23.03.2018 21:00

Anna EA 305 kemur úr prufusiglingu eftir miklar breytingar í Njarðvík

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók í dag þegar Anna EA 305 var að koma úr prufusiglingu, eftir miklar breytingar sam Skipasmíðastöð Njarðvíkur stóð að við bryggju í Njarðvík. Ef ég skil rétt þá var verið að breyta skipinu úr því að vera eingöngu línuskip í að verða netaskip. - Á einni myndinni sést aðeins ofan á skipið og var sú mynd birt þannig, en þó ekki sem getraun og raunar óskaði ég eftir því að menn kæmu ekki með svör og við því urðu allir nema tveir og nöfn þeirra birti ég ekki, né svarið, enda var það á móti mínum vilja.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


       2870. Anna EA 305, kemur úr prufusiglingu í dag © myndir Emil Páll, 23. mars 2018