12.06.2018 18:19
Vél bátsins sprakk, er hann var á 14 mílna hraða
Báturinn Óskar KE 161 var á útleið í gær frá Sandgerði og sigldi á 14 mílna hraða er vélin nánast sprakk. Hún stoppaði og upp kom reykur og gufa. Eftir að skipverjinn sem var einn um borð hafði áttað sig á aðstæðum og hleypt reyknum og gufunni út, kom í ljós að ekki var um eld að ræða.
Báturinn Brynjar KE 127 kom strax á vettvang og tók Óskar í tog og dró hann til hafnar í Sandgerði og þar var Óskar KE, tekinn á land og farið með til Sólplasts. Tókst strax að komast yfir nýlega vél sem sett verður í bátinn.
![]() |
6569. Óskar KE 161, hjá Sólplasti, Sandgerði © mynd Emil Páll, 12. júní 2018
Skrifað af Emil Páli

