28.05.2019 20:14
Valbjörn ÍS 307, í Reykjavíkurhöfn
![]() |
1686. Valbjörn ÍS 307, í Reykjavíkurhöfn © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 23. jan. 2016
Dráttarbátur var til taks skammt frá Ísafjarðarhöfn eftir að tilkynning barst um að fiskiskipið Valbjörn frá Bolungarvík væri í vanda statt.
Að sögn hafnarstjóra Ísafjarðarhafnar missti skipið, sem var á útleið, stýrið úti í stutta stund og var dráttarbáturinn til taks ef á þurfti að halda. Stýrið náðist inn aftur og sigldi skipið áfram undir eigin vélarafli. Kom þetta fram í MBL.
Togarinn er nú á suðurleið og er út af Flateyri, hugsanlega á leið til Njarðvíkur í endurbætur o.fl.
Skrifað af Emil Páli

