Færslur: 2011 Desember
30.12.2011 18:00
Harpa, Árni Friðriksson, Bjarni Sæmundsson, Þór, Týr, Ægir og Sæbjörg
Hin fræga Harpa, hafrannsóknarskipin, varðskipin og slysavarnarskóli sjómanna í Reykjavíkurhöfn nú um jólin

Harpa, Árni Friðriksson, Bjarni Sæmundsson, Þór, Týr, Ægir og Sæbjörg, í Reykjavíkurhöfn, nú um jólin © mynd Jón Páll Ásgeirsson, í des. 2011
Harpa, Árni Friðriksson, Bjarni Sæmundsson, Þór, Týr, Ægir og Sæbjörg, í Reykjavíkurhöfn, nú um jólin © mynd Jón Páll Ásgeirsson, í des. 2011
Skrifað af Emil Páli
30.12.2011 17:00
Hlerarnir á hafrannsóknarskipinu Johan Hjort
Hlerarnir á hafrannsóknarskipinu Johan Hjort © mynd Jón Páll Jakobsson, í Noregi, 2011
Skrifað af Emil Páli
30.12.2011 16:00
Fóðurflutningaskip fyrir laxeldi
Fóðurflutningaskip fyrir laxeldi, í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson
Skrifað af Emil Páli
30.12.2011 15:00
Íslenskur stýrimaður á Bourbon Moonson - meira á miðnætti
Á þessu skipi er íslenskur stýrimaður OG HEF ÉG GRUN UM AÐ ÞAÐ SÉ EINAR ÖRN EINARSSON
Bourbon Moonson © mynd Jón Páll Jakobsson
- Fleiri myndir af skipinu og systurskipum þess, birtist hér á miðnætti
Skrifað af Emil Páli
30.12.2011 14:00
Stormur SH 177
1321. Stormur SH 177, í Njarðvik núna í hádeginu © myndir Emil Páll, 30. des. 2011
Skrifað af Emil Páli
30.12.2011 12:10
Sædís ÁR 22
Hér er á ferðinni einn af þeim bátum sem smíðaðir voru í Hafnarfirði. Hann strandaði 1963 en var náð út aftur og sökk síðan í Húnaflóa 1979, Sögu hans birti ég undir myndinni.

301. Sædís ÁR 22, í Skipasmíðastöð Njarðvikur með nýtt stýrishús sem sett var á hann þar © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson, 1977
Smíðaður í Hafnarfirði 1939. Strandaði á Garðskagaflös 15. des. 1963, náð úr aftur. Nýtt stýrishús, Njarðvíkurslipp 1977 og sökk í Húnaflóa 27. júní 1979.
Nöfn: Auðbjörg GK 301, Auðbjörg HU 6, Auðbjörg SH 197, aftur Auðbjörg HU 6, Sigmundur Sveinsson KÓ 6, Bliki SH 166, Sædís ÁR 22 og Vinur ST 21
301. Sædís ÁR 22, í Skipasmíðastöð Njarðvikur með nýtt stýrishús sem sett var á hann þar © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson, 1977
Smíðaður í Hafnarfirði 1939. Strandaði á Garðskagaflös 15. des. 1963, náð úr aftur. Nýtt stýrishús, Njarðvíkurslipp 1977 og sökk í Húnaflóa 27. júní 1979.
Nöfn: Auðbjörg GK 301, Auðbjörg HU 6, Auðbjörg SH 197, aftur Auðbjörg HU 6, Sigmundur Sveinsson KÓ 6, Bliki SH 166, Sædís ÁR 22 og Vinur ST 21
Skrifað af Emil Páli
30.12.2011 11:35
Hólmavík
Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 28. des. 2011
Skrifað af Emil Páli
30.12.2011 00:00
Glitský á Húsavík 27.12.2011
Fyrir sólarhring birtist skemmtileg syrpa sem Svafar Gestsson tók á Húsavík þá um kvöldið og nú birtist önnur syrpa sem ekki er lakari, en hún sýnir Glitský á himni sólarhring áður og segja má að hver og ein mynd sé listaverk út af fyrir sig.














Glitský á Húsavík © myndir Svafar Gestsson, 27. des. 2011
Glitský á Húsavík © myndir Svafar Gestsson, 27. des. 2011
Skrifað af Emil Páli
29.12.2011 22:50
Andri BA 101
1951. Andri BA 101, á Bíldudal © mynd Jón Páll Jakobsson
Skrifað af Emil Páli
29.12.2011 22:30
Meira um tjónið á Neskaupstað á aðfangadag ( 3.hl)
Í óveðrinu á aðfangadagskvöld í Neskaupstað skemmdist Barði NK en Barði slitnaði frá að framan og sést í eftirlitsmyndavélum þegar skipið slitnar frá bryggju og leggst á bb hliðina um ca 45 gráður, Barði lendir síðan á Reinu og gerir gat á skutinn og slítur síðan landfestatóg Reinu. Einnig kom gat á Barða og lunningin aftan við stýrishús bognar. Svo fuku ruslagámar í sjóinn og sést á einni myndinni gámur sem fauk í sjóinn við hliðina á Bjarti NK og á annari mynd sést hvar gámurinn stóð bundinn í síldartunnur með steypu í og er vegalengdinn sem gámurinn fór ca 6-700 metrar og ekki merki um að hann hafi komið við jörð í flugferðinni. Einnig fuku stórir gámar og bretti kv Bjarni G



Skemmdirnar á 1976,. Barða NK






Gámurinn í sjónum

Gámurinn hífður upp © myndir Bjarni G, á Neskaupstað 27. og 28. des. 2011
Skemmdirnar á 1976,. Barða NK
Gámurinn í sjónum
Gámurinn hífður upp © myndir Bjarni G, á Neskaupstað 27. og 28. des. 2011
Skrifað af Emil Páli
29.12.2011 18:00
Polarhav N-16-ME ex íslenskur
Þessi var upphaflega Grænlenskur, síðan bar hann fjögur nöfn á Íslandi þ.e. 2140. Skotta HF 172, Skotta KE 45, Eldborg RE 22 og Eldborg SH 22. Þar næst hefur hann borið þrjár skráningar í Noregi, þar sem hann er nú.

Polarhav N-16-ME ex 2140. Skotta HF, Skotta KE, Eldborg RE og Eldborg SH, í Bergen í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson
Polarhav N-16-ME ex 2140. Skotta HF, Skotta KE, Eldborg RE og Eldborg SH, í Bergen í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson
Skrifað af Emil Páli
29.12.2011 17:00
Gerðar Þórðarson með stórlúðu
Gerðar Þórðarson og stórlúða © mynd Púki Vestfjörð
Skrifað af Emil Páli
