Færslur: 2013 Júní
23.06.2013 12:19
Rækjuveiðar 2013: Sæfari ÁR 170 að taka trollið í Kolluál


1964. Sæfari ÁR 170, að taka (rækju)trollið í Kolluál © myndir Garðar Kristjánsson, 23. júní 2013
23.06.2013 11:49
Sólplast: Skemmtileg breyting á þremur vikum

2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 hjá Sólplasti. Myndin er tekin degi eftir að báturinn kom með Gullvagninum, 30. maí 2013

2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 hjá Sólplasti. Myndin er tekin í gær 22. júní 2013, degi eftir að báturinn fór í þennan nýja búning © myndir Emil Páll
Stefnt er að því að báturinn fari síðan aftur með Gullvagninum eftir nokkra daga.
23.06.2013 10:50
Eigendur Núma HF, Dúu RE og Láru Magg ÍS, komin í þrot
Skömmu fyrir gjaldþrotið var Dúa RE 400 keypt og voru hafnar breytingar á skipinu við bryggju í Grindavík og hafa þær því stöðvast. Sama má í raun segja með Láru Magga ÍS 86, sem fyrirtækið keypti fyrir nokkrum árum með það fyrir augum að breyta skipinu í skútu, en ekkert hefur verið gert í þeim málum og liggur skipið nú sem fyrr í Njarðvíkurhöfn.

1487. Númi RE 44, sem nú heitir Máni og er frá Dalvík

617. Dúa RE 400, í Grindavík

619. Lára Magg ÍS 86, í Njarðvík © myndir Emil Páll
23.06.2013 09:40
Jökull SK 16
![]() |
288. Jökull SK 16 © mynd Guðmundur Hafsteinsson, í júní 2013 |
23.06.2013 09:00
Steinunn AK 36
![]() |
1236. Steinunn AK 36 © mynd Guðmundur Hafsteinsson, í júní 2013 |
23.06.2013 08:16
Queen Elisabeth II
![]() |
Queen Elisabeth II © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi í júní 2013
23.06.2013 06:51
Forsolværing F-301-H
![]() |
Forsolværing F-301-H © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi. í júní 2013
22.06.2013 22:30
Olsen, bátarnir: saga í máli og myndum af alvarlega gölluðum bátum í fyrstu




Í Njarðvíkurhöfn f.v. 1767. Stekkjarhamar GK 37, 1985. Freyr ST 11 og 2039. Blíðfari GK 204

Sömu bátar, en röðin þessi: 2039. Blíðfari GK 204, 1985. Freyr ST 11 og 1767. Stekkjarhamar GK 37, við bryggju í Njarðvík
Hér kemur saga fjögurra systurskipa sem smíðaðir voru í Vélsmiðju Ol. Olsen í Njarðvik, eftir teikningu Karls Olsen yngri á árunum 1987 til 1990. Kom strax í ljós að bátarnir voru alvarlega gallaðir og í raun stórhættulegir og því létu eigendur breikka þá strax. Eins sést á myndunum að þeim var breitt á ýmsa vegu, áður en kom að sjósetningu.
Af þessum bátum eru þrír enn í fullri drift, eftir lagfæringar, en sá sem hafði smíðanúmer 1 var stutt í gangi. Allt um það hér fyrir neðan myndirnar

2039. Blíðfari GK 204, í Njarðvík
2039. Smíðanr. 1 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. Njarðvík 1987, eftir teikningu Karls Olsen yngri. Þó smíði hans lyki 1987 var hann ekki sjósettur fyrr en 3. ágúst 1989 og þá í Njarðvík. Strandaði við Þjósárósa 25. ágúst 1990 á leið frá Njarðvík til nýrra eigenda á Breiðdalsvík.
Nöfn: Blíðfari GK 204 og Vöggur GK 204.

1913. Reykjanes GK 19, í Keflavíkurhöfn, en þar var þessi sjósettur
1913. Smíðanr. 2 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. Njarðvík 1988, eftir teikningu Karls Olsen yngri. Sjósettur í Keflavíkurhöfn 14. apríl 1988. Breikkaður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1988. Lengdur og hækkaður 1995.
Lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn frá vertíð 1993 að hann var innsiglaður og þar til hann var sleginn nauðungaruppboðssölu í feb. 1994.
Nöfn: Reykjanes GK 19, Hringur SH 277, Snúður HF 77, Hafdís HF 249, Óli Færeyingur SH 315, Þórey KE 23, Hellnavík AK 59 , Hellnavík SU 59 og núverandi nafn: Hugborg SH 87.

1767. Stekkjarhamar GK 37
1767. Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík 1989. Lengdur og breikkaður uppi á bryggju í Kópavogi sumarið 1993.
Báturinn var upphaflega smíðaður fyrir útgerðarmann í Grindavík, en hann hætti við áður en smíði lauk.
Nöfn: Stekkjarhamar GK 207, Stekkjarhamar GK 37, Vikar KE 121, Bára SH 27, Grímsey ST 3, Grímsey ST 2, Keflvíkingur KE 50, Happasæll KE 94, Happi KE 95 og núverandi nafn: Kristín ÍS 141

1985. Freyr ST 11, fyrir sjósetningu

1985. Freyr ST 11, daginn sem hann var sjósettur, í Njarðvik
© myndir Emil Páll
1985. Smíðanr. 4 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík 1989 eftir teikningu Karls Olsen yngri. Sjósettur 20.júlí 1989. Lengdur í miðju hjá Skipasmíðastöðinni hf. á Ísafirði sumarið 1994.
Nöfn: Freyr ST 11, Njörður KE 208, Björn Kristjónsson SH 164, Kópanes SH 164, Kópanes EA 14 og núverandi nafn: Kópanes RE 164.
22.06.2013 22:08
Smábátahöfnin á Siglufirði
![]() |
Smábátahöfnin, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. júní 2013 |
22.06.2013 21:31
Skogsoy 35 H-2-B
![]() |
Skogsoy 35 H-2-B einn af þessum snurpurum © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi 14. júní 2013
22.06.2013 20:33
Rússi í Keflavík og Rainbow Hope í Njarðvik
![]() |
Rússi að koma til Keflavíkur og ef skoðað er vel skipið sem sést milli stefnis og hafnargarðsins, sést að Rainbow Hope, sem flutti Varnarliðsvörur er í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum |
22.06.2013 19:31
Eidvagfisk, í Noregi
![]() |
Eidvagfisk, í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson, í júní 2013
22.06.2013 18:32
Víðir EA 423 í gær
![]() |
7758. Víðir EA 423, að koma inn til Siglufjarðar í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. júní 2013
22.06.2013 17:37
Konni EA 21 í gær
![]() |
7704. Konni EA 21, á Siglufirði, í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. júní 2013
22.06.2013 16:36
Glitský
![]() |
7625. Glitský, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, í júní 2013 |











