09.05.2018 21:17
Bátur skemmdist er hann sigldi á hval í dag
Sá atburður gerðist í dag að handfærabátur sigldi á hval, með þeim afleiðingum að dýrið hefur trúlega drepist, því sjórinn fékk blóðlit. Báturinn varð fyrir skemmdum, sem urðu þær að botnstykkið losnaði og skemmdist. Báturinn Hringur GK 18 var tekinn upp á bryggju í Sandgerði síðdegis í dag og kom þá í ljós tjónið á bátnum, ekkert er meira vitað um dýrið.
Sá Jón & Margeir um að hífa bátinn upp á bryggju í Sandgerðishöfn og birti ég nú myndasyrpu sem ég tók við þetta tækifæri.
![]() |
||||||||||||
|
|







