07.09.2018 16:56

Suðurey ÞH 9 lögð af stað til Marokko

Togarinn Suðurey ÞH 9, fór núna áðan af stað frá Vestmannaeyjum til Marokko. Að sögn Elmars skipstjóra í ferðinni er áætlað að siglingin taki 10 daga, en togarinn hefur verið seldur þangað. Togarinn hét í upphafi Þórunn Sveinsdóttir VE 401 og var smíðaður á Akureyri 1991. - Kaupandinn er Svíi sem gerir nú þegar, út tvo aðra togara í Marocco.

       2020. Suðurey VE 12 © mynd Sigurður Bergþórsson, MarineTraffic