10.05.2018 17:18

Tjónið á Hring GK 18 - skrúfan stórskemmd, flabsar skemmdir, botnstykkið rifið frá, bolskemmdir

Við skoðun á Hring GK 18, á bryggjunni í Sandgerði, hafa komið í ljós mun meiri skemmdir en fyrstu var talið. Sem dæmi, þá er skrúfan, skemmd, flabsar skemmdir, botnstykkið rifið frá, plastskemmdir o.fl. Enda ekki að furða því hvalurinn virðist hafa komið undir bátinn og kastað honum upp. Við það drapst á vélinni, en þeir komu henni aftur í gang og sigldi frá Hafnarleirnum þar sem atburðurinn gerðist og til Sandgerðis, á aðeins smá dóli.

   

  2728. Hringur GK 18, á bryggju í Sandgerðishöfn, í dag © mynd Emil Páll, 10. maí 2018