:45
Sigrún GK 380
![]() |
744. Sigrún GK 380 o.fl. í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 1 hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar, Akranesi. Yfirsmiður Eyjólfur Gíslason, skipamíðameistari, Reykjavík. Stækkaður 1959. Úrelding 31. des. 1981.
Nöfn: Sigurfari MB 95, Sigurfari AK 95, Sæbjörg VE 56 og Sigrún GK 380
18.06.2013 12:47
Bergþór KE 5
![]() |
503. Bergþór KE 5, á siglingu inn Stakksfjörð © mynd Emil Páll |
Smíðaður á Ísafirði 1957 og bar nöfnin: Gunnhildur ÍS 246, Gunnhildur GK 246 og Bergþór KE 5. Báturinn fórst 8 sm. NV af Garðsskaga 8. jan. 1988 ásamt tveimur mönnum.
18.06.2013 11:04
Njörður GK 168 ex Víðir II og Jökull SH 77 ex Hilmir II
![]() |
428. Njörður GK 168 ex Víðir II GK 275 og 98. Jökull SH 77 ex Hilmir II KE 8, í Sandgerði fyrir áratugum © mynd Emil Páll
18.06.2013 10:40
Hegri KE 107
![]() |
409. Hegri KE 107, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðaður í Hafnarfirði 1954. Sökk við bryggju í Höfnum 27. maí 1967 og tekin þá af skrá. Endurbyggður af Einari Gunnarssyni, Keflavík 1967-1971 og verkinu lokið í Stykkishólmi 1970-1971. Settur síðan aftur á skrá 1971. Brenndur síðan á áramótabrennu í Vogum 11. des. 1991. Þó ekki úreltur með samþykkt fyrr en 3. sept. 1994 og afskráð 11. okt. 1994. eða tæpum þremur árum eftir að hann var brenndur.
Nöfn: Faxi GK 129, Matti SH 4, Kristín NK 17, Röst NK 17, Röst RE 107, Hegri KE 107, Búi GK 107, Báran SI 14, Gæfa VE 11 og Gæfa II VE 112.
18.06.2013 09:45
Kári GK 146 - í dag Aníta KE 399
![]() |
399. Kári GK 146 - í dag Aníta KE 399 © mynd Emil Páll |
Smíðaður hjá Halmstad Varv. Halmstad, Svíþjóð 1954. Stytting hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1995.
Nöfn: Sigurfari SF 58, Farsæll SH 30, Örninn KE 127, Kári GK 146, Afi Aggi EA 399 og núverandi nafn Aníta KE 399.
18.06.2013 09:14
Ósk KE 5 - í dag Maron HU 522


363. Ósk KE 5, í Sandgerði - í dag heitir þessi Maron HU 522 og er elsti stálfiskibátur landsins sem enn er í rekstri © myndir Emil Páll
18.06.2013 07:00
Keilir SI 145 og Múlaberg SI 22, í gær
![]() |
1420. Keilir SI 145 og 1281. Múlaberg SI 22, á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 17. júní 2013 |
18.06.2013 06:02
Sóley Sigurjóns GK 200, í gær

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 17. júní 2013
17.06.2013 23:40
Gandí VE hefur fengið nafnið Ólavur Nolsøe
Skipsportalurin / skipini.fo:

Hevur fingið navnið Ólavur Nolsøe
07.06.2013 - 19:13 - Kiran Jóanesarson
Nýggi rækjutrolarin, ið Jón Nolsøe keypti fyri tíð síðan hevur fingið navnið Ólavur Nolsøe.
Rækjutrolarin liggur framvegis í Fuglafirði, har skipið hevur ligið síðan tað kom til Føroyar.
Nær skipið skal í vinnu vita vit ikki.
Skipsportalurin vil nýta høvið at ynska reiðaríið og manning góða eyðnu við skipinum.












