26.01.2020 18:11

Óvenju mikið landris hef­ur mælst á Reykja­nesskaga rétt vest­an við fjallið Þor­björn

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um virkjað óvissu­stig al­manna­varna vegna þess sem talið er vera kviku­söfn­un á Reykja­nesskaga, rétt vest­an við fjallið Þor­björn.

Boðað hef­ur verið til íbúa­fund­ar í Grinda­vík kl. 16 á morg­un, mánu­dag­inn 27. janú­ar. Á íbúa­fund­un­um verður farið nán­ar yfir stöðu mála með full­trú­um al­manna­varna, viðbragðsaðila og vís­inda­manna.

Sól­ar­hrings­vakt Veður­stof­unn­ar hef­ur aukið eft­ir­lit með svæðinu. Þar að auki verður eft­ir­lit aukið með upp­setn­ingu fleiri mæli­tækja til að vakta og greina bet­ur fram­vindu at­b­urða. 

Mesti landris­hraði síðan mæl­ing­ar hóf­ust

Óvenju mikið landris hef­ur mælst á Reykja­nesskaga rétt vest­an við fjallið Þor­björn und­an­farna daga og nem­ur risið um 3 til 4 mm á dag. Landrisið er lík­leg­ast vís­bend­ing um kviku­söfn­un á nokkura kíló­metra dýpi og hef­ur óvissu­stig Al­manna­varna verið virkjað.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands.