Færslur: 2011 Desember

10.12.2011 10:45

Muggur GK 70 og feðgarnir





      2510. Muggur GK 70 og feðgarnir, í Sandgerði fyrir mörgum mörgum árum © myndir úr safni Sólplasts

10.12.2011 00:00

Sandgerði

Hér kemur stór syrpa tekin í Sandgerðishöfn fyrir einhverjum árum og þó myndirnar séu keimlíkar, eru þó einhver breyting þeirra á milli. Hvað um það syrpa er hér:
































         Sandgerði © myndir úr safni Sólplasts

09.12.2011 23:00

Sökk í Hvalfirði

Hér sjáum við Hugborgu HF 14, eftir að henni var bjargað upp úr Hvalfirði, þar sem báturinn sökk, Er hann þarna kominn á athafnarsvæði Plastverks í Sandgerði,


   6356. Hugborg HF 14 © margra ára gömul mynd úr myndasafni Sólplasts

09.12.2011 22:40

Ex Ljósafoss, Hvítanes og Saga 1 á strandstað í dag








    Edro III ex ex Ljósafoss, Hvítanes og Saga 11, á strandstað í dag © myndir shipspotting, Black Beard, 9. des. 2011

09.12.2011 22:00

Drekkhlaðið uppsjávarveiðiskip og Muggur

Mynd þessi er tekin í Sandgerði haustið 2001 og sýnir drekkhlaðið uppsjávarveiðiskip, sem ég er ekki viss um nafnið á, svo og Mugg KE 2 á reynslusiglingu í höfninni.


     2510. Muggur KE 2 siglir fram hjá drekkhlöðnu uppsjávarveiðiskipi í Sandgerðishöfn, haustið 2001 © mynd úr safni Sólplasts

09.12.2011 21:00

Kristbjörg ST 39 og Glaður ST 10


      2207. Kristbjörg ST 39 og 7087. Glaður ST 10 © mynd Árni Þ, Baldursson í Odda, nóv. 2011

09.12.2011 20:00

Hrefna SU 22, Reyðarfirði






                           6633. Hrefna SU 22, Reyðarfirði © myndir úr safni Sólplasts

09.12.2011 19:00

Vopnafjörður






                                          Vopnafjöður © myndir úr safni Sólplasts

09.12.2011 18:00

Andrés, Sigurborg og Kristján


Mikið hefur oft verið fjallað um Sólplast hér á síðunni svo og undanfara þess þ.e. Plastverk. Plastverk var í eigu Andrésar Eyjólfssonar og þar störfuðu bæði dóttir hans Sigurborg og tengdasonurinn Kristján Nielsen. Kom það síðan í hlut þeirra að taka við rekstri Plastverks og upp úr því stofnuðu þau Sólplast

Hér koma myndir af þeim öllum þremur, sem teknar voru fyrir meira en einum áratugi og augljóslega hafa þau breyst mikið síðan þá hehehe.


                    Andrés Eyjólfsson


                           Sigurborg Sólveig Andrésdóttir


          Kristján Nielsen

                                © myndir úr safni Sólplasts, teknar fyrir allmörgum árum

09.12.2011 17:00

Særún GK 104


                                 6828. Særún GK 104 © mynd úr safni Sólplasts

09.12.2011 16:00

Hojofart - íslensk framleiðsla

Fyrirtækið Ventus í Keflavík  framleiddi snemma á tíunda áratug síðustu aldar tvær skútur að gerðinni BB 12 Ventus. Skrokkurinn bar smiðaður hjá Plastverki hf. í Sandgerði og hér kemur mynd af fyrri skútunni, en eftir sýningarferðaleg í Dusseldorf í Þýskalandi og í Danmörku var hún fyrst leigð þýskum aðila og síðan seld svissneskum og að lokum fór hún til Danmörku, en bar aðeins þetta eina nafn.


         Skútan Hoojofart sem framleidd var fyrir Ventus hjá Plastverki í Sandgerði © mynd úr safni Sólplasts

09.12.2011 14:10

Kiddi Lár GK 501, til Stykkishólms

Samkvæmt fregnum hafa eigendur Bíldseyjar SH 65, keypt bátinn Kidda Lár GK 501 og munu gera hann út frá Stykkishólmi. Samkvæmt sömu fregnum er ekki ljóst hvort Bíldsey verði seld.

Birti ég hér myndir af báðum bátunum.


          2704. Kiddi Lár GK 501, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 27. jan. 2011


          2650. Bíldsey SH 65, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 3. apríl 2011

09.12.2011 12:45

Edda NS 113 - fyrsti báturinn sem Sólplast breytti














                         6837, Edda NS 113, í Innri - Njarðvík  © mynd úr safni Sólplasts. Þessi bátur er raunar fyrsti báturinn sem Sólplast breytti, en aðrir bátar sem myndir eru af úr safni Sólplasts og eru eldri verk voru unnin hjá Plastverki, í Sandgerði en í því fyrirtæki nam Kristján Nielsen iðnina og var í eigu tengdaföðurs hans.

09.12.2011 09:50

Frá Ströndum

Þær eru oft líflegar síðurnar sem þeir strandamenn Jón Halldórsson og Árni Þ. Baldursson í Odda halda úti. Hér birti ég myndir af síðu Árna sem voru teknar í nóv. sl., en nöfn viðkomandi fylgdu ekki með. Fleiri myndir eru á síðunni en tengill á hana er hér til hliðar á minni.






    Ekki þekki ég þann á efstu myndinni, en hinn er Suðurnesjamaður, sem trúlega rær þarna á Guðrúnu Petrínu GK 107 © myndir Árni Þ, Baldurs í Odda, nóv. 2011

09.12.2011 09:20

Lífleg bátasala

Nokkuð lifleg sala á bátum í ýmsum stærðum hafa verið að undanförnu og veit ég um 5 stærri báta sem eru í söluferli svo og einn plastbát af stærri gerðinni. Að ósk viðkomandi mun ég ekki greina frá þeim að sinni. Aftur á móti sá ég er ég fletti auglýsingum frá skipasölum, að eftirfarandi þrír bátar hafa nýlega verið seldir.


                       2502. Skúli ST 75 © mynd Árni Þ, Baldurs í Odda. Jan 2011


        2710. Bliki EA 30 ex EA 12 © mynd af vef Viðskiptahússins


                        2754. Flugaldan ST 54 © mynd Emil Páll, 5. júlí 2011