09.04.2018 21:00
Átti að heita Gísli á Sólbakka KE 17, en þar sem eigandinn fórst er hann enn nafnlaus og til sölu
Fyrir nokkrum misserum fórst eigandi Brönu HF, í vinnuslysi hér á landi, en þá hafði hann fengið 12 metra langan plastbát sem hann lét smíða í Kanada. Sá bátur hefur verið nafnlaus ásamt Brönu við höfnina í Hafnarfirði. Eigandinn hafði ætlað að láta nýja bátinn heita Gísla á Sólbakka KE 17, en ekkert varð úr því. Í dag er nýi báturinn til sölu, en búið er að gera töluvert við hann svo sem að ganga frá lestinni og eins er vélin tilbúin. Þá mun nýr eigandi gefa bátnum nýtt nafn. Synir mannsins sáluga mun gera Brönu út.
Birti ég nú þrjár myndir af bátnum ein þeirra er af því hvernig báturinn átti að verða og hinar tvær tók Þorgrímur Ómar Tavsen, 1. maí á sl. ári.
![]() |
||||
|
|



