08.11.2018 10:11
Norskt herskip og maltneskt olíuskip rákust á í Noregi í nótt
![]() |
Norskt herskip og maltneskt olíuskip rákust á við Øygarden um fjögur í nótt og standa björgunaraðgerðir yfir. Átta úr áhöfnum skipanna eru slasaðir en um minni háttar áverka er að ræða. Ekki er talin hætta á að skipin sökkvi.
Samkvæmt upplýsingum er herskipið komið í tog og ekki hætta á að það sökkvi.
Skrifað af Emil Páli

