21.06.2019 15:56

Arctic Fish er nú komið með um það bil milljón laxaseiði í sjö kvíar af átta í Patreksfjörð

 

 

 

Arctic Fish er nú komið með um það bil milljón laxaseiði í sjö kvíar af
átta í Patreksfjörð. Á meðfylgjandi myndum má sjá danska dráttarbátinn
Odin draga fóðurprammann Molduxa seinustu metrana inn fjörðinn að
kvíunum frá Póllandi þar sem hann var smíðaður. Einnig sést í norska
þjónustuskipið Fosnakongen koma að þeim til þess að festa prammann í
akkerin sín. Molduxi mun verða staðsettur við kvíarnar til þess að dæla
fóðri beint út í kvíarnar. Fóðurskip munu síðan koma amk mánaðarlega til
þess að fylla á prammann af fóðri.

                           © myndir og texti Halldór Árnason