Færslur: 2011 Desember

05.12.2011 19:38

Þegar snjóboltarnir flugu upp

Þegar snjóboltarnir flugu upp. Já í dag lenti ég í því er ég ók eina götuna í Keflavík, sem ekki var vel skafin að tveir snjóboltar á miðri götunni flugu skyndilega upp. Já þetta voru ekki snjóboltar, heldur rjúpur. Heheh

05.12.2011 19:20

Þorsteinn GK 16


              145. Þorsteinn GK 16 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 23. ágúst 1988

05.12.2011 17:30

Sjóli HF 18, ónýtur eftir bruna

Hér sjáum við togarann Sjóla HF 18, ónýtann eftir bruna 1986 og sýna myndirnar hann utan á togaranum Júní HF. Þá birtist ein mynd af togaranum fyrir brunann


                 

      1602. Sjóli HF 18, utan á 1308. Júní HF 343. Sjóli varð ónýtur við brunann og því seldur úr landi © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, 27. feb. 1986


                                1602. Sjóli RE 18 © mynd Snorrason

05.12.2011 17:00

Hafrún ÍS 400 + flakið undir Stigahlíð

Hér koma myndir af flaki bátsins, eins og það var 5 árum eftir að hafa strandað undir Stigahlíð. Að auki birti ég tvær myndir af bátnum fyrir þann atburð.




    1050. Hafrún ÍS 400 strandaði 2. mars 1983, undir Stigahlíð og komst áhöfnin að sjálfdáðum í land eftir að stýrimaðurinn hafði að mestu vaðið í land með líflínuna. Allt um það í viðtali sem ég tók við stýrimanninn fyrir nokkrum árum og á eftir að birta. Er áhöfnin var að krönglast í grjótinu í átt til byggða, kom að lokum frönsk þyrla sem var hér í sýningarferð og bjargaði upp áhöfninni © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, 18. sept. 1988


                                      1050. Hafrún ÍS 400 © mynd Jón Páll


                       1050. Hafrún ÍS 400 © mynd Snorrason

05.12.2011 16:30

Elliði GK 445

               43. Elliði GK 445 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 6. apríl 1988

05.12.2011 14:00

Dreki HF 36


            27. Dreki HF 36, í Hafnarfirði © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 27. feb. 1986

05.12.2011 13:00

Flott Eyjasyrpa - á miðnætti


                                       - sjá nánar á miðnætti -

05.12.2011 12:00

Varðandi Sjávarborgina. Þórir Jó og þessar pælingar og rugl

Einn af þeim duglegu ljósmyndurum sem ég hef úti á landsbyggðinni sendi mér eftirfarandi sem ég birti nú og er vel þess virði að hugsa um:

Varðandi Sjávarborgina og Þórir Jó, og allar þessar pælingar og rugl,

Ég er sammála þér með 1860 að hann er stæðsti plastari sem smíðaður hefur verið hér á landi,

Tveir eru þó þeir bátar sem ég vil sérstaklega nefna: 1640 Patrekur BA 64 síðast Hraunsvík GK 90 samkvæmt skipaskrá smíðaður í Stykkishólmi 1982, en skrokkurinn var keyptur af Jóni Magnússyni útgerðarmanni í Noregi og dreginn til landsins þaðan, lengdur og kláraður hjá Skipavík á
árunum 1980-82.

Svo er núna í eigu sama manns Jóns Magnússonar á Patreksfirði eða fyrirtækis hans, annar afar athygliverður bátur 182. Vestri BA 63 sagður samkvæmt skipaskrá byggður í Noregi 1960, og endursmíðaður 1999 (í Póllandi). Í því skipi er ekkert eftir af gamla skipinu, og lagið á honum ekkert í líkingu við upprunann. Hann var endursmíðaður samkvæmt nýrri teikningu, og vegna einhverja fáránlegra reglna borgaði sig frekar að byggja nýjan bát utan um vélarrúmið úr þeim gamla og botninn undir því frekar en byggja alveg nýjan. Og þó margt annað hafi verið notað úr gamla 182. við endurbygginguna 1999, voru það hlutir sem höfðu verið endurnýjaðir fyrir, eins og lestarlúga og dráttarlúga. Gluggar í brú voru úr brúni úr gamla, en hún hafði verið endurnýjuð fyrir 1990. 2005 var svo vélin endurnýjuð og restin af skrokknum undir vélini endurnýjuð og breytt. Þá kemur spurningin: Hvað er þá eftir af 182 og er réttlætanlegt að segja þetta skip smíðað 1960.


                           1640. Patrekur BA 64 © mynd Ísland 1990


                                        182. Vestri BA 63 © mynd Emil Páll

05.12.2011 11:05

Skjöldur SI 101


           978. Skjöldur SI 101 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson,  31. maí 1987

05.12.2011 00:00

Hringur HU 42 / Bára ÍS 66 / Sigursæll AK 18 / Veiga ÍS 19 / Ramóna ÍS 840

Hér er á ferðinni fertugur eikarbátur smíðaður hérlendis og er enn í notkun. Sökk að vísu einu sinni en var náð upp aftur.


                          1148. Hringur HU 42 © mynd Snorrason


                              1148. Bára ÍS 66, á Ísafirði © mynd Hilmar Snorrason, 2002


        1148. Bára ÍS 66 © mynd Jón Páll, í nóv. 1997


                                       1148. Bára ÍS 66


                 1148. Sigursæll AK 18 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


                        1148. Sigursæll AK 18 © mynd Jóhann Þórlindarson, 2009


                               1148. Sigursæll AK 18 © mynd Híbýli og skip


                                                   1148. Veiga ÍS 19


                                             1148. Veiga ÍS 19


                   1148. Veiga ÍS 19, í Súðavík © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen


             1148. Veiga ÍS 19 © mynd Sigurður Bergþórsson, 26. maí 2010


        1148. Ramóna ÍS 840, Kaldalóni við Djúp © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 27. mars 2011

Smíðanúmer 24 hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði 1971, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Sökk í höfninni á Súðavík 8. mars 2002 og bjargaði Slökkvilið Ísafjarðar bjargaði bátnum upp samdægurs og var hann dreginn til viðgerðar á Ísafirði.

Nöfn: Bára RE 26, Hringur SH 35, Hringur HU 42, Bára ÍS 66, Sigursæll AK 18, Valaberg VE 6, Veiga ÍS 19 og núverandi nafn: Ramóna ÍS 840

04.12.2011 23:00

Kalkvík


                Kalkvík, frá Tórshavn, í Færeyjum © mynd MarineTraffic, FrittOinga-DelFzijl

04.12.2011 22:00

Vestervon SF - 11 - A


           Vestervon SF - 11 - A © mynd shipspotting, frode adolfsen, 22. júní 2011

04.12.2011 21:00

Neskaupstaður í dag

Reina kom á fimmtudagskvöldið til Neskaupstaðar og er verið að skipa út í hana frystum vörum. Í morgun komu Green Crystal og Greeen Tromso, en þar er verið að umskipa frystum afurðum frá Hornafirði úr Tromso yfir í Crystal. Síðan lestar annað skipið 300 t hér. Skipin fara væntanlega á morgun, kv Bjarni G








      Reina, Green Tromsö og Green Crystal, á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 4. des. 2011

04.12.2011 20:00

Akureyri sunnudaginn 27. nóv. sl.

Bjarni Guðmundsson var nýverið á Akureyri og tók þá þessar myndir, þ.e. sunnudaginn 27. nóvember sl.


                                                 2662. Kristína EA 410


                         396. Trausti EA 98, 1354. Hildur og 926. Þorsteinn GK 15


                                        398. Trausti EA 98 og 1254. Hildur


                                             926. Þorsteinn GK 15


                                1402. Póseidon EA 303 og 1851. Nunni EA 87


         Remoy Viking M-33-VN  ©  myndir Bjarni G., á Akureyri, sunnudaginn 27. nóv. 2011

04.12.2011 19:00

Lómur

Lítið flutningaskip í eigu Nes í Hafnarfirði en flaggað erlendis. Gerir fyrirtækið út nokkur önnur skip og bera þau öll fuglanöfn.


                Lómur, í Rotterdam © mynd shipspotting, Herik Jurgerius, 27. okt 2005