19.11.2019 09:16
Gulltoppur, farþegabátur brann í Vogum í nótt
![]() |
2931. Gulltoppur, farþegabátur brann og sökk í Vogum í nótt © mynd Brunavarnir Suðurnesja, ( birtist í Mbl. í morgun, 19. nóv. 2019 )
ELDUR kom upp í trébáti í höfninni í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Brunvarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eldinn laust fyrir klukkan hálffimm.
Að sögn Ásgeirs Þórissonar, varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, var báturinn í ljósum logum þegar slökkviliðið bar að garði og greinilega búinn að brenna ansi lengi.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn og flótlega að því loknu sökk báturinn. Engin hætta var á ferðum en báturinn hafði ekki verið í notkun. Starfi slökkviliðsmanna á vettvangi lauk laust fyrir klukkan 6.30.

