07.06.2018 18:19

Tryggvi Eðvarðs SH 2, kominn til Sólplasts, í miklar breytingar

Í gær var Tryggvi Eðvarðs SH 2, hífður með öflugum krana, á land í Sandgerðishöfn. Þar var báturinn settur á flutningavagn (Gullvagninn) frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, sem flutti bátinn að Sólplasti, en þar fer báturinn í miklar breytingar. Eins og kom fram hér á síðunni fyrr í dag komu við sögu æðstu ráðamenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, svo og Sólplasts.

Hér birtast myndir sem ég (Emil Páll) tók við þetta tækifæri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

    2800. Tryggvi Eðvarðs SH 2, kominn á Gullvagninum, að aðsetri Sólplasts, í Sandgerði í gær © myndir Emil Páll 6. júní 2018