06.12.2019 13:34

Kaupa fiskvinnslu, bát og kvóta á Bakkafirði


                                Bakkafjörður © mynd RUV Ágúst ólafsson
 
Náðst hafa samningar um kaup sjávarútvegsfyrirtækisins GPG á Húsavík á stærsta fyrirtækinu á Bakkafirði. Innifalið í kaupunum er fiskverkun á Bakkafirði, bátur og veiðiheimildir.
 

Fyrirtækið, Halldór fiskvinnsla ehf., í eigu Áka Guðmundssonar og fjölskyldu, hefur stundað útgerð á Bakkafirði í áratugi og er þar stærsti vinnuveitandinn. Með í kaupunum fylgir fiskverkun á Bakkafirði og línu- og netabáturinn Halldór NS 302, ásamt veiðiheimildum.