25.11.2018 17:06

GUÐMUNDUR Á NESI Á SÖLUSKRÁ

 
Kleifaberg verður eini frystitogarinn sem Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir út frá Reykjavík á næsta ári. Mynd: Brim
 
36 manna áhöfn á frystitogaranum Guðmundi í Nesi hefur verið sagt upp eftir að Útgerðarfélag Reykjavíkur ákvað að setja togarann á söluskrá. Félagið segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að það hafi gert út fjóra frystitogara frá Reykjavík í upphafi þessa árs en að ári liðnu standi aðeins einn eftir, Kleifaberg. Sjómönnum félagsins hefur fækkað um 136.