17.06.2018 07:20
Óli Gísla GK 112, orðinn Vísisbátur frá Grindavík
Sú umræða hefur verið í loftinu nú um tíma að Vísir í Grindavík, myndi kaupa Óla Gísla GK 112, frá Sandgerði, eða frá því að ljóst var að ekkert yrði úr kaupum Nesfisks á bátnum. Nú er það orðið ljóst og báturinn kominn í hóp Vísisbáta.
![]() |
2714. Óli Gísla GK 112, orðinn Vísisbátur, frá Grindavík. Hér að koma inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll, 31. mars 2017
Skrifað af Emil Páli

