Færslur: 2011 Desember

25.12.2011 14:40

Vefmyndir frá 9 stöðum

Núna áðan tók ég sypru á vefmyndavélum og heimsótti níu staði, þ.e. á austfjörðum, snæfellsnesi og norðurlandi og sýna allar myndirnar staðina núna áðan, nem sú á Reyðarfirði sem sýndi stöðuna í gær kl. 19.04


                                                     Eskifjörður


                                                   Fáskrúðsfjörður


                                              Grundarfjörður


                                                 Mjóifjörður


                                                  Neskaupstaður


                                                  Reyðarfjörður


                                                       Siglufjörður


                                                   Stykkishólmur


                                                    Stöðvarfjörður
                                        

25.12.2011 14:00

Hav sund strandaði

Þetta færeyska flutningaskip sem mikið hefur verið í flutningum hér við land undanfarna mánuði var til umfjöllunar i færeyska vefmiðlinum skipini.fo og þar kom eftirfarandi fram:

Hav Sund rent á land

25.12.2011 - 13:22 - Kiran Jóanesarson

Farmaskipið Hav Sund rendi á land tíðliga í morgun. Skipið er sleipað avaftur og liggur trygt fyri akkeri.

Fimm mans eru við føroyska farmaskipinum Hav Sund. Skipið er sleipað avaftur, og eingin vandi er fyri skipi ella manning, sum er umborð.

Teir liggja fyri akkerið og hava ikki tørv á at fara av skipinum, skriva norskir miðlar.

Skipið hevur trupulleikar við skrúvuni og fær ikki siglt.

Hav Sund hevur fulla last av mjøli.
Hetta skrivar netavisin.fi í dag.

25.12.2011 13:00

Hafnarfjörður: Hvaleyrarbakki og dokkirnar

Hérna sjáum við úteftir Hvaleyrarbakka í Hafnarfirði og báðar dokkirnar. Í þeirri minni er Atlantic Vikings sem er það í algjörri óvissu eins og áður hefur verið sagt frá, en menn hafa jafnvel rætt um að fara með hann í pottinn frekar en að gera við hann. Allt kemur það þó í ljós.


          Frá Hafnarfirði í gær. Nánar er sagt frá málum ofan við myndina © mynd Emil Páll, 24. des. 2011

25.12.2011 12:05

Hafró, varðskipin og Sæbjörg




         Hafrannsóknarskipin, varðskipin og slysavarnaskóli sjómanna, í Reykjavík í gær © myndir Emil Páll, 24. des. 2011

25.12.2011 11:10

Ísbjörn ÍS 304 ex ex Hersir ÁR 2 ex Gissur ÁR 6

Hér koma tvær myndir af Ísbirni ÍS sem áður hét Borgin, en var til hérlendis fyrir mögum árum og bar þá nöfnin Hersir ÁR 2 og Gissur ÁR 6. Nær myndin er tekin á biluðu myndavélina og því ekki í fullum fókus, en hin á símann minn og ég er í raun sáttari við þá mynd.




      2276. Ísbjörn ÍS 304 ex ex Hersir ÁR 2 ex Gissur ÁR 6, í Reykjavíkurhöfn í gær, aðfangadag © myndir Emil Páll, 24. des. 2011

25.12.2011 10:35

Kleifarberg ÓF 2


       1360. Kleifarberg ÓF 2, í slippnum í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 24. des. 2011

25.12.2011 00:00

Brettingur og Baldvin Njálsson í snjómuggu og ekki

Þar sem það spáði nánast fárviðri á suðvesturhorninu á aðfangadag, tók ég dagnn snemma og fór um hádegi, en ég átti boð í jólaboð hjá dóttur minni í Reykjavík. Síðan kom á daginn að veðrið var í raun ekkert slæmt, en engu að síður ætlaði ég þá að nota tímann og taka mikið að myndum í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík, en ekki gekk það upp. Að vísu kom snjómugga þegar ég birjaði að mynda í Hafnarfirði og um leið bilaði myndavélin, þannig að mjög fáar myndir komu, en þess í stað náði ég nokkrum á símann minn og er það uppstaðan í þeim myndum sem munu birtast á þessari síðu í dag jóladag


     1279. Brettingur KE 50, í snjómuggunni í Hafnarfirði í hádeginu á aðfangadag, en eins og sjá má er hann orðinn blár að lit, sem er nánast sami liti og hann bar er hann var NS 50


       2182. BAldvin Njálsson GK 400, í snjómuggunni í hádeginu á aðfangadag, í Hafnarfirði

Svo gekk muggan yfir og allt birti á ný, en þá bilaði myndavélin þannig að ég gat ekkert súmmað og  litlu síðan ekkert notað hana, en þessar myndir eru teknar í ágætu skyggni, en engu súmmi


        1279. Brettingur KE 50, nú blár, í Hafnarfjarðarhöfn í hádeginu á aðfangadag jóla


         2182. Baldvin Njálsson GK 400, í hádeginu á aðfangadag jóla © myndir Emil Páll, 24. des. 2011

24.12.2011 00:00

Jóla, jóla, jólakveðja


   Þessi fallega mynd er tekin í Hafnarfirði © mynd Svavar Ellertsson

Vegna jólahátíðarinnar geri ég nú hlé á færslum á síðunni, en kem þó
eitthvað inn á jóladag, en tek síðan þráðinn upp að nýju á 2. í jólum
og held áfram, fram á gamlársdag og þá sendi ég frá mér eitthvað
varðandi áramótin og nýja árið.

23.12.2011 23:30

Jóla, jóla-, hvað?


                                             Jóla-, jóla- hvað?

23.12.2011 23:10

Sá íslensk / færeyski heitir nú Álfur SH 414

Báturinn sem kom í vikunni til Hafnarfjarðar, frá Færeyjum, en er í raun íslenskur þar sem hann var framleiddur fyrir færeyinga hjá Mótun í Njarðvik árið 2004, hefur nú verið skráður sem Álftur SH 414 og með skipaskrárnúmerið 2830 og er heimahöfn hans Stykkishólmur.


         Sjóam SA 161, nú 2830. Álfur SH 414, í Færeyjum © mynd shipspotting Regin Torkilson

23.12.2011 23:00

Providana


        Providana, í Santos Brazil © mynd shipspotting, Tómas Östberg - Jakobsen, 21. des. 2011

23.12.2011 22:00

Miami Coast Gard Base


          Miami Coast Gard Base, í Miami, Florida, USA © mynd shipspotting, vermtuarro, 13. apríl 1986

23.12.2011 21:00

Belem


                     Belem © mynd shipspotting, Ray o Donoghue, 1. júlí 2011

23.12.2011 20:20

Fundu lítið af loðnu

mbl.is

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson.

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson. mbl.is

Magn kynþroska loðnu var miklu minna en búast hefði mátt við eftir ungloðnumælingar haustið 2010. Þetta er niðurstaða loðnurannsókna sem Hafrannsóknarstofnun stóð fyrir í desember. Stofnunin getur ekki gefið út upphafsaflamarki á grundvelli þessara mælinga.

Á undanförnum árum hefur ungloðna verið mæld í október - nóvember en vegna verkfalls á rannsóknaskipunum hófst leiðangurinn nú seinna en áætlað var eða 29. nóvember á Árna Friðrikssyni og 30. nóvember á Bjarna Sæmundssyni. Bæði skipin luku leiðangrinum 10. desember.

Árni Friðriksson kannaði svæðið frá Kolbeinseyjarhrygg vestur í Grænlandssund en Bjarni Sæmundsson sem var jafnframt í sjórannsóknum kannaði svæðið austan Kolbeinseyjarhryggs. Engin loðna fannst austan Kolbeinseyjarhryggs en loðna fannst með kantinum vestan Kolbeinseyjar frá um 20°30' v.l. allt að sunnanverðu Grænlandssundi. Á austanverðu svæðinu var loðnan mikið blönduð, ókynþroska ungloðna og fullorðin loðna, á miðbiki útbreiðslunnar var meiri hlutinn fullorðin loðna og vestast á svæðinu var mest ókynþroska ungloðna. Ekki var unnt að kanna grænlenska landgrunnið og svæði við Austur-Grænland vegna rekíss og ísmyndunar.

Lítið mældist af loðnu í leiðangrinum og var fjöldi ungloðnu svipaður og í lélegu árunum frá 2004-2009 og aðeins um 10% af því sem mældist haustið 2010. Í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun segir að ekki verði á þessum grunni unnt að mæla með upphafsaflamarki haustið 2012.

Í fyrra haust voru ungloðnumælingarnar gerðar á tímabilinu 24. september til 11. október eða um tveimur mánuðum fyrr. Þá var hluti ungloðnunnar á því svæði sem unnt var að kanna nú en langmest af loðnunni, bæði ungloðnu og eldri loðnu, var á grænlenska landgrunninu og norður með Austur-Grænlandi allt norður fyrir Scoresbysund (71° n.br.), eða á svæði sem ekki var unnt að kanna núna vegna íss. Ekki verður fullyrt um hvort dreifing loðnunnar er með sama hætti og í fyrra en ef það er raunin var stærstur hluti loðnustofnsins utan rannsóknasvæðisins í ár. Reiknað er með að gerð verði tilraun til frekari ungloðnumælinga á nýju ári ef aðstæður leyfa.

23.12.2011 20:00

Stein Gerhard F-71-NK


            Stein Gerhard F-71-NK © mynd shipspotting, Lukasz Blaszczak, 22. júlí 2011