24.03.2018 20:41

Fálki BA 45, í Njarðvíkurhöfn, í morgun

Bátur þessi gekk lengi undir nafninu Askur GK 65 og var gerður út frá Grindavík. Fyrir örfáum árum var hann seldur á Snæfellsnesið þar sem kvótinn var tekinn af honum og báturinn seldur áfram. Síðar var hann seldur til Tálknafjarðar og þar varð hann fyrir miklu tjóni, er ég held að hann hafi slitnað upp og í framhaldi af því var báturinn tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og brá mörgum er þeir sáu myndir sem ég tók af honum er hann kom þangað.  Í morgun tók ég þessar myndir sem sýna hann nú eftir viðgerðina.

 

 

 

 

 

       1811. Fálki BA 45, í Njarðvíkurhöfn, í morgun © myndir Emil Páll, 24. mars 2018