01.10.2018 21:00
Magný N-444-ME, nú gerður út af Jóni Páli, sem hefur selt Jakobsson og er með einn í smíðum
Jón Páll Jakobsson, hefur gert út frá Noregi í nokkur ár, en kom heim til Bíldudals á sumrin til að fara á rækjuveiðar á Andra BA. Nú síðast gerði hann út frá Noregi bátinn Jakobsson, en hefur nú selt hann og er með annan í smíðum, þá er hann nú skipstjóri á Magný N-444-ME í Noregi. Birti ég tvær myndir, sú fyrri sýnir bátinn á síðast ári, en þá var hann í Gisundet og sú mynd er tekin af Tage H. Marinetraffic 26. jan. 2017 en hin myndin sýnir Magný á veiðum og þá mynd tók Jón Páll, sennilega í morgun.
![]() |
MAGNY N-444-ME, í Gisundet, © mynd Tage H. Marinetraffic 26. jan. 2017
![]() |
|
Magný N-444-ME, á veiðum í dag © mynd Jón Páll Jakobsson, 1. okt. 2018 |


