Færslur: 2011 Desember

01.12.2011 17:20

Arnarfell


     Arnarfell, í Vestmannaeyjum © mynd shipspotting, Guðbjörn Ármannsson, 26. ágúst 2005

01.12.2011 16:00

Fróði II ÁR 38


        2773. Fróði ÁR 38, í Þorlákshöfn © mynd shipspotting, Gummi, 20. ágúst 2008

01.12.2011 15:45

Varnarbarátta dragnótamanna

Fiskifréttir:

Dragnótamenn segja að sjávarútvegsráðherra hunsi fiskifræðileg viðhorf og virði ekki óskir heimamanna

Fiskifréttir 1. desember 2011 
Dragnótaveiðar (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Dragnótamenn segja að sjávarútvegsráðherra sé einangraður í deilunni um takmarkanir á dragnótaveiðum. Þeir segja að ráðherra hunsi fiskifræðileg viðhorf og virði ekki óskir heimamanna sem hlynntir séu dragnótaveiðum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Aðalfundur Samtaka dragnótamanna var haldinn um síðustu helgi. Friðrik G. Halldórsson, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði í samtali við Fiskifréttir að fundurinn hefði einkennst af þeirri varnarbaráttu sem dragnótamenn standi í gegn árásum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra á þessa grein undanfarin ár.

Fyrr á árinu kvörtuðu Samtök dragnótamanna til umboðsmanns alþingis vegna reglugerðar sjávarútvegsráðherra um lokun á svæði úti af norðanverðum Ströndum fyrir dragnótaveiðum. ,,Þetta er svæði sem liggur ekki að neinni byggð og þar hafa nánast engar veiðar verið stundaðar í önnur veiðarfæri. Því er ekki til að dreifa að dragnótin trufli aðrar veiðar. Ráðherra getur heldur ekki borið því við að hann hlusti á heimamenn því þarna búa engir. Umboðsmaður tók kvörtun okkar til meðferðar. Hann hefur kynnt sér málið og vonandi kemur álit frá honum innan tíðar," sagði Friðrik.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

01.12.2011 15:40

Fjárveiting fæst fyrir leigu á þriðju björgunarþyrlunni

Fiskifréttir:

Með því ætti að vera tryggt að ávallt séu a.m.k. tvær stórar þyrlur til taks.

Fiskifréttir 1. desember 2011 
TF Gná, leiguvél Landhelgisgæslunnar af gerðinni Super Puma.

Landhelgisgæslan hefur fengið fjármagn til þess að taka þriðju stóru björgunarþyrluna á leigu á næsta ári. Ásgrímur L. Ásgrímsson starfandi framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Gæslunnar greindi frá þessu í erindi á þingi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands í síðustu viku.

Vonast er til þess að ný leiguþyrla verði komin í gagnið fljótlega á næsta ári en þá á TF-LÍF að fara í skoðun. Landhelgigæslan er núna með tvær stórar björgunarþyrlur í rekstri en þær þurfa að fara í skoðun með reglubundnu millibili. Með því að fá þriðju björgunarþyrluna ætti því að vera hægt að tryggja að ávallt séu að minnsta kosti tvær stórar þyrlur til taks hérlendis í senn.

Verulega hefur dregið úr sjódögum varðskipanna við Ísland eftir hrun en á móti hafa þau verið í leiguverkefnum erlendis.

 Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.

01.12.2011 15:35

Dragast Íslendingar aftur úr?

Fiskifréttir:

Norðmenn verja sem samsvarar 100 milljörðum íslenskra króna í nýsmíðar en á meðan ríkir stöðnun á Íslandi

Fiskifréttir 1. desember 2011 
Tölvuteikning af togurunum sem Aker Seafoods lætur smíða.

Norðmenn hafa samið um smíði á 26 stórum og fullkomnum skipum sem afhent verða á næstu árum. Alls verja þeir sem samsvarar 100 milljörðum íslenskra króna í þessar nýsmíðar. Hér er einkum um uppsjávarskip og frystitogara að ræða, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Mikill hugur er í Norðmönnum og án efa á nýsmíðum eftir að fjölga á næstu misserum. Á sama tíma er aðeins eitt stórt fiskiskip í smíðum fyrir Íslendinga og alls óvíst hvort það verði gert út héðan. Íslenski fiskiskipaflotinn er orðinn mjög gamall og löngu tímabært að endurnýja stóran hluta hans. Jafnvel er talið að við þyrftum að fá um tíu nýsmíðuð skip á ári ef vel ætti að vera.

Fiskifréttir ræddu við forsvarsmenn nokkurra útgerða og þar kom fram að miðað við óvissu í sjávarútvegi, yfirvofandi innköllun veiðiheimilda og skattahækkanir myndi ríkja stöðnun í endurnýjun skipa. Á meðan drægist íslensk útgerð aftur úr en Norðmenn, helstu keppinautar okkar á mörkuðum erlendis, sigldu langt framúr okkur.   

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

01.12.2011 15:20

Gói ÞH 25


            1153. Gói ÞH 25, á Akureyri © mynd shipspotting, Gunni, fyrir einhverjum árum

01.12.2011 14:00

Bergur VE 44


      1031. Bergur VE 44, í Vestmannaeyjum © mynd shipspotting, Guðbjörn Ármannsson, 8. maí 2005

01.12.2011 13:00

Hvalur 9 RE 399


                  997. Hvalur 9 RE 399 © mynd shipspotting, Einar Örn Einarsson, 2009

01.12.2011 12:40

Kaup og sala í Grindavík

Það gengur fjöllum hærra í Grindavík, að búið sé að selja Mörtu Ágústsdóttur GK 14 og að önnur útgerð í Grindavík sé búin að kaupa Hafursey VE. Varðandi þann síðarnefnda þá veit ég ekki til þess að nein ákvörðun hafi verið tekin, en báturinn hefur verið skoðaður af fulltrúum viðkomandi kaupanda ef af verður. Varðandi Mörtu Ágústsdóttir, hef ég ekki fengið neitt staðfest ennþá.


                         967. Marta Ágústsdóttir GK 14 © mynd Emil Páll, 9. ágúst 2011


                        1416. Hafursey VE 122 © mynd Jóhann Þórlindsson, 2009

01.12.2011 12:00

Glófaxi VE 300


              968. Glófaxi VE 300 © mynd shipspotting, Guðbjörn Ármannsson, 27. júlí 2007

01.12.2011 11:00

Sigurður VE 15


        183. Sigurður VE 15, í Vestmannaeyjum © mynd shipspotting, Guðbjörn Ármannsson, 9. feb. 2005

01.12.2011 09:00

Hvalur 8 RE 388


                        117. Hvalur 8 © mynd shipspotting, Einar Örn Einarsson, 2008

01.12.2011 08:00

Berlín


                           Berlín © mynd shipspotting, Andreas Hoppe, í jan. 1955

01.12.2011 07:35

Norskur Otto Wathne ex ísleskur


     Otto Wathne, sá norski ex 1474. Otto Wathne NS og Gullberg NS © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. sept. 1998