11.05.2018 15:56
Tjónið á Hring mun meira - 4 aðilar koma við sögu á viðgerð á svæði Sólplasts
Við nánari skoðun kom í ljós að tjónið á Hring GK 18, var mun meira er talið var í fyrstu. Hafa því fjögur fyrirtæki tekið að sér að annast viðgerðina, sem mun fara fram á athafnarsvæði Sólplasts, í Sandgerði og þangað er báturinn kominn. Þau fyrirtæki sem koma þarna við sögu eru Jón & Margeir, Sólplast, Skipasmíðastöð Njarðvíkur og Köfunarþjónusta Sigurðar.
Þá er ljóst að það var hnúfubakur sem lenti undir bátnum og sló sporðinum skrúfu bátsins og víðar. Hér eru myndir sem ég tók í dag er verið var að flytja bátinn á athafnarsvæði Sólplasts.
![]() |
||||||
|
![]() |
||||||||||
|
Skrifað af Emil Páli








