Færslur: 2011 Desember

03.12.2011 19:00

Havrim


                             Havrim © mynd shipspotting, Tomas Pinas, 22. ágúst 2004

03.12.2011 18:40

Stærsti eða næst stærsti plastbáturinn?

Í dag birtist frétt á mbl.is þar sem Þorgeir Baldursson sagði frá því að stærsti plastbátur sem smíðaður hafi verið á Íslandi var sjósettur á Akureyri í dag. Bátasmiðjan Seigla smíðaði bátinn fyrir norskan kaupanda, Eskoy A/S i Tromsö.

Báturinn er útbúinn fyrir línuveiðar og er 5,70 m á breidd 14,98 m á lengd. Í honum eru vistarverur fyrir átta manns í tveggja manna klefum og í lestinni er pláss fyrir u.þ.b. 40 tonna afla ísvél.

--- Þetta stóð í mbl.is., síðan er spurning hvort hann sé stærsti eða ekki. Því mun stærri plastbátur var kláraður á Skagaströnd fyrir nokkrum árum, þó að skrokkur hans hafi að vísu verið fluttur til landsins frá Frakklandi. Sá hét m.a. Þórir Jóhannsson GK

Þessi bátur sem nú var sjósettur ber nafnið Saga K og kemur í stað báts sem fyrirtækið átti og sökk við Noreg, en fyrirtækið er í eigu íslendinga.

03.12.2011 17:00

Anton Dohrm




                                 Anton Dohrm © myndir shipspotting. ulmommo

03.12.2011 16:25

Ólafur Magnússon EA 250: Áhöfn og skip og að lokum erlent heiti á því


                           161. Ólafur Magnússon EA 250 © mynd Jón Páll


                         Áhöfnin 1961 © mynd Snorrason


                   Julie ex 161. Ólafur Magnússon © mynd Termaloma.com

03.12.2011 15:40

Pollapönk og Stekkjastaur í Andrews - leikhúsinu

Svona aðeins til að brjóta síðuna, þá kem ég hér með þrjár lélegar myndir sem ég tók á símann minn sem ekki er góður til að taka innimyndir. En í dag var börnum á Suðurnesjum boðið í ókeypis uppákomu í Andrew - leikhúsinu á Ásbrú og tók ég þá þessar myndir.


    Þetta á að vera Pollapönk en fjarlægðin var ofmikil fyrir símann og því er þetta árangurinn


                                                   Stefán Jón Friðriksson


                         Stekkjastaur í skotapilsi © símamyndir Emil Páll, 3, des. 2011

03.12.2011 13:00

Vestvågöy


                   Vestvågöy, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen

03.12.2011 12:40

Vågsund


                Vågsund, í Sortlandssundet, Noregi © mynd frode adolfsen, 2. nóv. 2011

03.12.2011 11:00

Hákon og Vilhelm Þorsteinsson á Akureyri

Þá er það deginum ljósara að þessi skemmtilega sjón sem við hér við Stakksfjörðinn höfum haft fyrir framan okkur undanfarnar vikur. þ,e, síldarbátanna Hákon EA og Vilhelm Þorsteinsson EA, er lokið a.m.k. í bili, því báðir liggja þeir nú á Akureyri. Ástæðan fyrir verunni þar er að þeir eru komnir í loðnuna, eða að leita að henni, en sökum brælu taka þeir nú helgarfrí þarna í höfuðstað norðurlands.


                       2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, í Helguvík © mynd Emil Páll


                       2407. Hákon EA 148, á Stakksfirði © mynd Emil Páll

03.12.2011 10:00

Remöytrål F-220-BD


      Remöytrål F-220-BD, í Tromsö í Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. ágúst 1997

03.12.2011 09:40

Karl Vilmar


                 Karl Vilmar © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. feb. 2007

03.12.2011 00:40

Danski Pétur VE 423 / Siglunes SH 22 / Siglunes SI 70

Hér er á ferðinni 40 ára gömul innlend smíði, sem enn er í fullu fjöri. Á þessum tíma hefur hann aðeins borið 3 nöfn, ef frá er talið fjórða nafnið sem hann bar í 1/2 ár. Birti ég hér myndir af bátnum með þessi þrjú nöfn sem hann bar í einhvern tíma.


                            1146. Danski Pétur VE 423 © mynd úr Ísland 1990


                               1146. Danski Pétur VE 423 © mynd úr Ísland 1990


                        1146. Danski Pétur VE 423 © mynd Jón Páll Ásgeirsson


                      1146. Siglunes SH 22 © mynd Hilmar Snorrason, í mars 2006


                      1146. Siglunes SH 22 © mynd Hilmar Snorrason, 16. sept. 2007


                             1146. Siglunes SH 22 © mynd Emil Páll, í júní 2008


                        1146. Siglunes SH 22 © mynd shipspotting, Gunni


                             1146. Siglunes SI 70, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll


                              1146. Siglunes SI 70 © mynd Álasund


        1146. Siglunes SI 70 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


    1146. Siglunes SI 70 © mynd af Sax, Konráð Rúnar Friðfinnsson


                         1146. Siglunes SI 70 © mynd Hilmar Snorrason, 2009

Smíðanúmer 23 hjá Þorgeir og Ellert hf., Akranesi 1971, eftir teikningu Benedikts Erlings Guðmundssonar. Yfirbyggður 1988. Breytt í þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn í Norðursjó, í mars 2008, hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., en aldrei fór hann þó í það hlutverk, heldur hélt áfram sem fiskiskip og er það enn í dag.

Nöfn: Danski Pétur VE 423, Siglunes SH 22, Siglunes SH 36 og núverandi nafn: Siglunes SI 70

02.12.2011 23:00

Karelía II


       Karelía II, frá Murmansk, í Kristjansund, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 31. okt. 2011

02.12.2011 22:00

Kapitain Gromtsev M1015


    Kapitain Gromtsev M1015, í Båtsfjord, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 24. feb. 2004

02.12.2011 21:40

Ísland fái í mesta lagi 4% af makrílkvótanum

Yfirlýsing hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Noregi og ESB fyrir makrílviðræður í næstu viku.

Fiskifréttir 2. desember 2011 
Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Boðaður hefur verið fundur í makríldeilu Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins á Írlandi í næstu viku og er þetta í þriðja sinn á þessu ári sem reynt er að finna lausn á málinu.

Af þessu tilefni hafa hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í Noregi og ESB sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar segir að Ísland og Færeyjar hafi á ábyrgðarlausan hátt aukið hlut sinn í makrílveiðunum úr 6% árið 2006 í 45% árið 2011. Hagsmunaaðilar í Noregi og ESB geti sætt sig við að Ísland fái í mesta lagi 4% heildaraflans sem samið verði um  og Færeyingar mest 7%. Slíkt samkomulag muni næstum tvöfalda hlut þessara tveggja landa sögulega séð. Þá er lagst gegn því að íslensk og færeysk skip fái aðgang að lögsögum Noregs og ESB til að veiða makríl.

Því má skjóta inn að ef Ísland fengi 4% af þeim heildarkvóta í makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til á næsta ári jafngilti það 23-26 þúsund tonna afla. Makrílafli Íslendinga á þessu ári var tæplega 160 þúsund tonn.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að það sé hvorki réttlátt né beri vott um sjálfbærni að fiska eins mikið og hægt sé meðan makríllinn sé í lögsögu viðkomandi ríkis. Ef farið hefði verið eftir þeirri reglu hefðu skip ESB og Noregs hæglega getað veitt þrisvar sinnum meira af makríl en sem nam kvótanum sem stjórnvöld þessara ríkja ákváðu.

Frá þessu er skýrt á vef samtaka norskra útgerðarmanna.

02.12.2011 21:35

Ný Cleopatra 40 afgreidd til Frakklands

Fiskifréttir:

Báturinn er útbúinn til netaveiða og makrílveiða með handfærarúllum.

Fiskifréttir 2. desember 2011

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Lorient á vesturströnd Frakklands. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Femmes de Legende og er 17 brúttótonn.  Þetta er ný útgáfa af hinum vinsæla Cleopatra 38 bát, að því er segir í frétt frá Trefjum.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V158TIM 600hp tengd ZF360IV gír.
Báturinn er útbúinn 6kW rafstöð af gerðinni Westerbeke.  Siglingatæki eru frá Furuno.  Hann einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til netaveiða og makrílveiða með handfærarúllum.
Netaborð er frá Beiti.  Handfærarúllur eru frá DNG.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 16 stk 380 lítra kör í lest.  Lestin er útbúinn með kælikerfi.  Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá til fjóra auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Lorient allt árið. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar í næstu viku.  4 menn verða í áhöfn.