19.11.2019 09:16

Gulltoppur, farþegabátur brann í Vogum í nótt

 

     2931.  Gulltoppur, farþegabátur brann og sökk í Vogum í nótt © mynd Brunavarnir Suðurnesja, ( birtist í Mbl. í morgun, 19. nóv. 2019 )

ELDUR kom upp í tré­báti í höfn­inni í Vog­um á Vatns­leysu­strönd í nótt. Brun­varn­ir Suður­nesja fengu til­kynn­ingu um eld­inn laust fyr­ir klukk­an hálf­fimm.

Að sögn Ásgeirs Þóris­son­ar, varðstjóra hjá Bruna­vörn­um Suður­nesja, var bát­ur­inn í ljós­um log­um þegar slökkviliðið bar að garði og greini­lega bú­inn að brenna ansi lengi.

Greiðlega gekk að slökkva eld­inn og flót­lega að því loknu sökk bát­ur­inn. Eng­in hætta var á ferðum en bát­ur­inn hafði ekki verið í notk­un. Starfi slökkviliðsmanna á vett­vangi lauk laust fyr­ir klukk­an 6.30.