17.11.2018 17:15

Gert verður við Fjordvik og verður skipið flutt erlendis sökum þess

 

   Fjordvik, í Keflavíkurhöfn, 10. nóv. sl. © mynd Emil Páll, 10. nóv. 2018 

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur nú verið tekin ákvörðun um að gera við Fjordvík, í Belgíu. Mun þann 5. des. nk. koma til Hafnarfjarðar Roll dokk, skip sem mun flytja Fjordvik, til Belgíu, en áður mun verða klætt fyrir götin, eða lokað fyrir þau, svo hægt verði að fleyta skipinu úr dokkinni í Hafnarfirði og yfir í umrætt roll dokk-skip.