Færslur: 2011 Desember

30.12.2011 18:00

Harpa, Árni Friðriksson, Bjarni Sæmundsson, Þór, Týr, Ægir og Sæbjörg

Hin fræga Harpa, hafrannsóknarskipin, varðskipin og slysavarnarskóli sjómanna í Reykjavíkurhöfn nú um jólin


    Harpa, Árni Friðriksson, Bjarni Sæmundsson, Þór, Týr, Ægir og Sæbjörg, í Reykjavíkurhöfn, nú um jólin © mynd Jón Páll Ásgeirsson, í des. 2011

30.12.2011 17:00

Hlerarnir á hafrannsóknarskipinu Johan Hjort


   Hlerarnir á hafrannsóknarskipinu Johan Hjort © mynd Jón Páll Jakobsson, í Noregi, 2011

30.12.2011 16:00

Fóðurflutningaskip fyrir laxeldi


             Fóðurflutningaskip fyrir laxeldi, í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson

30.12.2011 15:00

Íslenskur stýrimaður á Bourbon Moonson - meira á miðnætti

Á þessu skipi er íslenskur stýrimaður OG HEF ÉG GRUN UM AÐ ÞAÐ SÉ EINAR ÖRN EINARSSON
                      Bourbon Moonson © mynd Jón Páll Jakobsson
         - Fleiri myndir af skipinu og systurskipum þess, birtist hér á miðnætti

30.12.2011 14:00

Stormur SH 177


         

         1321. Stormur SH 177, í Njarðvik núna í hádeginu © myndir Emil Páll, 30. des. 2011

30.12.2011 13:00

Óðinn


                        159. Óðinn © mynd Jón Páll Ásgeirsson, í des. 2011

30.12.2011 12:10

Sædís ÁR 22

Hér er á ferðinni einn af þeim bátum sem smíðaðir voru í Hafnarfirði. Hann strandaði 1963 en var náð út aftur og sökk síðan í Húnaflóa 1979, Sögu hans birti ég undir myndinni.


         301. Sædís ÁR 22, í Skipasmíðastöð Njarðvikur með nýtt stýrishús sem sett var á hann þar © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson, 1977

Smíðaður í Hafnarfirði 1939. Strandaði á Garðskagaflös 15. des. 1963, náð úr aftur. Nýtt stýrishús, Njarðvíkurslipp 1977 og sökk í Húnaflóa 27. júní 1979.

Nöfn: Auðbjörg GK 301, Auðbjörg HU 6, Auðbjörg SH 197, aftur Auðbjörg HU 6, Sigmundur Sveinsson KÓ 6, Bliki SH 166, Sædís ÁR 22 og Vinur ST 21

30.12.2011 11:35

Hólmavík




                   Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is   28. des. 2011

30.12.2011 00:00

Glitský á Húsavík 27.12.2011

Fyrir sólarhring birtist skemmtileg syrpa sem Svafar Gestsson tók á Húsavík þá um kvöldið og nú birtist önnur syrpa sem ekki er lakari, en hún sýnir Glitský á himni sólarhring áður og segja má að hver og ein mynd sé listaverk út af fyrir sig.




























               Glitský á Húsavík © myndir Svafar Gestsson, 27. des. 2011

29.12.2011 23:00

Brynjar BA 128


                  1947. Brynjar BA 128 © mynd Jón Páll Jakobsson

29.12.2011 22:50

Andri BA 101


                1951. Andri BA 101, á Bíldudal © mynd Jón Páll Jakobsson

29.12.2011 22:30

Meira um tjónið á Neskaupstað á aðfangadag ( 3.hl)

Í óveðrinu á aðfangadagskvöld í Neskaupstað skemmdist Barði NK en Barði slitnaði frá að framan og sést í eftirlitsmyndavélum þegar skipið slitnar frá bryggju og leggst á bb hliðina um ca 45 gráður, Barði lendir síðan á Reinu og gerir gat á skutinn og slítur síðan landfestatóg Reinu.  Einnig kom gat á Barða og lunningin aftan við stýrishús bognar.  Svo fuku ruslagámar í sjóinn og sést á einni myndinni gámur sem fauk í sjóinn við hliðina á Bjarti NK og á annari mynd sést hvar gámurinn stóð bundinn í síldartunnur með steypu í og er vegalengdinn sem gámurinn fór ca 6-700 metrar og ekki merki um að hann hafi komið við jörð í flugferðinni. Einnig fuku stórir gámar og bretti kv Bjarni G






                                               Skemmdirnar á 1976,. Barða NK











                                                        Gámurinn í sjónum

                  Gámurinn hífður upp © myndir Bjarni G, á Neskaupstað 27. og 28. des. 2011

29.12.2011 22:05

Ýmir BA 32


                   1499. Ýmir BA 32 © mynd Jón Páll Jakobsson

29.12.2011 18:00

Polarhav N-16-ME ex íslenskur

Þessi var upphaflega Grænlenskur, síðan bar hann fjögur nöfn á Íslandi þ.e. 2140. Skotta HF 172, Skotta KE 45, Eldborg RE 22 og Eldborg SH 22. Þar næst hefur hann borið þrjár skráningar í Noregi, þar sem hann er nú.


      Polarhav N-16-ME ex 2140. Skotta HF, Skotta KE, Eldborg RE og Eldborg SH, í Bergen í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson

29.12.2011 17:00

Gerðar Þórðarson með stórlúðu


         Gerðar Þórðarson og stórlúða © mynd Púki Vestfjörð