Færslur: 2011 Desember

18.12.2011 10:45

Saga K á heimleið

Samkvæmt heimasíðu Sögu K, fór báturinn frá Akureyri í gær og er áætlað að koma til heimahafnar í Tromsö í Noregi 23. desember nk.

    Saga K © mynd Þorgeir Baldursson

18.12.2011 10:30

Útskipting á búnaði skipa

Siglingastofnun:

Fjareftirlit á hafsvæði A1 - Sjálfvirk tilkynningaskylda
Útskipting á búnaði skipa

Samkvæmt  reglugerð um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa nr. 672/2006 átti eftir orðanna hljóðan að skipta út Racal tækjum fyrir AIS tæki  í skipum og bátum með haffæri á hafsvæði A1  strax um áramótin 2010 / 2011. Af hagkvæmnisástæðum var miðað við að skipti færu fram í síðasta lagi við búnaðarskoðun á árinu 2011. Nú um áramótin eiga allir bátar og skip að hafa farið í gegnum búnaðarskoðun þetta árið og tækjaskipti eiga að hafa farið fram. Ekki verður gefin frekari frestur en til áramóta  að nota Racal búnað enda hefst fljótlega niðurtekt á á landstöðvum og um leið verður slökkt á miðlægum búnaði. Eftir áramótin verður því engin vöktun á sendingum Racal tækja. 

18.12.2011 10:20

Rauðagullinu ausið upp úr Djúpinu

776 tonn af rækju hafa veiðst í Ísafjarðardjúpi í haust.

Fiskifréttir 
Rækju úr Ísafjarðardjúpi landað. (Ljósm. Friðgerður Guðný Ómarsdóttir).

18.12.2011 10:10

Engin kærumál komu upp við eftirlit Ægis

Meðan ekki er hægt að setja inn nýjar myndir á síðuna, vegna vilunar mun ég gera meira af því að leita uppi fréttir frá öðrum miðlum og setja hér inn. Þessi er t.d. af vef Landhelgisgæslunnar



AegirIMGP0467

Laugardagur 17. desember 2011

Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið við eftirlit í Faxaflóa og á Breiðafirði. Í ferðinni var farið til eftirlits í fimmtán skip og báta.  Ekki komu upp kærumál í þessum skoðunum sem er breyting til batnaðar.  Fjórum svæðum var lokað sunnan við Snæfellsnes og í Breiðafirði vegna mælinga á fiski sem gáfu of hátt hlutfall smáfisks í aflanum. Einnig skiptu varðskipsmenn um öldumæliduflið við Surtsey og tekið var þátt í tveimur næturæfingum með þyrlu Landhelgisgæslunnar þar sem framkvæmdar voru hífingar af skipi, úr björgunarbát og úr sjó.

 Meðfylgjandi myndir sýna eftirlit um borð í dragnótabát  og æfingu með þyrlu Gæslunnar og komu léttabáts að varðskipinu.

2011-12-15,-maeling
Eftirlit um borð í dragnótabát. © Jón Páll Ásgeirsson.

AegirIMG_1811
Æfing með þyrlu LHG. © Guðmundur St. Valdimarsson

18.12.2011 06:00

Sten Frigg, Vöttur, Hafbjörg, Spói NK 64 og Silver Lake á Neskaupstað í gær

144 metra langt oliuskip Sten Frigg kom til Neskaupstaðar, eftir hádegið í dag skipið sem er með bógskrúfu sneri fyrir utan höfnina og bakkaði inn og upp að bryggju hjálparlaust en Vöttur og Hafbjörg voru tilbúin að aðstoða einnig sést trillan Spói NK 64 koma inn í höfnina. Silver Lake kom svo seinnipartinn að lesta frosið kv Bjarni G

Þetta átti að koma inn í gæri laugardagsinn 17. des. 2011, en vegna bilunar í þessu drasli sem nefndist 123.is tókst það ekki.


























     Sten Frigg, Vöttur, Hafbjörg, Spói NK 64 og Silver Lake, á Neskaupstað í gær © myndir Bjarni Guðmundsson, 17, des. 2011

18.12.2011 00:00

Hálfur sólarhringur og síðan enn í steik

Það er leiðinlegt að geta ekki sett inn þegar maður er með mikið og skemmtilegt efni. En svona er að treysta á þetta bölvaða drast sem nefnist 123.is

Það kerfi er búið að vera bilað í meira en hálfan sólarhring, með þó tveimur undantekningum, einu sinni virkaði síðan í 10 mínútur og síðan í 5 mínútur íannað skipti. Vonandi kemur hann þessu í lag sá sem sér um þetta.

Það skondnasta er að hann var að senda út fréttabréf nýlega um ýmsar nýjungar sem tækju gildu um áramót. Tel ég að hann ætti að fresta slíku og koma síðunni frekar í lag, þannig að hægt sé að treysta henni.

17.12.2011 18:56

Stóð ekki lengi.....

ég var of fljótur að hrósa því að síðan væri komin í lag nú siðdegis, því tæpum 10 mínútum síðar var allt komið í sama horf. Íslenska syrpan sem stóð til að birta í dag og í kvöld dregst því eitthvað.

17.12.2011 17:40

Polar Prinsess og Helga II RE 373

Jæja þá er kerfið hjá 123.is loksins komið aftur í lag og hef ég leikinn á að endurtaka myndirnar sem voru ívinnslu þegar síðan bilaði.




     Polar Prinsess og 1903. Helga II RE 373, í Hafnarfirði © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, 20. apríl 1991

17.12.2011 12:40

Jólasteikin komin hjá 123.is - allt í steik

Eigandi 123.is boðaði nýlega miklar breytingar á kerfinu, en ég held að nær hefði verið fyrir hann að koma síðunni í lag, því frá því í morgun hefur ekki verið hægt að koma inn myndum með eðlilegum hætti og ef þær hafa komist inn þá detta þær strax út aftur.

Því segi ég að allt sé í steik hjá 123.is, já jólasteik. Eða á kannski bara að einfalda og segja að allt sé í rusli í þessu kerfi.

17.12.2011 12:05

 

          Erlendur togari og 1903. Helga II RE 373 ©  myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson

17.12.2011 12:00

Erlendur togari og Helga II RE 373

17.12.2011 10:00

Iris-Jörg


                Iris-Jörg, á Kiel, Þýskalandi © mynd shipspotting, Michael Neldig, 1. júlí 1998

17.12.2011 00:00

Galaxy's








         Galaxy's, í San Pedro, Argentínu © myndir shipspotting, Captain Ted, 29. júlí 2011

16.12.2011 23:00

Sandal


                Sandal, í Honningsvar, Noregi © mynd shipspotting, roar Jensen, 26. maí 1983

16.12.2011 22:20

Valur ÍS strandaði við Súðavík

bb.is

Papey dregur bátinn af strandsstað. Mynd: Slökkvilið Ísafjarðarbæjar.
Papey dregur bátinn af strandsstað. Mynd: Slökkvilið Ísafjarðarbæjar.


Báturinn Valur ÍS 20 strandaði við innsiglinguna í Súðavíkurhöfn í gærkvöldi. Slökkvilið Ísafjarðarbeiðni fékk beiðni um aðstoð um kl. 19. Mannskapur með dælur var sendur til Súðavíkur og fór út með skipinu Papey sem dró Valinn af strandsstað. Engin leki kom að Valnum og var hann dreginn í höfninna í Súðavík að því er segir á vef slökkviliðsins.