Færslur: 2013 Júní

23.06.2013 12:19

Rækjuveiðar 2013: Sæfari ÁR 170 að taka trollið í Kolluál




         1964. Sæfari ÁR 170, að taka (rækju)trollið í Kolluál © myndir Garðar Kristjánsson, 23. júní 2013

23.06.2013 11:49

Sólplast: Skemmtileg breyting á þremur vikum

Hér koma tvær myndir sem ég tók með þriggja vikna millibili af sama sjónarhorninu, þar sem stefni Pálínu Ágústsdóttur GK 1, kom út úr hurðinni hjá Sólplasti.


              2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 hjá Sólplasti. Myndin er tekin degi eftir að báturinn kom með Gullvagninum, 30. maí 2013


            2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 hjá Sólplasti. Myndin er tekin í gær 22. júní 2013, degi eftir að báturinn fór í þennan nýja búning © myndir Emil Páll

Stefnt er að því að báturinn fari síðan aftur með Gullvagninum eftir nokkra daga.

23.06.2013 10:50

Eigendur Núma HF, Dúu RE og Láru Magg ÍS, komin í þrot

Útgerð farþegabátsins Núma RE 44 hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og hefur þrotabúið selt  bátinn til Dalvíkur þar sem hann hefur fengið nafnið Máni.
Skömmu fyrir gjaldþrotið var Dúa RE 400 keypt og voru hafnar breytingar á skipinu við bryggju í Grindavík og hafa þær því stöðvast. Sama má í raun segja með Láru Magga ÍS 86, sem fyrirtækið keypti fyrir nokkrum árum með það fyrir augum að breyta skipinu í skútu, en ekkert hefur verið gert í þeim málum og liggur skipið nú sem fyrr í Njarðvíkurhöfn.


                         1487. Númi RE 44, sem nú heitir Máni og er frá Dalvík


                                               617. Dúa RE 400, í Grindavík


                            619. Lára Magg ÍS 86,  í Njarðvík © myndir Emil Páll

23.06.2013 09:40

Jökull SK 16


             288. Jökull SK 16 © mynd Guðmundur Hafsteinsson, í júní 2013

23.06.2013 09:00

Steinunn AK 36


            1236. Steinunn AK 36 © mynd Guðmundur Hafsteinsson, í júní 2013

23.06.2013 08:16

Queen Elisabeth II

 

               Queen Elisabeth II © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi í júní 2013

23.06.2013 06:51

Forsolværing F-301-H

 

          Forsolværing F-301-H © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi. í júní 2013

22.06.2013 22:30

Olsen, bátarnir: saga í máli og myndum af alvarlega gölluðum bátum í fyrstu


                Í Njarðvíkurhöfn f.v. 1767. Stekkjarhamar GK 37, 1985. Freyr ST 11 og 2039. Blíðfari GK 204

                 Sömu bátar, en röðin þessi: 2039. Blíðfari GK 204, 1985. Freyr ST 11 og 1767. Stekkjarhamar GK 37, við bryggju í Njarðvík

Hér kemur saga fjögurra systurskipa sem smíðaðir voru í Vélsmiðju Ol. Olsen í Njarðvik, eftir teikningu Karls Olsen yngri á árunum 1987 til 1990. Kom strax í ljós að bátarnir voru alvarlega gallaðir og í raun stórhættulegir  og því létu eigendur breikka þá strax. Eins sést á myndunum að þeim var breitt á ýmsa vegu, áður en kom að sjósetningu.

Af þessum bátum eru þrír enn í fullri drift, eftir lagfæringar,  en sá sem hafði smíðanúmer 1 var stutt í gangi. Allt um það hér fyrir neðan myndirnar

                                           2039. Blíðfari GK 204, í Njarðvík

2039. Smíðanr. 1 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. Njarðvík 1987, eftir teikningu Karls Olsen yngri. Þó smíði hans lyki 1987 var hann ekki sjósettur fyrr en 3. ágúst 1989 og þá í Njarðvík. Strandaði við Þjósárósa 25. ágúst 1990 á leið frá Njarðvík til nýrra eigenda á Breiðdalsvík.

Nöfn: Blíðfari GK 204 og Vöggur GK 204.

                  1913. Reykjanes GK 19, í Keflavíkurhöfn, en þar var þessi sjósettur

1913. Smíðanr. 2 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. Njarðvík 1988, eftir teikningu Karls Olsen yngri. Sjósettur í Keflavíkurhöfn 14. apríl 1988. Breikkaður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1988. Lengdur og hækkaður 1995.

Lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn frá vertíð 1993 að hann var innsiglaður og þar til hann var sleginn  nauðungaruppboðssölu í feb. 1994.

Nöfn: Reykjanes GK 19, Hringur SH 277, Snúður HF 77, Hafdís HF 249, Óli Færeyingur SH 315, Þórey KE 23, Hellnavík AK 59 , Hellnavík SU 59 og núverandi nafn:  Hugborg SH 87.

                                         1767. Stekkjarhamar GK 37

1767. Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík 1989. Lengdur og breikkaður uppi á bryggju í Kópavogi sumarið 1993.

Báturinn var upphaflega smíðaður fyrir útgerðarmann í Grindavík, en hann hætti við áður en smíði lauk.

Nöfn: Stekkjarhamar GK 207, Stekkjarhamar GK 37, Vikar KE 121, Bára SH 27, Grímsey ST 3, Grímsey ST 2, Keflvíkingur KE 50,  Happasæll KE 94, Happi KE 95 og núverandi nafn: Kristín ÍS 141

                                               1985. Freyr ST 11, fyrir sjósetningu

                         1985. Freyr ST 11, daginn sem hann var sjósettur, í Njarðvik

                                                       © myndir Emil Páll

1985. Smíðanr. 4 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík 1989 eftir teikningu Karls Olsen yngri. Sjósettur 20.júlí 1989. Lengdur í miðju hjá Skipasmíðastöðinni hf. á Ísafirði sumarið 1994.

Nöfn: Freyr ST 11, Njörður KE 208,  Björn Kristjónsson SH 164, Kópanes SH 164, Kópanes EA 14 og núverandi nafn: Kópanes RE 164.

22.06.2013 22:08

Smábátahöfnin á Siglufirði


                Smábátahöfnin, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. júní 2013

22.06.2013 21:31

Skogsoy 35 H-2-B

 

            Skogsoy 35 H-2-B  einn af þessum snurpurum © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi 14. júní 2013

22.06.2013 20:33

Rússi í Keflavík og Rainbow Hope í Njarðvik


               Rússi að koma til Keflavíkur og ef skoðað er vel skipið sem sést milli stefnis og hafnargarðsins, sést að Rainbow Hope, sem flutti Varnarliðsvörur er í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum

 

22.06.2013 19:31

Eidvagfisk, í Noregi

 

             Eidvagfisk, í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson, í júní 2013

22.06.2013 18:32

Víðir EA 423 í gær

 

             7758. Víðir EA 423, að koma inn til Siglufjarðar í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. júní 2013

22.06.2013 17:37

Konni EA 21 í gær

 

        7704. Konni EA 21, á Siglufirði, í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. júní 2013

22.06.2013 16:36

Glitský


            7625. Glitský, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, í júní 2013