12.04.2018 21:00

Þór, Týr og Hvidbjoernen F350, í Keflavík og á Stakksfirði í dag

Ferðir íslensku varðskipanna um Stakksfjörðinn, svo og erlendra varðskipa, en ekki mjög sjaldgæf sjón. Í dag voru bæði Týr og Þór, auk HDMS Hvidbjoernen F350, á Stakksfirði en sökum lélegs skyggnis, sáust þau ekki vel.

Síðdegis gerðist það svo sem er mjög sjaldgæft að tvö íslensk varðskip þ.e. Þór og Týr lögðust saman við bryggju í Keflavík. Sjálfsagt hefur verið gestkvæmt í skipin, því eins og margir vita er skipherrann Sigurður Steinar Ketilsson að kveðja eftir 50 ára starf sem skipherra. Sigurður Steinar er Keflvíkingur og þess vegna hefur þetta passað vel.

Hér koma myndir sem ég tók af íslensku varðskipunum við hafnargarðinn í Keflavík í dag og eins myndir af skipunum úti á Stakksfirði. Tvær myndanna af Stakksfirði eru af Hvitabirninum og ein er af öllum skipunum þremur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


                       2769. Þór og 1421. Týr, í Keflavíkurhöfn í dag


        2769. Þór,  Hdms Hvidbjoernen F350 og 1421. Týr, á Stakksfirði í dag

 

 

 

                       HDMS Hvidbjoernen F350, á Stakksfirði í dag

                                © myndir Emil Páll, 12. apríl 2018