18.05.2019 08:13

Múlaberg dregur Sóley Sigurjóns til Akureyrar

 

         1281. Múlaberg SI 22 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 1. okt. 2014    

 

Tog­ar­inn Sól­ey Sig­ur­jóns, þar sem eld­ur kom upp í í gær­kvöldi er nú um 70 míl­ur norður af Sigluf­irði. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær skipið mun koma til lands, en skipið er nú aðeins á um tveggja hnúta ferð. Tog­ar­inn Múla­berg er með Sól­eyju í togi og þá er varðskipið Týr kom­inn á vett­vang.

Ekk­ert amar að mann­skapn­um um borð í skip­inu en í nótt var ákveðið að fækka í áhöfn Sól­eyj­ar og voru tveir  tveir skip­verj­ar hífðir um borð í þyrluna TF- LIF sem hélt áleiðis til Ak­ur­eyr­ar. Þá eru sex menn eft­ir um borð í skip­inu.

Kemur þetta fram í Mbl.is