Færslur: 2011 Desember

15.12.2011 22:00

Louwe Senior PW-447


        Louwe Senior PW-447, í Harlingern, Hollandi © mynd shipspotting, Klass-Jan Brouwer, 20. okt. 2006

15.12.2011 21:00

Agadir, í Morocco


                            Agadir, í Morocco © mynd shipspotting, TYZEF29

15.12.2011 20:00

Havung


                      Havung, í Alesundi, Noregi © shipspotting, HS Foto, 13. apríl 2007

15.12.2011 19:30

Arnfríður Sigurðardóttir RE 14 seld til Hólmavíkur og fer á rækju

Þá  er Hólmavíkurmálið leyst, þ.e. kaup á 100 tonna báti til rækjuveiða. Verið er að kaupa ex Eykon RE 19, sem heitir í dag Arnfríður Sigurðardóttir  RE 14. Kaupendunir eru þeir sem áttu þann sem er Sveinbjörn Jakopsson SH 260  í dag, og hét þá Sæbjörg ST  7. Er þá átti við að sömu aðilar standa að þessari útgerð og þeirri sem átti Sæbjörgina.


        177. Arnfríður Sigurðardóttir RE 14, á Akranesi © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 20. júli 2010

15.12.2011 19:10

Bjarni Ólafsson AK 70


           1504. Bjarni Ólafsson AK 70 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 28. maí 1987

15.12.2011 15:05

Grímur kokkur styrkir Landsbjörg

Átti frábært hádegi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í dag.
Svo frábært starf sem þau vinna um allt land. Skrifuðum undir samning um að þeir mega leita til okkar hvenær sem er að nóttu eða degi ef þeim vantar mat fyrir svangt björgunarsveitar fólk, hvort sem það er leit,æfing eða fundir.
Björgunarsveita fólk um allt land Þið eruð hetjur og vinnið svo frábært starf.

15.12.2011 15:00

Veiddu risalúðu í Hornafjarðardýpi

Lúðan mældist 258 sentímetrar að lengd og áætluð þyngd er 250 kíló

Fiskifréttir 15. desember 2011
Risalúða sem Kleifaberg veiddi. (Mynd: Trausti Gylfason)

Frystitogarinn Kleifaberg ÓF fékk risalúðu í trollið í síðustu viku er skipið var að ufsaveiðum í Hornafjarðardýpi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Trausta Gylfasyni, háseta á Kleifaberginu, er lúðan um 258 sentímetrar að lengd og áætluð þyngd um 250 kíló. ,,Ef mér skjátlast ekki þá mun þetta vera ein af stærstu lúðum sem veiðst hafa við landið síðustu ár," sagði Trausti.  

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

15.12.2011 14:45

Grindavík: Síðasti hafnarstjórnarfundur Sverris

grindavik.is

Síðasti hafnarstjórnarfundur Sverris 
   Páll Jóhann færir Sverri blóm á síðasta hafnarstjórnarfundi Sverris.


Sverrir Vilbergsson lætur sem kunnugt er af störfum sem hafnarstjóri  í Grindavík um næstu áramót en Sverrir er kominn á eftirlaun. Síðasti fundur hans í hafnarstjórn sem hafnarstjóri var í vikunni og þar þakkaði stjórnin honum fyrir vel unnin störf fyrir Hafnarstjórn Grindavíkur.

Páll Jóhann Pálsson formaður hafnarstjóarnar færði honum blóm í tilefni dagsins. Sverrir hefur stýrt fundum hafnarstjórna frá árinu 2000. Sigurður Arnar Kristmundsson tekur við sem nýr hafnarstjóri um áramót.

Sigurður er með 3. stigs skipstjórnarréttindi, löggildingu vigtarmanns og réttindi hafnsögumanns og hefur gilt skírteini hafnsögumanns fyrir Grindavíkurhöfn. Hann starfaði sem hafnsögumaður og hafnarvörður hjá Grindavíkurhöfn á árunum 1999 til 2005 og leysti þá m.a. hafnarstjóra af. Undanfarin misseri hefur hann starfað sem verslunarstjóri N1 í Grindavík.

Sigurður segist fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt og krefjandi starf sem hafnarstjóri. Hann segist þekkja vel til hvað bíður hans en starfið sé spennandi og fullt af skemmtilegum áskorunum og verkefnum sem bíða.

Sverrir fráfarandi hafnarstjóri og Sigurður verðandi hafnarstjóri.

15.12.2011 14:10

Björgunarafrek unnið á Suðurnesjum

mbl.is

www.mbl.is
Snemma morguns þann 19. desember barst neyðarkall frá flutningaskipinu Wilson Muuga en það hafði siglt á fullu stími upp í fjöruna í Hvalsnesi við Sandgerði. Danska varðskipið Tríton sendi átta menn á léttbátum að skipinu til að kanna aðstæður. Aðeins sjö þeirra snéru aftur um borð eftir giftusamleg...

.

15.12.2011 13:00

Hilmir SU 171 á rækjuveiðum










       1551. Hilmir SU 171, á rækjuveiðum © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, 21. ágúst 1986

15.12.2011 12:15

Helga RE 49

Hér sjáum við eina af eldri Helgunum, ef ekki sá elstu? Þessi bátur er jafnframt fjórði elsti stálfiskibáturinn í eigu íslendinga.








                       91. Helga RE 49 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 28. maí 1987

15.12.2011 11:00

Kiddi Lár: Skúbbið og lengingin


          2704. Kiddi Lár GK 501, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 27. jan. 2011

Önnur skipasíða birti frétt þess efnis í gær að hún væri með skúbb um að búið væri að selja Kidda Lár til Stykkishólms og að lengja ætti bátinn um 2 metra.
Þetta með söluna er nú ekki mikið skúbb, því fyrir 5 dögum birti ég frétt þess efnis að eigendur Bíldseyjar væru að kaupa bátinn. Varðandi lenginguna, þá liggur það ekki enn fyrir hvort það verði nú eða síðar, né heldur hvaða plastbátasmiðja framkvæmdir verkið, því þær sem geta framkvæmd þetta stórt verk, eru flestar yfirbókaðar.

15.12.2011 08:15

Fiskenes M-10-SA


           Fiskenes M-10-SA, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, HS Foto, 14. okt.2005

15.12.2011 00:00

Hafsúlan SH 7 / Donna HU 4 / Donna ST 4 / Sigurbjörg ST 55 / Donna ST 5 / Donna SU 55 / Erna HF 25

Þessi eikarbátur er að nafninu til ennþá, þó varla sé hægt að segja að hann sé í drift. Þó eru ekki margir mánuðir síðan hann var tekinn upp í slipp og málaður.


     1175. Hafsúlan SH 7 © mynd Emil Páll, á árunum 1972 - 1975


                         1175. Donna HU 4, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason


              1175. Donna ST 4, í Hafnarfirði © mynd Snorrason


                    1175. Sigurbjörg ST 55 © mynd Skerpla


               1175. Donna ST 4 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


          1175. Donna SU 55 í Reykjavíkurhöfn © mynd Hilmar Snorrason, 2002


            1175. Donna SU 55 © mynd Jón Páll Ásgeirsson


                  1175. Donna SU 55 © mynd Skerpla


             1175. Erna HF 25, í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Emil Páll


         1175. Erna HF 25, í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Sigurður Bergþórsson


                   1175. Erna HF 25, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 14. apríl 2011

Smíðanúmer 25 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1971, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.

Hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn í fjölda ára, en var þó tekinn upp í gamla Drafnarslippinn fyrir ekki svo löngu og skokkurinn málaður.

Nöfn: Hafsúlan RE 77, Hafsúla SH 7, Donna HU 4, Donna SH 4, aftur Donna HU 4, Donna ST 4,  Donna ÍS 62. Sigurbjörg ST 55, Donna ST 5, Donna SU 55 og núverandi nafn: Erna HF 25 

14.12.2011 23:00

Margrete Laeso


        Margrete laeso í Laesohavn, Danmörku © mynd shipspotting, det, 15. júlí 1999