04.07.2018 18:50
Ottó N. Þorláksson afhentur og verður VE 5
HB Grandi:
04.07.2018
Ottó N. Þorláksson afhentur
Í gær var gengið frá afhendingu ísfisktogarans Ottó N. Þorlákssonar til Ísfélags Vestmannaeyja hf. Skipið mun halda nafni sínu áfram hjá nýjum eigendum en fær einkennisstafina VE-5.
Salan á Ottó er liður í endurnýjun á fiskiskipaflota HB Granda. Hið nýja og glæsilega skip, Viðey RE 50, kom í stað Ottó og hóf veiðar í byrjun júní.
Ottó N. Þorláksson hefur verið farsælt aflaskip. Það var smíðað í Stálvík í Garðabæ árið 1981. Skipstjóri hefur verið Jóhannes Ellert Eiríksson en hann tók við togaranum fyrir 24 árum og er nú skipstjóri á Viðey.
Skrifað af Emil Páli
/Skip/Otto/Otto afhentur.jpg?proc=newsItem&=)
