Færslur: 2013 Júní

22.06.2013 15:45

Þórey GK 123 - ennþá til


                      7007. Þórey GK 123, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Hafnarfirði 1987, dekkaður 1995 og lengdur 2004.

Á árinu 1993 sökk þessi bátur, nema hvað stefnið stóð upp úr og koma þá að þeir Tómas Knútsson kafari og Jón Björn Vilhjálmsson skipstjóri og björguðu bátnum.

Nöfn: Þórey GK 123, Andri NS 28, Andri ÞH 28 og núverandi nafn: Gunnþór ÞH 75.

22.06.2013 14:34

Jón Kristinn SI 52 og Múlaberg SI 22

 

              6209. Jón Kristinn SI 52 og 1281. Múlaberg SI 22 á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. júní 2013

22.06.2013 13:54

Þytur ST 14, Sædís ST 6 og Ölver ST 15

 

          5046. Þytur ST 14, 6257. Sædís ST 6 og 6350. Ölver ST 15 í Norðurfirði á Ströndum © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  15. júní 2013
 

22.06.2013 12:30

Sögufrægt skip : Hrólfur II RE 111 - í dag Herdís SH 173


                                      1771. Hrólfur II RE 111, í Keflavíkurhöfn


           1771. Hrólfur II RE 111, 1913. Reykjanes GK 19 o.fl. í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, upp úr 1990

Smíðað hjá Knörr hf. Akranesi 1987.

Bátur þessi er fyrsti báturinn sem bæjarfélag neytti forkaupsréttar á og sá eini sem sóttur var af bæjarfélagi til kaupanda, þar sem hann hafði verið seldur burt úr bæjarfélaginu án samþykkis bæjarfélagsins. Hafði aðili í Keflavík selt bátinn til Granda hf. í Reykjavík og samþykkti bæjarstjórn Keflavíkur að sækja bátinn. Fengnir voru fjórir menn sem allir voru í slökkviliði bæjarins til að sækja bátinn og meðal þeirra var bæjarstjórinn Ellert Eiríksson, svo og síðueigandi þessarar síðu Emil Páll og aðrir í áhöfninni voru Jóhannes Sigurðsson og Örn Bergsteinsson. Sigldum við bátnum til Keflavíkur á ný í júlí 1991. Þar var hann eftir smá lagfæringar seldur aðila innan bæjar sem gerði hann út í nokkra mánuði og tók af honum kvótann og seldi síðan með leyfi bæjarins bátinn út úr bæjarfélaginu að nýju, eftir að hafa auglýst hann án árangurs innan bæjarfélagsins.

Þessi sami bátur bar frá 14. júní til 14. júlí 2001 nafnið Baddý II GK 177, þó svo að annar bátur 458. Reynir, bæri þetta sama númer. Þennan tíma sem hann bar nafnið Baddý II, var hann þó skráður sem Einsi Jó GK 19.

Nöfn: Máni AK 73, Hrólfur II RE 111, Dagný AK 140, Dagný ÍS 728, Baddý II GK 177, Einsi Jó GK 19, Hreggnes SH 173 og núverandi nafn Herdís SH 173.

22.06.2013 11:25

Binni í Gröf og áhöfn hans á Gullborg RE 38

Hér birti ég áhafnarmynd sem tekin var fyrir mörgum áratugum af Binna í Gröf með áhafnameðlimum á Gullborg RE 38


                 Benóný Friðriksson (Binni í Gröf) lengst til vinstri ásamt áhöfn hans á Gullborgu RE 38 © mynd í eigu Emils Páls

Nöfnin eru eftirfarandi f.v.: Binni í Gröf, Einar Sigurðsson mágur Binna, Pálmi Jóhansson frá Stíghúsi, Einar Hannesson frá Brekku, Kolbeinn Sigurjónsson frá Hvoli. Sigtryggur Sigtrygsson, Rögnvaldur Jóhannsson frá Stíghúsi og Gunnar Garðarsson

22.06.2013 10:45

Hrafnreyður KÓ 100 á Siglufirði í gær






           1324. Hrafnreyður KÓ 100, á Siglufirði í gær © myndir Hreiðar Jóhannnsson, 21. júní 2013

22.06.2013 09:45

Lundi RE 20






          950. Lundi RE 20, í Reykjavíkurhöfn © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  19. júní 2013

22.06.2013 08:45

Hvalur 8 RE 388






           117. Hvalur 8 RE 388,  með fyrsta hvalinn í Hvalfjörðinn á þessu ári © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 17. júní 2013

22.06.2013 08:15

Núpur ÞH 3, Stekkjarhamar GK 37 og Freyr ST 11 - allir enn til.


           1591. Núpur ÞH 3, 1767. Stekkjarhamar GK 37 - í dag Kristín ÍS 141 og 1985. Freyr ST 11, í dag Kópanes RE 164, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll,

Saga Núps í stuttu máli:

Smíðaður í Póllandi 1976. Fluttur hingað til lands frá Færeyjum 1981. Lengdur 1998. Stór viðgerð eftir strand og þá m.a. nýtt stýrishús upp úr síðustu aldarmótum.

Hefur alltaf borið nafnið Núpur, bæði hérlendis og í Færeyjum.:

Nöfn: Núpur KG, Núpur BA 4, Núpur ÞH 3, Núpur SH 37 og núverandi nafn: Núpur BA 69

Saga hinna bátanna kemur síðar

22.06.2013 07:36

Lundey NS 14 í slipp




               155, Lundey NS 14, í slippnum í Reykjavík © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  í júní 2013

21.06.2013 22:45

Aðalvík KE 95 / Drangey SK 1 / Helga II RE 373 / Khomas L 1024 - og mikið af brælumyndum


Hér kemur syrpa af togaranum sem hét fyrst Aðalvík KE, og eftir smá flakk um landið var hann seldur til Namibíu þar sem hann er til enn í dag. Birtast myndir af honum bæði hérlendis og þar sem hann er í dag og fyrir neðan þær myndir, koma brælumyndir af Aðalvík, teknar á Halanum 1978 svo og áhafnarmynd frá 1985.

                1348. Aðalvík KE 95, í Njarðvík, nýkomið til landsins © mynd Emil Páll 1974


                  1348. Aðalvík KE 95, í Njarðvik © mynd Emil Páll


                                   1348. Aðalvík KE 95 © mynd Þór Jónsson


                     1348. Drangey SK 1 © mynd Ísland 1990

 1348. Helga II RE 373 © mynd Snorrason
               

        Khomas L1024, í Walvis Bay, Namibíu © mynd í eigu Þóru Bj. Nikulásdóttur, vinaminni.123.is


        Khomax L1024, í Namibíu © mynd shipspotting Carlos Orero Cidras, 24. júni 2011




                                Áhöfn á Aðalvík KE 95 © mynd úr Faxa 1985

Hér fyrir neðan kemur mikil brælumyndasyrpa sem tekin var á Halanum af Aðalvík KE 95, árið 1978 © myndir Kristinn Benediktsson. Birt með heimild ættingja Kristins heitins.






































           Í brælu á Halanum © myndir Kristinn
heitinn Benediktsson, 1978

Smíðanúmer 70 hjá Maritima de Aspe, Bilfao, Spáni 1974. Sjósettur 17. apríl 1973. og gaf Margrét Helgadóttir, eiginkona Benedikts Jónssonar, framkvæmdastjóra, skipinu nafnið Aðalvík.

Úreldingastyrkur samþykktur 1994, en hætt við hann 31. mars 1995. Selt úr landi til Namibíu, Suður-Afríku í júní 2001. Afskráð hér á landi 8. sept. 2001

Nöfn: Aðalvík KE 95, Drangey SK 1, Eyvindur vopni NS 70, Óseyri ÍS 4, Skúmur GK 111, Helga II RE 373 og núverandi nafn, í Namibíu: Khomas L-1024

21.06.2013 22:15

O. Husby M-161-AV




                O. Husby M-161-AV frá Kristjanssund © myndir Jón Páll Jakobsson, Noregi 16. júní 2013

21.06.2013 21:42

Norge, var byggður 1937 en komst í eigu konungsfjölskyldunnar árið 1947

 

        Norge, var byggður 1937 en komst í eigu konungsfjölskyldunnar árið 1947 © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi 14. júní 2013

21.06.2013 21:06

Pálína ,,Bláa" Ágústsdóttir

Nú í kvöld var Pálína Ágústsdóttir GK 1, sprautuð í bláum lit hjá Sólplasti og unnu þeir Ásgeir Jónsson og Kristján Nielsen verkið og sjáum við hér myndir sem ég tók af þeim í kvöld.


                                                      Ásgeir Jónsson


                                                      Kristján Nielsen


               Ásgeir Jónsson (t.v.) og Kristján Nielsen framan við 2640. Pálínu Ágústsdóttir í kvöld


                                    Hér eru þeir búnir að taka grímurnar niður
                                              © myndir Emil Páll, 21. júní 2013

 

AF FACEBOOK:

Sigurborg Sólveig Andrésdóttir Gott að fá alveg ferskar myndir Emil Páll Jónsson

21.06.2013 19:26

Nordlandsbátur á siglingu

 

               Nordlandsbátur á siglingu © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi, 16. júní 2013