18.05.2019 07:18

Sóley Sigurjóns á leið til lands eftir að eldur kom upp

 

   2262. Sóley Sigurjóns GK 200, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 24. mars 2016. Eldur kom upp í skipinu um 90 mílur út af Skagafirði í gærkvöldi, þar sem skipið var á rækjuveiðum. Skipverjum tókst að slökkva eldin en skipið er vélarvana og verður dregið til lands, skipverjum varð ekki meint af.