06.08.2019 13:23

Skipt um skrúfu á bryggjunni í Sandgerði

Tjúlla GK 29, skemmdi skrúfunar fyrir helgi og því var gripið til þess ráðs að fá Jón & Margeir til að hífa bátinn upp á bryggjuna í Sandgerði þar sem Vélsmiðja Sandgerðis skipti um skrúfuna. Hér er því smá syrpa er báturinn var hífður á land og síðan slakað aftur í sjóinn, af viðgerð lokinni.

 

 

 

 

 

 

 


       2595. Tjúlla GK 29, í Sandgerðishöfn í morgun, er Vélsmiðja Sandgerðis skipti um skrúfu á bátnum, en hún hafði skemmst í síðasta róðri. Jón & Margeir sá um að hífa bátinn upp og slaka síðan í sjóinn aftur að viðgerð lokinni © mynd Emil Páll, 6. ágúst 2019