07.01.2020 20:35

M/V Samskip Skálafell kyrrsett 10.12.2019

 

Samskip Skaftafell á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 24. feb. 2014

 
 
Við hafnarríkisskoðun í Reykjavíkurhöfn þann 9. desember á M/V Samskip Skálafelli (IMO 9440590) voru gerðar nokkrar athugasemdir sem samkvæmt alþjóðasáttmálum og Parísarsamkomulaginu um hafnarríkiseftirlit kölluðu á kyrrsetningu skipsins þar til úr hefur verið bætt. M/V Samskip Skálafell siglir undir fána Antigua og Barbuda og heimahöfn þess er St. John's. Skráður eigandi er Sunset X Gmbh – Þýskalandi, rekstraraðili þess Reederei Hinsch GmbH & Co KG – Þýskalandi en Samskip Reykjavík leigja skipið. Flokkunarfélag skipsins er DNV GL. Uppfært 13.12.2019: Kyrrsetningu M/V Samskip Skálafells var aflétt að kvöldi fimmtudags 12. desember, þar sem bætt hafði verið úr athugasemdum þeim sem kölluðu á kyrrsetningu skipsins.