23.09.2018 21:00
Í Raftsundet og Sørfjorden
Svafar Gestsson í dag: Það er ljúft að sigla suður Raftsundið þrátt fyrir mikinn mótstraum þegar bæði norðan og sunnan sundsins geysar öflugur stormur og úrhellis rigning. Þetta þrönga sund sem skartar mikilli náttúrufegurð liggur þvert í gegnum Lofoten. Ferðinni heitið til Sørfjorden með efni fyrir vinnuflokk sem vinnur að því í þessum friðsæla eyðifirði, utan nokkurra sumarhúsa að koma upp vindmyllum til raforkuframleiðslu. Fórum með einn farm í gær og svo með restina núna.
![]() |
||||||
|
|
Skrifað af Emil Páli




