14.06.2018 12:13

Akurey AK 10, fyrsti togarinn að nýjum hafnarbakka

Nýr hafnarbakki við Norðurgarð var tekinn í notkun þann 29. maí 2018, þegar togarinn Akurey AK 10 frá HB Granda lagðist að bryggju. Bakkinn er 120 m. langur stálbakki með steyptri þekju og dýpið er -7.2 m.  Í steyptri þekju er snjóbræðslulögn sem nýtir affallsvatn frá fiskvinnslu HB Granda.

 

        Nýr hafnarbakki við Norðurgarð. Fyrsti togarinn til að leggjast að bryggju var 2890. Akurey AK 10 frá HB Granda, 29. maí 2018 © mynd Faxaflóahafnir.