11.03.2019 10:04

Við siglum núna vestur með suðurströnd Lofoten - Svafar Gestsson

Við siglum núna vestur með suðurströnd Lofoten og mætti halda að hver einasti sótraftur væri dreginn á sjó, slík er mergðin af smáfiskibátunum og baujum hér. Þeir eru að gera það gott á þorskveiðunum og aflinn unninn í skreið. Ég tók nokkrar myndir en við höldum okkur fjarri fiskislóðinni svo ég hef hvorki nöfn né númer.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                    © myndir Svafar Gestsson, 11. mars 2019