01.10.2019 22:44
Fjögur bandarísk herskip á leið hingað til lands
![]() |
| USS Normandy, |
Fjögur bandarísk herskip, USS Normandy, USS Lassen, USS Forrest Sherman og USS Farragut munu vera staðsett hér á landi tímabundið. Líklegt er að skipin fjögur verði staðsett á Suðurnesjum, en bandaríski sjóherinn hefur sett upp aðstöðu fyrir allt að 30 hermenn sem munu þjónusta skipin hér á landi á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Frá þessu er greint í tilkynningu frá bandaríska sjóhernum. Ekki kemur fram í tilkynningunni hversu lengi skipin munu vera staðsett hér við land en haft er eftir James G. Fogger III, yfirmanni sjóhersins í Evrópu og Afríku að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir skipin vegna staðsetningar landsins. Þá er haft eftir honum að Íslendingar séu sterkir bandamenn og vera skipanna hér á landi muni styrkja þau bönd enn frekar.
Skipin, sem eru þegar lögð af stað hingað til lands frá Florida í Bandaríkjunum, eru meðal annars búin öflugum flugskeytum og árásarþyrlum. Kemur þetta fram í Suðurnes.net

